Næsta þriðjudag ætlum við að skoða aðeins öryggi og er dagskráin á þessa leið.
Við skerpum á helstu atriðum sem við kemur akstri í hóp, hvað má og hvað má ekki, hvað ber helst að varast í hópakstri og af hverju vanur maður á mótorhjóli getur verið hættulegri en sá óvani!
Hugmyndin er að kíkja á safn og halda þar smá fyrirlestur og tökum svo stuttan rúnt á bílaplan sem er bæði malbikað og með möl á þar sem við tökum beygju og bremsuæfingar.


