Ferð á Strandir 15.- 16. september 2018

Fyrirhuguð er ferð klúbbsins á Strandir dagana 15.- 16. september 2018. Ferðatilhögun: -Laugardagurinn 15. september Brottför frá N1 Mosfellsbæ kl 9:00 Ekið sem leið liggur til Norðurfjarðar á Ströndum. -Sunnudagurinn 16. september Heimferð Þeir sem hafa hug á að fara í ferðina er beðnir um að tilkynna þátttöku með því að tolvupóst á bmwhjol(at)gmail.com sem allra... Continue Reading →

Ferð í Jökulheima 1. – 2. september – Skráning

Ferð BMW mótorhjólaklúbbsins í Jökulheima verður farin 1. - 2. september n.k. Ferðatilhögun: - 1. september Brottför frá RMC klukkan 9:00 Ekið austur fyrir Hellu, að Gunnarsholti og áfram Heklubraut til norðurs.  Síðan verður Landmannaleið/Dómadalsleið ekin til austurs að Landmannalaugum.  Þaðan verður svo ekið til norðurs í átt að Hrauneyjum þar sem haldið verður til... Continue Reading →

Stóra ferðin 2018 – Undirbúningsfundur

Þá styttist í stóru ferðina 2018 sem farin verður 16. – 19. ágúst 2018 Ferðaplanið er óðum að taka á sig endanlega mynd. Þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 18:30 verður í húsakynnum RMC haldinn stuttur undirbúningsfundur um ferðina þar sem farið verður ítarlega yfir ferðaáætlunina og aðra praktíska hluti. Eftir fundinn verður svo haldið af stað... Continue Reading →

Bjarkalundur – undirbúningsfundur

Minnum á undirbúningsfundinn í dag mánudag 25. júní kl 18:00 hjá RMC Bolholti 4. Rætt um fyrirhugaða helgarferð í Bjarkalund næstkomandi helgi. Eftir fundinn verður haldið austur í Hestvík þar sem boðið verður upp á pylsur, súrkál og bretzel.

Helgarferð í Bjarkalund

Helgina 29. júní til 1. júlí verður farin helgarferð vestur í Bjarkalund. Dagskrá ferðarinnar er eftirfarandi: -Föstudagur 29. júní Brottför frá RMC kl 17:00 - Ekið eftir þjóðveginum vestur í Bjarkalund Samkomutjaldið sett upp sem og önnur tjöld -Laugardagur 30. júní Lagt af stað í leiðangur dagsins. Reiknað er með að menn geti valið á... Continue Reading →

Landgræðsluferð – Fimmtudaginn 31. maí

Landgræðsluferðin í Hekluskóga verður farin fimmtudaginn 31. maí n.k. Brottför frá Olís við Rauðavatn kl 18:00. BMW landgræðslureiturinn er í ca 125 km fjarlægð frá Reykjavík. Hér má sjá leiðarlýsingu: https://www.google.com/maps/dir/64.103197,-21.766007/64.1572308,-19.5839664/@64.0216106,-21.2072943,9z/am=t/data=!3m1!4b1 Vonumst til að sjá sem flesta þar sem margar hendur vinna létt verk. Veðurspáin er með allra besta móti á fimmtudaginn ​ Kveðja, Stjórnin

1. maí akstur

1. maí akstur með Sniglunum. Mæting í RMC, Bolholti 4 kl 11:30 Brottför frá RMC kl 12:00 - Ökum saman niður á Laugaveg þar sem hjólalestin mun svo leggja af stað kl 12:30. Vonumst til að sjá sem flesta.   ​

Kynningarfundur ferðanefndar

Þriðjudaginn 20. mars n.k. kl 20:00 verður ferðanefndin með kynningarfund um ferðir sumarsins. Fundurinn verður haldinn í húnsæði RMC, Bolholti 4. Vonumst til að sjá sem flesta. Ferðanefndin

Aðalfundur 2018

Aðalfundur BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar n.k. kl 19:00 í húsakynnum RMC að Bolholti 4. Dagskrá fundarins: 1. Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara. 2. Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar. 3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana. 4. Skýrslur nefnda og umræður um þær. 5. Endurskoðaðir reikningar klúbbsins lagðir... Continue Reading →

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑