Jólakveðja frá BMW Mótorhjólaklúbbnum

BMW Mótorhjólaklúbburinn á Íslandi óskar öllum félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Beztu þakkir fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum fulla ferð áfram og hæfilegar bremsur. -Stjórnin   ​

Jólafundur BMW Mótorhjólaklúbbsins

Hinn árlegi jólafundur BMW Motorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn næstkomandi föstudag 8. desember milli kl 17 og 19 í húsakynnum RMC að Bolholti 4. RMC verður með kynningu á 2018 árgerðum af BMW hjólum. Léttar veitingar verða í boði klúbbsins. Allir klúbbfélagar hjartanlega velkomnir.

Kynningarfundur vegna Marokkóferðar

BMW GS Club International klúbburinn sem kom með okkur í stóru ferðina stendur fyrir mótorhjólaferð til Marokkó í apríl á næsta ári og áhugasömum meðlimum í okkar BMW klúbbi stendur til boða að slást í för með þeim. Haldinn verður kynningarfundur vegna ferðarinnar þriðjudaginn 7. nóvember í húsakynnum RMC að Bolholti 4.  Fundurinn hefst kl... Continue Reading →

Þriðjudagsrúntur breytist í fimmtudagsrúnt

Farið verður upp í Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum og heilsað upp á þýska hópinn sem áætlar að koma suður Sprengisand seinni part fimmtudags. Brottför frá RMC fimmtudaginn 24. ágúst kl 18:00 Áætluð heimkoma um miðnættið. Frábær veðurspá framundan. Vegalengdin frá Reykjavík í Hrauneyjar er u.þ.b. 150 km. ef farið um Þjórsárdal, malbik alla leið. Tilvalið að... Continue Reading →

BMW GS Club International e.V. kominn til landsins

26 félagsmenn úr þýska BMW GS Club International er komnir til landsins.   Ætlunin er að ferðast vítt og breitt um Ísland í 2 vikur.  Dagana 17. til 20. ágúst munu þeir svo slást í för með BMW Mótorhjólaklúbbnum á Íslandi þar sem Vestfjarðahringurinn verður farinn.  Hóparnir hittast á Búðardal á fimmtdagsmorgun og ekið verður... Continue Reading →

Skilaboð frá RMC

Fyrir stuttu fengum við hjá RMC þær leiðinlegu upplýsingar frá BMW að innkalla öll R1200GS og GS Adventure af árgerðum 2013-2017 vegna galla í framdempurum. Á sama tíma var okkur gert að setja sölubann á ný BMW R1200GS og GS Adventure fram að viðgerð. Við tökum þessa innköllun mjög alvarlega þar sem við erum nokkuð... Continue Reading →

Dagsferð um Vesturland

Félagar úr BMW Mótorhjólaklúbbnum fóru í dagsferð um Vesturlandið síðastlðinn laugardag. EKið var að Þingvöllum og þaðan upp Uxahryggi og Kaldadal til Húsafells. Þegar þangað var komið var mönnum boðið í kaffi til Helga Eiríkssonar sem jafnan er kenndur við Lumex, en hann hefur af myndarskap staðið að uppbyggingu og framkvæmdum á jörð sinni, Kolsstöðum... Continue Reading →

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑