Fundur ferðanefndar 14. marz

Þriðjudaginn 14. marz verður opinn fundur ferðanefndar. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í líflegu starfi okkar. Fundurinn verður að Bolholti 4 @ RMC og hefst klukkan 20:00 STJÓRNIN

Aðalfundur 2017

Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar klukkan 20:00 stundvíslega í húsnæði RMC að Bolholti 4. Dagskrá verður send út í tölvupósti. Snittur í boði félagsins. Hvetjum alla félaga til að mæta. Breytingar á lögum félagsins þurfa að berast stjórn félagsins 16. dögum fyrir aðalfund, eða í síðasta lagi 30.janúar. Stjórnin.

Opið hús hjá RMC

Laugardaginn 21. janúar milli kl 11:00 og 14:00 verður opið hús hjá Reykjavík Motor Center, Bolholti 4. Kynning á væntanlegum 2017 árgerðum af BMW hjólum. BMW R Nine T Scrambler 2017 til sýnis á staðnum. Frábær tilboð á notuðum BMW hjólum - mikið úrval af hjólum á staðnum. Kynning á fyrirhugaðri ferð á offroad námskeið... Continue Reading →

Jólafundur

Föstudaginn 9. desember n.k. milli kl 17 og 19 verður í fyrsta skipti haldinn hinn árlegi Jólafundur BMW mótorhjólaklúbbsins í húsakynnum RMC, að Bolholti 4. RMC verður með kynningu á 2017 nýjungum frá BMW. Léttar veitingar í boði klúbbsins, bjór og léttvínskynning. Vonumst til þess að sjá sem flesta. Stjórnin

Tvær frumsýningar þann 1.nóvember

Taktu frá þriðjudaginn 1. nóvember 2016. Þá verður fumsýndur nýr BMW R nineT Scrambler auk þess mun Guðmundur Björnsson læknir frumsýna kvikmynd frá Touratech um Madagascar ferðalag sitt í sumar. Guðmundur var valinn fulltrúi Evrópu í þessa ferð. Fundurinn verður að Bolholti 4 í húsnæði RMC og hefst klukkan 20:00. Boðið verður uppá kaffi og... Continue Reading →

Dagsferð um Snæfellsnes

Síðasta skipulagða ferð ferðanefndar verður farin næstkomandi laugardag 10. september lagt verður af stað frá RMC klukkan 9:00 stundvíslega með fulla tanka. Margt er að skoða á Snæfellsnesi eins og Bjarnarhöfn, Bersekkjahraun, Svörtuloft, Öndverðarnes, Dritvík, Þúfubjarg og Ölkeldu. Hádegisverður að Hótel Búðum og morgunkaffi í Geirabakaríi við brúnna í Borgarnes.

Staðfesta þarf þáttöku í árlegri októberfest fyrir kl. 18:00 mánudaginn 3. okt. Vinsamlegast sendið svarpóst á netfangið okkar bmwhjol@gmail.com

T-BÆR KJÖTSÚPA

Vegna veðurs höfum við ákveðið að færa þriðjudagsrúntinn yfir á morgundaginn, miðvikudaginn 31.ágúst og bjóða öllum uppá kjötsúpu að T-Bæ við Strandakirkju. Lagt verður af stað frá RMC klukkan 18:30 stundvíslega. Súpan er í boði félagsins. Vonumst til að sjá sem flesta þetta er ferð fyrir allar gerðir BMW hjóla. Stjórnin.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑