Aðalfundargerðir

Aðalfundur 2023

Fundurinn er haldinn þann 28. febrúar 2023 í húsakynnum Fornbílaklúbbs Íslands og hófst kl 19:00

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og Björgvin Arnar Björgvinsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2022 flutti Guðmundur Ragnarsson formaður
Kæru félagar. Við erum að hefja sextánda starfsár kúbbsins sem hefur einkennst af einstakri trú og samheldni okkar við BMW mótorhjól sem við vitum að er þau bestu sem völ er á.
Að halda utan um klúbb eins og okkar er verkefni okkar allra, ekki bara þeirra sem sitja í stjórn félagsins. Ég hef reynt að hlusta á allar raddir eftir bestu samvisku, því án ykkar væri þessi klúbbur ekki tíl.
Síðasta er einkenndist af þeirri frelsun sem varð til að loknum Covid faraldri.
Allir skipulagðir viðburðir og ferðir voru farnar. Félagar sem greiddu árgjald voru 110 sem er svipaður fjöldi og á síðustu árum.
Stjórnin hélt sinn fyrsta fund að loknum aðalfundi og skipti með sér verkum. Björgvin Arnar Björgvinsson var kosinn ritari og Einar Halldórsson gjaldkeri en auk þeirra eru Guðmundur Reykjalín og Heiðar Þór Guðnason í aðalstjórn. Varamenn eru þeir Jökull Úlfsson og Aðalsteinn Rúnar Jörundsson.
Stjórmin hefur haldið átta fundi á tímabilinu.
Samstarf við ferðanefnd hefur verð einstaklega gott en þar hefur Sigurður Villi verið formaður og unnið frábært starf með þeim Hermanni Halldórssyni og Hirti L Jónssyni. Farið verður yfir ferðir ársins hér á eftir.
Fjárhagsstaða klúbbsins hefur aldrei verið sterkari en það getum við þakkað Einari gjaldkera sem er einstaklega fastheldinn á sjóð okkar. Eins og þið sjáið á reikningum félagsins hér á eftir.
Fyrsti þriðjudagsrúntur var farinn þann 12.apríl og héldust þeir fram til 26.október og mætingar voru vonum framar. Skipulagningu og fjölda þriðjudagsrúnta mætti alveg ræða hér á eftir undir önnur mál.
Árleg hjóla skoðun var framkvæmd í samvinnun við félaga okkar Þröst Magnússon og Aðalskoðun. Að þessu sinni greiddi BMW umboðið fyrir skoðun hjólanna. En alls voru 26 hjól skoðuð. Þetta höfðinglega boð umboðsins á sér enga hliðstæðu svo ég viti. Takk fyrir okkur Eisi. Búið er að setja þann 29.apríl sem skoðunardag fyrir þetta ár.
Fyrsta maí keyrslan tókst vel að vanda þar mættu rúmlega þrjátíu félagar. Þessi árlegi viðburður Sniglanna markar upphaf sumarvertíðar okkar hjólamanna ár hvert.
Um miðjan maí var árleg gróðursetningarferð okkar í Mótorhjólaskóga sem upphaflega hófust 2013. En þar sýnum við getu okkar til að kolefnisjafna akstur okkar. Mæting þetta árið var vel viðunandi. Ég vil sérstaklega þakka Guðmundi Reykjalín fyrir höfðinglegar móttökur og þær veitingarnar sem hann bauð okkur uppá að loknu dagsverki. Árangur okkar í uppgræðslu Mótorhjólaskóga er okkur öllum til sóma og þessi ánægjulega samvinna við aðra mótorhjólaklúbba. Var þetta síðasta gróðursetningaferð okkar þar sem verkefninu er lokið með glæsibrag.
Sjálfkjörinn Öryggisfulltrúi okkar Guðmundur læknir og Hjörtur Líklegur stóðu fyrir akstursnámskeiði á Höfðanum þann 24.maí og vil ég þakka þeim fyrir þetta framtak.
Þann 7. október var haldin árleg októberfesti klúbbsins. Þar var hvert sæti setið og stemmningin góð.
Jólafundur var haldinn 15.desember þar mættu þar rúmlega 30 manns og þáðu veitingar.
Prentað jólakort var sent á alla félaga um miðjan desember. Að þessu sinni kom einn af okkar nýju félögum Guðni Þorbjörnsson eigandi af Artpro og gaf okkur prentunina og umslög. Þökk sé Guðna.
Einn félagi sagði mér að þetta hefði verð eina jólakortið sem hefði borist inná heimili hans. Við BMW menn erum íhaldssamir eins og forsetaembættið og sendum jólakort.
Í lok janúar héldum við mynda kvöld hér í þessu húsnæði Fornbílaklúbbsins en þar mættu þau Björgvin og Sylvia og sögðu okkur ferðasögu sína um Noreg en þau fóru alla leið á Nordkapp sem er draumur allra. Að því loknu var Einar Halldórsson með myndasýningu af ferð sinni um Indland. Þetta er eitthvað sem við mættum gera meira af.
Frá síðasta aðalfundi höfum við fundið viðunandi lausn í húsnæðismálum í samvinnu við Fornbílaklúbb Íslands, þá komum við til með að leigja aðstöðu hér hjá þeim eins og okkar hentar þar sem við getum haldið fundi og námskeið.
Þegar sest er niður og sýrsla stjórnar er rituð þá flettir maður gjarnan yfir Facebook síðu klúbbsins okkur þá sést að við höfum ekki setið auðum höndum þrátt fyrir allt.
En náttúrulega má alltaf gera betur.
Fyrirhuguð Spánar ferð tólf félaga til Aras de la Omos er á áætlun. Það kom mér að óvörum að það tæki aðeins fimm mínútur að fylla ferðina.
Hér á eftir verður kynning á ferð til Johannesarborgar þann 14.október en þar verður boðið uppá 16.sæti. Um er að ræða tveggja vikna ferð. Nú er bara að vera snöggur að bóka sig.
Umræða um Færeyjarferð dúkkar upp reglulega og vona ég að hún verði á þessu ári.
Ákveðið hefur verið að nota WhatsApp smáforritið til að sinna samskiptum okkar á milli í staðinn fyrir SMS skilaboðin sem við notuðum áður. Heiðar Þór Guðnason verður okkur til aðstoðar og sér um aðgangsstýringu.
Nú er að ljúka tíunda ári mínu sem formaður félagsins. Ekki það að ég hafi ekki gaman af þessu stússi en á meðan ég hef stuðning ykkar og heilsu er ég tilbúinn að taka slaginn. En munið það hér á eftir þegar kemur að kosningu að þið eruð að kjósa ellilífeyrisþega sem formann.

Takk fyrir að fá að vera í liði með ykkur.

Skýrsla ferðanefndar
Sigurður Villi Stefánsson formaður ferðanefndar flutti skýrslu ferðanefndar.
Þriðjudsagsrúntarnir voru á sínum stað og fínasta þatttaka í þeim.
Ferðasumarið 2022 var með nokkuð hefðbundnum hætti.
1. Maí akstur og landgræðsluferðin voru á sínum stað í maímánuði.
Árleg hringferð um landið var farin um hvítasunnuhelgina og var mjög góð þátttaka þetta árið.
Hin árlega Þakgilsferð var þetta árið farin á Snæfellsnes og gist á Hótel Langaholti.
Þrjár laugardagsferðir voru farnar, um Kaldadal/Húsafell, Landmannalaugar og loks ferð um Fjallabak Nyrðra.
l.
Stóra ferðin var farin um Norðurland með bækistöð á Bakkaflöt í Skagafirði.
Ferðanefndin þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku í ferðum sumarsins.

Reikningar félagsins
Einar Halldórsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
2 lagabreytingartillögur voru lagðar fram.

Lagt er til að 8. grein breytist sem hér segir:
2. Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar
Verður:
2. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar

Lagt til að 13. grein breytist sem hér segir:
Lagt er til að breyta dagafjölda sem þarf til að senda lagabreytingartillögur til stjórnar úr 16 dögum
fyrir aðalfund í 7 daga og fella út ákvæði um að senda þurfi lagabreytingartillögur með
aðalfundarboði sem sent er 14 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

Báðar tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um að félagsgjald verði óbreytt, kr. 8.000,- fyrir starfsárið 2023 var samþykkt.

Kosning stjórnar og formanns.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Guðmundur Reykjalín og Heiðar Þór Guðnason voru kjörnir í aðalstjórn og Aðalsteinn Jörundsson og Sigurður Villi Stefánsson voru kjörnir varamenn í stjórn
Hermann Halldórsson og Eiríkur Bragason vor kosnir í ferðanefnd.
Endurskoðandi var kjörinn Guðmundur Guðmundsson

Önnur mál
Rætt um námskeiðshald, skyndihjálparnámskeið og öryggisnámskeið.

Fundi slitið kl 20:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari.


Aðalfundur 2022

Fundurinn er haldinn þann 22. febrúar 2022 á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ of hófst kl 19:30

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Guðmundsson yrði fundarstjóri og Björgvin Arnar Björgvinsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2021 flutti Guðmundur Ragnarsson formaður
Kæru félagar. Í ár verður klúbburinn okkar fimmtán ára en hann var stofnaður árið 2007 þann 14. júní.
Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði B&L sem stefndi þá á innflutning á mótorhjólum samhliða bílainnflutningi. Um þetta leyti var mikill hugur í mönnum en þegar á reyndi, þá varð þessi draumur að engu. Kreppan 2008 sá til þess. Um þessar mundir var mótorhjólaleigan Biking Víking að flytja inn Triumph hjól en þeir greindu það fljótt að betra væri að selja BMW og náðu þeir í umboðið undir merkjum Reykjavík Mótor Center og hefur RMC siðan annast okkur BMW eigendur. Þegar klúbburinn var stofnaður voru félagar um tuttugu talsins en okkur hefur fjölgað mikið siðan.
Stjórnin hélt sinn fyrsta fund að loknum aðalfundi og skipti stjórnin með sér verkum Björgvin Arnar Björgvinsson var kosinn ritari og Einar Halldórsson gjaldkeri en auk þeirra eru Guðmundur Reykjalín og Heiðar Þór Guðnason í aðalstjórn. Varamenn eru þeir Jökull Úlfsson og Aðalsteinn Rúnar Jörundsson.
Stjórmin hefur haldið átta fundi á tímabilinu. Samstarf við ferðanefnd hefur verð einstaklega gott en þar hefur Sigurður Villi verið formaður og unnið frábært starf með þeim Hermanni Halldórssyni og Hirti L Jónssyni. Farið verður yfir ferðir ferðanefndar hér á eftir.
Allt okkar starf síðasta árið hefur einkennst af Covid faraldrinum og þeim boðum og bönnum sem hafa fylgt pestinni og er það von allra að henni sé nú loks að ljúka.
Fyrsti þriðjudagsrúntur var farinn þann 13.apríl og héldust þeir fram í lok september mæting var vonum framar.
Fyrsta maí keyrslan tókst vel að vanda þar mættu rúmlega þrjátíu félagar. Þessi árlegi viðburður Sniglanna markar upphaf sumarvertíðar okkar.
Árleg hjólaskoðun okkar var haldin þann 8. maí hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði hjá Þresti Magnússyni félaga okkar. Mun hann taka aftur á móti okkur laugardaginn 30.apríl næstkomandi.
Um miðjan maí var árleg gróðusetningarferð okkar í Mótorhjólaskóga sem upphaflega hófst 2012. En þar sínum við getu okkar til að kolefnisjafna akstur okkar. Mæting þetta árið var viðunandi en gjarnan mættu fleirri mæta. Ég vil sérstaklega þakka Guðmundi Reykjalín fyrir höfðinglegar móttökur og þær veitingarnar sem hann bauð okkur uppá að lokinni gróðursetningu. Árangur okkar í uppgræðslu Mótorhjólaskóga er okkur öllum til fyrirmyndar og þessi ánægjulega samvinna við aðra mótorhjólaklúbba.
Sjálfkjörinn Öryggisfulltrúi okkar Guðmundur læknir og Hjörtur Líklegur stóðu fyrir akstursnámskeiði við Laugardalshöllina þann 18. mai og vil ég þakka þeim fyrir þetta framtak.
Í byrjun júni var haldið myndakvöld hér í Ölveri og var boðið uppá veitingar og frumsýnd var stuttmynd af ferð okkar frá Hvitasunnu-hringferð okkar. En auk þerrar myndar voru sýndar eldri myndir af starfi okkar á liðnum árum.
Þann 8. október tókst okkur að halda árlega Októberfest klúbbsins. Þar var hvert sæti setið og skemmtu gestir sér prýðilega.
Um miðjan nóvember tókst loks að halda myndasýningu frá Suður Afríku ferð klúbbsins sem farin var með Þýska GS klúbbnum í febrúar 2020 . Þar sýndi Skúli Skulason okkur frábært myndefni frá þeim félögum og þökk sé þeim.
Frá síðasta aðalfundi höfum við verið að leita að viðunandi lausn í húsnæðismálum og er hún loks fundin. Í samvinnu við Fornbílaklúbb Íslands þá komum við til með að leigja aðstöðu hjá þeim einn þriðjudag í mánuði allt árið um kring þar sem við getum haldið fundi og námskeið.
Þegar sest er niður og sýrsla stjórnar er rituð þá flettir maður gjarnan yfir facebook síðu klúbbsins okkur þá sést að við höfum ekki sitið auðum höndum þrátt fyrir heimsfaraldur.
En náttúrulega má alltaf gera betur.
Eitt mál vil ég taka undir önnur mál hér á eftir það er hvort við breytum boðunarkerfi okkar yfir í WhatsApp eða eitthvað annað App. Sýnist mér að allir félagar hafi eignast smartsíma.
Nú er að ljúka níunda ári mínu sem formaður félagsins ég hef leitað logandi ljósi að eftirmanni en án árangurs. Ekki það að ég hafi ekki gaman af þessu stússi en á meðan ég hef stuðning ykkar og heilsu er ég tilbúinn að taka slaginn. En á næsta ári er ég komin á ellilaunaaldur og þá er komið að þvi að þið finnið nýjan formann.
Takk fyrir að fá að starfa með ykkur.

Skýrsla ferðanefndar
Sigurður Villi Stefánsson formaður ferðanefndar flutti skýrslu ferðanefndar.
Þriðjudsagsrúntarnir voru á sínum stað og fínasta þatttaka í þeim.
Ferðasumarið 2021 var með nokkuð hefðbundnum hætti þrátt fyrir Covid faraldur.
1. Maí akstur og landgræðsluferðin voru á sínum stað í maímánuði.
Árleg hringferð um landið var farin um hvítasunnuhelgina og var mjög góð þátttaka þetta árið.
Hin árlega Þakgilsferð var þetta árið farin á Kirkjubæjarklaustur en með dagsferð í Þakgil. Fín ferð í góðu veðri.
Þrjár laugardagsferðir voru farnar, um Reykjanes, Landmannalaugar og nágrenni og svo Arnarvatnsheiði og Haukadalsheiði..
Stóra ferðin var skipulögð um Austurlandið og tókst vel til, en síðustu 2 ár hefur þurft að færa ferðina annað vegna veðurs.
Ferðanefndin þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku í ferðum sumarsins.

Reikningar félagsins
Einar Halldórsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
Engar lagabreytingartillögur bárust innan tilskilins frests.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um að hækka félagsgjald um 500 krónur, í kr. 8.000,- fyrir starfsárið 2022 var samþykkt.

Kosning stjórnar og formanns.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Einar Halldórsson og Björgvin Arnar Björgvinsson voru kjörnir í aðalstjórn og Jökull H. Úlfsson kjörinn varamaður í stjórn
Hermann Halldórsson og Hjörtur L. Jónsson vor kosnir í ferðanefnd.
Endurskoðandi var kjörinn Guðmundur Guðmunsson

Önnur mál
Rætt um með hvaða hætti ákjósanlegast væri að hafa samskipti við félagsmenn.
Lagt til að skoða notkun á snjallforritum eins og t.d. WhatsApp eða einhverju sambærilegu.
Stjórn klúbbsins var falið að koma með tillögu að lausn.

Fundi slitið kl 20:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari.


Aðalfundur 2021

Fundurinn er haldinn þann 23. mars 2021 að Eirhöfða 11 kl 20:00

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020 flutti Guðmundur Ragnarsson formaður
Kæru félagar.  Þetta er fjórtándi aðalfundur okkar.  Síðasta starfsár hefur einkennst af Covid 19 veirunni, fjöldatakmörkunum og samkomubanni.  Þessi veira hefur gjörbreytt starfi klúbbsins síðasta starfsár.  Þrátt fyrir breyttar aðstæður hefur fjöldi félaga haldist stöðugur.  Að loknum síðasta aðalfundi skipti stjórnin með sér verkum; Páll Kári var kosinn ritari og Einar Halldórsson gjaldkeri.  Aðrir í stjórn eru Björgvin Arnar Björgvinsson og Guðlaugur Þórðarson, varamenn eru Guðmundur Reykjalín og Heiðar Þór Guðnason.  Formaður ferðanefndar er skipaður er af stjórn félagsins var kosinn Skúli Skúlason, en með honum störfuðu þeir Jökull Úlfsson og Sigurður Villi Stefánsson.
Þriðjudagsrúntar hófust í lok apríl og stóðu fram í október og gengu bærilega.
Okkar árlega gróðursetningarferð tókst vel að vanda, mæting var sú besta sem við hófum séð hingað til.  Samstarf okkar um Mótorhjólaskóga hófst árið 2011 og með þessu framtaki erum við að kolefnisjafna akstur okkar. Árangur er bæði ánægjulegur og sýnilegur.
Öryggis og akstursnámskeið var haldið á æfingasvæði Njáls Gunnlaugssonar ökukennara í Hafnarfirði um miðjan maí, alls mættu yfir þrjátíu félagar.  Eins og flestir vita var Njáll fyrsti formaður félagsins og frumkvöðull að stofnun félagsins. Njáll hafi bestu þakkir fyrir velvilja í okkar garð.
Ferðir félagsins hafa ekki verið fjölmennari frá upphafi.  Frábær ferðanefnd sem hagað hefur seglum eftir vindi og á bestu þakkir skildar.  En Skúli fer nánar yfir störf Ferðanefndar hér á eftir.
Margir viðburðir svo sem Októberfest, jólahittingur og fræðslufundir hafa allir fallið niður þetta árið vegna veirunnar en í staðinn er fjárhagsleg staða klúbbsins góð eins þið munið sjá í skýrslu gjaldkera hér á eftir.
Á síðasta ári fóru nokkrir félagar til Suður Afríku með Þýska GS klúbbnum og gekk sú ferð vel.  Við eigum örugglega eftir að eyða einni kvöldstund í myndasýningu og frásögn þeirra sem fóru í þessa ferð þegar aðstæður leyfa.
Húsnæðismál félagsins frá upphafi hafa einkennst af því að vera frífarþegar og um leið vil ég þakka Guðmundi Reykjalín fyrir að hafa skotið yfir okkur skjólshúsi síðustu ár eða frá því að RMC flutti úr Bolholti.
Ný stjórn klúbbsins þarf að finna lausna á því hvernig við leysum húsnæðismál félagsins í náinni framtíð, ágætt væri að taka þetta undir önnur mál hér á eftir.
Nú er ég að ljúka áttunda árinu sem formaður félagsins og hef náð því að sigla lygnan sjó allan þennan tíma með stuðningi ykkar allra. Þegar það var ljóst að tveir stjórnarmenn vildu leggjast í dvala tók ég þá ákvörðun að taka eitt ár í viðbót fái ég stuðning ykkar hér á eftir.  Því fátt er meira gefandi en að starfa með ykkur.
Takk fyrir að vera félagi í þessum góða hópi BMW mótorhjólamanna.

Skýrsla ferðanefndar
Skúli K. Skúlason formaður ferðanefndar flutti skýrslu ferðanefndar.
Ferðasumarið 2020 var með nokkuð hefðbundnum hætti þrátt fyrir Covid faraldur.  1. Maí akstur var þó felldur niður en landgræðsluferðin var á sínum stað um miðjan maímánuð.  Árleg hringferð um landið var farin um hvítasunnuhelgina og var mjög góð þátttaka þetta árið.  Hin árlega Þakgilsferð var enn eitt árið ekki farin í Þakgil heldur var var gist í Árnesi og ekið um uppsveitir Árnessýslu.
Þrjár laugardagsferðir voru farnar, um Mýrar og Snæfellsnes, Kaldadal og Húsafell og loks dagsferð um Fjallabak Nyrðra.
Stóra ferðin var skipulögð um Austurlandið en vegna veður þurfti að breyta henni annað árið í röð og var hún ferin á Vestfirðina.  Gist var í Heydal í Mjóafirði og í Breiðuvík og ekið um Vestfirði þvera og endilanga.
Ferðanefndin þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku í ferðum sumarsins.

Reikningar félagsins
Einar Halldórsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
Engar lagabreytingartillögur bárust innan tilskilins frests.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald – kr. 7.500,- fyrir starfsárið 2021 var samþykkt.

Kosning stjórnar og formanns.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Guðmundur Reykjalín og Heiðar Þór Guðnason voru kjörnir í aðalstjórn og Aðalsteinn Jörundsson og Jökull H. Úlfsson kjörnir sem varamenn í stjórn.
Hermann Halldórsson og Hjörtur L. Jónsson vor kosnir í ferðanefnd.
Endurskoðandi var kjörinn Guðmundur Guðmunsson

Önnur mál
Rætt um húsnæðis mál félagsins sem og um ferðir komandi sumars.

Fundi slitið kl 21:30
Páll Kári Pálsson

Aðalfundur  2020

Fundurinn er haldinn þann 18. febrúar 2020 að Fiskislóð 45N klukkan 19.00 stundvíslega.

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2019 flutti Guðmundur Ragnarsson formaður
Kæru félagar þetta er þrettándi aðalfundur félagsins.Á síðasta starfsári greiddu 111. félagar árgjald en árið áður voru þeir 96. Þessi fjölgun er ákaflega ánægjuleg og sannar það að við erum að gera eitthvað rétt. Á síðasta starfsári skipti stjórnin með sér verkum og var Páll Kári kosinn ritari félagsins og Einar Halldórsson gjaldkeri en aðrir í stjórn eru Guðlaugur Þórðarson og Björgvin Arnar Björgvinsson. Í varastjórn eru Guðmundur Reykjalín og Sigurður Sveinmarsson. Stjórnin valdi Jökul Úlfsson í ferðanefnd en þar voru fyrir þeir Jón Emil og Sigurður Villi. Jón Emil tók að sér formennsku nefndarinnar.
Ferðanefndin hélt fund hjá Arion banka og kynnti metnaðarfulla dagskrá fyrir ferðaárið sem formaður ferðanefndar fer yfir í skýrslu ferðanefndar hér á eftir.
Þegar ég skoðaði facebook síðu félagsins sá ég að starf félagsins hafði verið nokkuð líflegt. Margir þættir eru í föstum skorðum ár eftir ár.
Þar vil ég sérstaklega nefna árlega landgræðsluferð okkar í Mótorhjólaskóga sem er okkar hlutur í margumtalaðri kolefnisjöfnun. Félögum sem taka þatt í þessar ferð hefur fjölgað á hverju ári og er það ánægjlulegt.
Við fengum Kristján Gíslason til að halda námskeið í notkun farsíma sem leiðsögutæki.
Guðmundur Bjarnason kom og kláraði part tvö í ferðasögu sinni um heiminn.
Við Örn Svavarsson sögðu frá ferðalagi okkar til Íran.
Þessir fundir áttu það allir sameiginlegt að mæting á þá var ótrúlega góð.
Ennfremur var októberfest og svo jólafundur sem við héldum hjá BL umboðsmanni BMW bíla á Íslandi voru vel sóttir.
Eftir tvo daga fara sjö félagar til Suður Afríku með Þýska BMW GS klúbbnum í tveggja vikna ferð. Þetta er í annað skipti sem okkur bíðst að ferðast með þessum glæsilega velskipulagða klúbbi sem óperusöngvarinn Haukur Páll stjórnar. Fyrir ári þá fórum við 16.félagar til Marokkó með þeim og er sú ferð algjörlega ógleymanleg. Öll skipulagning þeirra er uppá punkt og kommu eins og allt sem kemur frá Bayern.
Ég vil þakka sérstaklega Guðmundi Reykjalín fyrir að skjóta yfir okkur skjólshúsi hér á Fiskislóðinni .
Nú er ég að ljúka sjöunda ári sem formaður félagsins. Það hefur hvarflað að mér að þið séuð búnir að fá nóg af mér.
Ég hef rætt þetta við stjórnina og hefur hún óskað etir því að ég gefi kost á mér eitt ár til viðbótar sem ég geri með glöðu geði fái ég brautargengi ykkar hér á eftir.
Takk fyrir mig og fá að vera hluti af þessum einstaka klúbbi.

Skýrsla ferðanefndar
Guðmundur Ragnarsson flutti skýrslu ferðanefndar í fjarveru Jóns Emil Halldórssonar, formanns ferðanefndar.
Ferðasumarið hófst á 1. maí hópkeyrslunni og landgræðsluferðin var á sínum stað.
Í lok maí var svo farin hringferð um landið sem tókst með stakri prýði.
Hin árlega Þakgilsferð sem hefur reyndar ekki verið í Þakgili undanfarin ár var farin um Vestfirði étta árið með bækistöð á Flókalundi.
Tvær laugardagsferðir voru farnar, út á Snæfellsnes og um Skorradal og Kaldadal.
Til stóð að Stóra ferðin yrði farin um Austurland en vegna slæmra veðurskilyrða var henni breytt með stuttum fyrirvara þannig að hún var farin um Vesturlandið í staðinn
Bækistöð var sett upp á Húsafelli og eknar dagsferðir m.a. um Fellsströnd og Skarðsströnd ásamt ferðar yfir Arnarvatnsheiði.
Vel heppnuð ferð þrátt fyrir breytingu með stuttum fyrirvara.
Formannsferð að hausti var gerð að formannsferð ferðanefndar þar sem ekið var upp í Miðdal, framhjá Hlöðufelli að skálanum Karlaríki þar sem grillað var og gist. Síða var Skjaldbreiðarvegur ekinn til austur og áfram upp í Kerlingarfjöll þaðan sem ekið var svo niður Hrunamannaafrétt í Tungufell.
Ferðanefndin þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku í ferðum sumarsins.

Reikningar félagsins
Einar Halldórsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
Engar lagabreyingartillögur bárust innan tilskilins frests.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald – kr. 7.500,- fyrir starfsárið 2020 var samþykkt.

Kosning stjórnar og formanns.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Björgvin A. Björgvinsson og Einar Halldórsson voru kjörnir í aðalstjórn og Heiðar Þór Guðnason kjörinn sem varamaður í stjórn.

Tveir félagar, Jökull Úlfsson og Sigurður V. Stefánsson voru kjörnir í ferðanefnd og mun stjórnin tilnefna formann á fyrsta fundi sínum.
Ragnar Guðmundsson var kjörinn endurskoðandi.

Önnur mál
Almennt rætt um ferðir, tryggingamál og fleira.
BMW klúbburinn þakkar RMC fyrir veitta þjónustu og aðstoð við klúbbinn og Guðmundi Reykjalín fyrir aðstöðu undir fundahald klúbbsins.

Fundi slitið klukkan 20:30
Páll Kári Pálsson, ritari.


Aðalfundur  2019

Fundurinn er haldinn þann 19. febrúar 2019 að Fiskislóð 45N klukkan 19.00 stundvíslega.

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2018 flutti Guðmundur Ragnarsson formaður
Kæru félagar þetta er tólfti aðalfundur félagsins. Stjórnin hélt átta stjórnarfundi á timabilinu.
Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum, Einar Halldórsson var kosinn gjaldkeri og Páll Kári Pálsson var kosinn ritari, aðrir í stjórn eru Guðlaugur Þórðarson og Björgvin Arnar Björgvinsson.   Í varastjórn eru þeir Sigurður Sveinmarsson og Guðmundur Reykjalín.
Starfsemi klubbsins var með hefðbundnum hætti. Fyrsta verk okkar er að kjósa formann ferðanefndar og var Gulli málari kosinn af stjórninni til að hafa verkstjórn ferðanefndar með þeim Jóni Emil og Sigurði Villa Stefánssyni.
Fyrsti fundur ferðanefndar var haldinn um miðjan marz. Þar voru kynntar ferðir ársins en Guðlaugur Þórðarson formaður ferðanefndar mun fara yfir ferðir sumarsins í skýrslu sinni hér á eftir. Sextán félagar fóru til Marakkó í skjóli BMW GS mótorhjólaklúbbsins í Munchen. Stóð ferðin yfir í sautján daga og tókst vel í alla staði. Vil ég þakka Hauki Páli Haraldssyni sérstaklega fyrir að hafa tekið á móti okkur og aðtoða okkur við alla skipulagningu ferðarinnar frá upphafi til enda.
Þriðjudagsrúntar tókust ágætlega en rigning og rok settu stundum strik í reikninginn.
Árleg landgræðsluferð okkar í Hekluskóga var farin í lok maí. Mæting í þessa ferð var bara nokkuð góð þetta árið. Dreifðum við 500 kg. af áburði og settum niður nokkur hundruðm plöntur. Eftir öll þessi ár erum við farnir að sjá árangur.
Í júnímánuði hélt Guðmundur Björnsson akstursnámskeið sem hófst á planinu við Korputorg og endaði í gryfjunum í Mosfellssveit. Tókst þetta allt vel og vonast ég til að öryggis- og akstursnámskeið verði haldin strax í upphafi vertíðar á þessu ári. Felagið hefur keypt 30 cm háar aksturskeilur sem nota á við þessar æfingar. Ennfremur er hægt að lána félögum keilurnar vilji þeir æfa sig uppá eigin spýtur.
Árleg Oktoberfest klúbbsins var haldin að vanda á Veitingastaðnum Við Höfnina. Þar mættu 35 félagar. Tókst hún vel að vanda. Hef ég þegar látið taka frá salinn föstudaginn 4. október næstkomandi, en eins og öllum er kunnugt þá er Oktoberfestin uppskeruhátíð okkar.
Í lok oktober kom Herbert Schwars stofnandi Touratech og sagði okkur sögu sína í máli og myndum. Saga Herberts er öllum þeim sem á hlýddu enn í fersku minni. Herbert var aðalfrumherji í hönnun og framleiðslu á aukahlutum fyrir BMW GS hjól . Í dag starfar hann sem ritstjóri hjá Tourfharen sem er eitt virtasta mótorhjólaferðablað í evrópu.
Árlegur jólafundur var haldinn í þriðja skipti og var mæting góð. Ég vil þakka Sigurði Sveinmarssyni félaga okkar og fyrirtæki hans Víntríó fyrir frábæran bjór rautt og hvítt. Ennfremur vil ég þakka Arnþóri Pálssyni eiganda Sóma fyrir aðrar veitingar í hófinu.
Síðasti fundur var haldinn hér fyrir hálfum mánuði með Heimsfaranum Guðmundi Bjarnasyni sem ferðaðist um heiminn meira en 80þ km. Frásögn Guðmundar spannaði einungis helming ferðarinnar. Vonast ég til Guðmundur komi aftur til okkar á næstunni og klári ferðasögu sína.
Fjöldi greiddra félaga hefur staðið í stað frá síðasta ári eða alls 96.
Nú er sjötta ári mínu sem formanns að ljúka. Hef ég ákveðið að taka slaginn áram eitt kjörtímabil fái ég umboð ykkar á eftir.
Ég vil gjarnan taka umræðu undir önnur mál um húsnæðismál okkar í náinni framtíð.
Takk fyrir mig og að fá að vera hluti af BMW samfélaginu.

Skýrsla ferðanefndar
Guðlaugur Þórðarson formaður ferðanefndar fór yfir ferðir ársins sem allar tókust með prýði.
Ferðasumarið hófst með 1. maí keyrslu á vegum Sniglanna.
Hringferð um landið á þjóðvegi 1 var farin á vordögum og var góð þátttaka í þeirri ferð. Gist var á Hala í Suðursveit og Fosshóteli á Mývatni
Dagsferðir á laugardögum voru 2 talsins:
9. júní 2018 – Dagsferð um Mýrarnar
28. júlí 2018 – Uppsveitir Hrunamannhrepps
Einnig stóð til að fara í helgarferðir til Vestmannaeyja, í Jökulheima og á Strandir en þær ferðir féllu niður vegna óhagstæðra veðurskilyrða.
Þakgilsferðin er fastur liður í starfi klúbbsins. Þetta árið var ferðin með breyttu sniði en hún var farin 29. júní til 1. júlí á Bjarkalund í Reykhólasveit. Í ferðinni var farin dagsferð um sunnanverða Vestfirði, í Kvígindisfjörð og í Skálmarnesmúla. Ennfremur var farið um Kollafjarðar- og Þorskafjarðarheiðar

Stóra ferðin var svo farin 16-19. ágúst um Stór-Eyjafjarðarsvæðið með bækistöð á Hrafnagili. Í ferðinni voru farnar dagsferðir m.a. upp á háldendið sunnan Eyjafjarðar og niður Bárðardal. Einnig var farið um Möðrudal, að Dettifossi og fleira. Stóra ferðin í ár þótti takast með miklum ágætum.

Reikningar félagsins
Einar Halldórsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
Engar lagabreyingartillögur bárust innan tilskilins frests.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald – kr. 7.500,- fyrir starfsárið 2019 var samþykkt.

Kosning stjórnar og formanns.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Guðlaugur Þórðarson og Páll Kári Pálsson voru kjörnir í aðalstjórn og Guðmundur Reykjalín kjörinn sem varamaður í stjórn.
Tveir félagar, Jón Emil Halldórsson og Sigurður V. Stefánsson voru kjörnir í ferðanefnd og mun stjórnin tilnefna formann á fyrsta fundi sínum.
Ragnar Guðmundsson var kjörinn endurskoðandi.

Önnur mál
Arngrímur Hermannsson sagði frá því að hann sótti aðalfund þýska BMW klúbbsins og bar félagsmönnum góðar kveðjur frá þeim.
Eyþór Örlygsson frá RMC greindi frá því að fyrirtækið sé að flytja starfsemi þess í Flatahraun í Hafnarfirði. Opnun á nýjum stað verður tilkynnt þegar nær degur.
Björgvin Arnar Björgvinsson skýrði frá vefsíðu og internetmálum klúbbsins. Þar kom fram að klúbburinn er með vefsíðuna bmwhjol.is ásamt því að vera með opinbera Facebook síðu. Jafnframt hafa þeir félagar kost á því að skrá sig í lokaðan Facebook hóp.
Rætt um halda öryggis og akstursnámskeið við fyrsta tækifæri. Guðmundur Björnsson öryggisfulltrúi klúbbsins mun taka það mál að sér.
GPS og leiðsögumál voru rædd og mun Kristján Gíslason taka að sér að halda námskeið í notkun leiðsögukerfa fyrir félagsmenn.
Almennt rætt um ferðir, tryggingamál og fleira.

BMW klúbburinn þakkar RMC og Eyþóri Örlygssyni fyrir veitta þjónustu og aðstoð við klúbbinn.

Fundi slitið klukkan 20:30
Páll Kári Pálsson, ritari.


Aðalfundur  2018

Fundurinn er haldinn þann 27. febrúar 2018 í húsnæði RMC í Bolholti klukkan 19.00 stundvíslega.

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar flutti Guðmundur Ragnarsson formaður
Þetta er ellefti aðalfundur félagsins. Stjórnin hélt átta stjórnarfundi á tímabilinu og var mæting stjórnarmanna var til fyrirmyndar.
Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum, Guðmundur Traustason var kosinn gjaldkeri og Páll Kári ritari, aðrir í stjórn eru þeir Guðlaugur Þórðarson og Einar Halldórsson meðstjórnendur.
Í varastjórn eru þeir Guðmundur Reykjalín og Björgvin Björgvinsson
Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að hefja undirbúning fyrir 10 ára afmæli klúbbsins auk móttöku á félögum okkar frá BMW GS klúbbnum frá Munchen sem við höfðum boðið með okkur í stóru ferðina í ágúst.
Fyrsti fundur ársins var fundur ferðanefndar.  Þar kynnti ferðanefndin mjög metnaðarfulla dagskrá sem gekk frábærlega vel.  Einar Halldórsson formaður ferðanefndar mun fara yfir ferðir síðasta sumars í skýrslu sinni. Þetta árið sluppum við frá öllum meiriháttar óhöppum.  Guðmundur Björnsson sjáfskipaður öryggisfulltrúi okkar hélt skyndihjálparnámskeið með Þóri Tryggvasyni skyndihjálparleiðbeinanda í lok apríl.  Námskeiðið var vel sótt og var aðal þema þess endurlífgun og frágangur  á sárum og hvernig nota ætti spelkur.  Skyndihjáparnámskeið ættu að vera fastur fastur þáttur í starfi okkar eins og akstursnámskeið.
Fyrsti þriðjudagsrúnturinn var farinn í lok apríl.  Þessir rúntar gengu vel, auk þess voru laugardagsferðirnar vinsælar.  Fyrsta maí keyrsla félagsins er orðinn fastur liður í starfi okkar í samstarfi við Sniglana.
Árleg landgræðsluferð í Hekluskóga var farin um miðjan maí.  Sú breyting á þetta árið að að alls mættu fjórtán félagar og er það besta mæting frá upphafi.  Dreifðum við 500 kg. af áburði og gróðursettum nokkurhundruð plöntur.  Veitingar voru í boði klúbbsins í Háfjallamiðstöðinni að Hrauneyjum.  Það er von mín að þessi hópur eigi eftir að stækka í náinni framtíð.
Afmælishátíð klúbbsins var haldin um miðjan júní í frábæru veðri í þjóðgarðinum á Þingvöllum.  Grillvagninn sá um allar veitingar og ekki verður annað sagt en að það hafi verið skemmtilegt að halda uppá afmælið á helgasta stað lands og þjóðar.
Félagar okkar frá Munchen mættu um miðjan ágúst og hittumst við í Búðardal þar sem við tókum á móti þeim. Þarna hófst stóra ferðin 2017.  Alls taldi halarófan 55 BMW hjól sem lögðu þarna af stað í einu um Vestfirði. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð og vil ég þakka öllum þeim sem tóku þátt í ferðinni og skipulögðu hana. Afrakstur þessarar ferðar er einstaklega ánægjuleg viðkynningu við félaga okkar frá Þýskalandi.  Í framhaldi af ferðinni buðu þeir okkur okkur með í ferð þeirra til Marokkó núna í apríl.  Alls taka fjórtán félagar þátt í þeirri ferð og komust færri að en vildu.
Októberfest klúbbsins klikkaði ekki að vanda.  Þetta er hápunktur í skemmtanalífi klúbbsins,  34 félagar mættu og er það nýtt met.  Veitingarstaðurinn Við Höfnina er orðinn fastur punktur í lífi okkar þar fáum við alveg einstaka þjónustu frábæran mat á hagstæðu verði.  Upp á einsdæmi hef ég látið taka salinn frá fyrir næstu októberfest föstudaginn 5. október klukkan 19:00.
Árlegur jólafundur var haldinn í annað sinn og var mæting til fyrirmyndar.  Ég vil sérstaklega þakka Sigurði Sveinmarssyni og fyrirtæki hans Vintríó fyrir frábæra bjór og vínkynningu.
Félögum  hefur fjölgað milli ára um 15.  Alls greiddu 96 félagar félagsgjöldin 2017.  Þar sem er af þessu ári hafa tveir nýjar félagar bæst í hópinnn.  Engin kona er í hóp félagsmanna.  Ekki get ég gefið neina skýringu á því aðra en að prógramm félagsins sé of karlvænt.
Tillaga að lagabreytingu frá Hólmari Svanssynin varðandi félagsgjöld utanbæjarmanna.   Eina sem ég get sagt varðandi það er að félagið var stofnað i Reykjavík  fyrir alla landsmenn.  Og um það verður kosið hér á eftir.
Stjórnarkjör verður hér á eftir, engin framboð hafa borist og sýnist mér að stjórnarkjörið hér á eftir taki skamman stund.Fyrir átta árum var Guðmundur Traustason kosinn í stjórn félagsins og var hann í upphafi formaður ferðanefndar.  Hann var fljótur að breyta RT hjóli sínu í Adventure hjól þar sem hann gerði sér grein fyrir að götuhjól væri ekki hentugt fyrir formann ferðanefndar.  Þegar Axel fór úr stjórn fyrir sex árum var Guðmundur Traustason sjálfkjörinn gjaldkeri, engum var betur treystandi fyrir fjársjóði félagsins.  Hann gefur ekki kost á sér í stjórn.  Ég þakka honum fyrir öll þau störf sem honum hafa  verið falin af stjórn félagsins og hann hefur leyst með glæsibrag.
Á síðasta aðalfundi nefndi ég það að þetta væri  fimmta kjörtímabil mitt sem formaður.  Ég er nú samt tibúinn taka slaginn eitt ár til fái ég stuðning ykkar hér á eftir.
Ég vil þakka eigendum og starfsmönnum RMC þó sérstaklega Eyþóri fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir okkur.
Takk fyrir að fá að vera hluti af BMW hjólasamfélaginu.

Skýrsla ferðanefndar
Einar Halldórsson formaður ferðanefndar fór yfir ferðir ársins sem allar tókust með prýði.Ferðasumarið hófst með 1. maí keyrslu á vegum Sniglanna.Hringferð um landið á þjóðvegi 1 var farin 26.-28. maí og var góð þátttaka í þeirri ferð.  Gist var á Akueyri og fyrir utan Höfn í Honafirði.
Dagsferðir á laugardögum voru 3 talsins:
• 10. júní 2017  – Afmælishátíð á Þingvöllum
• 15. júlí 2017 – Dagsferð um Vesturland, Húsafell og Kaldadal
• 2. September 2017 – Dagsferð Fjallabak – Heklurætur
Einnig stóð til að fara í helgarferð í Jökulheima 16. – 17. september en þeirri ferð var frestað vegna inköllunar á BMW R1200 GS hjólum vegna galla í framdempurum.
Þakgilsferðin er fastur liður í starfi klúbbsins og var farin helgina 30. júní – 2. júlí og tókst með miklum ágætum.  Í ferðinni var m.a. farið í dagsferð í Lakagíga.
Stóra ferðin var svo farin 17-20. ágúst um Vestfirði ásamt þýska BMW GS klúbbnum.  Hópurinn hittist á Búðardal en áður hafði þýski klúbburinn ekið um Snæfellsnes og víðar.  Hópurinn sem taldi um 55 BMW hjól ók svo sem leið liggur til Tálknafjarðar þar sem gist var.  Næsta dag lá leiðin til Ísafjarðar, m.a. um Kjaransbraut fyrir Svalvoga. Eftir næsturgistingu á Ísafirði var haldið um Ísafjarðardjúp alla leið norður á strandir þar sem tjöldum var slegið upp á tjaldstæðinu á Norðurfirði.  Loks lá leiðin svo suður á bóginn, leiðir skildu á Staðarskála þar sem þýski klúbburinn hélt norður í land en við ókum til Reyjavíkur.  Þetta var almennt vel heppnuð ferð og allir þátttakendur ánægðir með góða helgi.

Reikningar félagsins
Guðmundur Traustason gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
Ein lagabreytingartillaga barst fjá Hólmari Svanssyni:
11 gr. Árgjald
Árgjald skal innheimt einu sinni á ári. Árgjaldið skal innheimt eftir aðalfund sem ákveður upphæðina fyrir yfirstandandi ár. Hver sem gengur í klúbbinn, borgar fullt árgjald, hvenær ársins sem hann gengur í klúbbinn.
verði svohljóðandi eftir breytingu:
11 gr. Árgjald
Árgjald skal innheimt einu sinni á ári. Árgjaldið skal innheimt eftir aðalfund sem ákveður upphæðina fyrir yfirstandandi ár. Árgjald er tvískipt annars vegar fullt árgjald fyrir félagsmenn búsetta í sveitarfélögum innan 100km fjarlægðar frá miðborg Reykjavíkur. Aðrir félagsmenn búsettir í öðrum sveitarfélögum eða erlendis borgi hálft árgjald en enda er þeim síður mögulegt að taka þátt í uppákomum klúbbsins. Hver sem gengur í klúbbinn borgar samsvarandi fullt árgjald, hvenær ársins sem hann gengur í klúbbinn.
Tillagan var felld.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald – kr. 7.500,-  fyrir starfsárið 2018 var samþykkt.

Kosning stjórnar
Kosning stjórnar og formanns. Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður. Björgvin Arnar Björgvinsson og Einar Halldórsson voru kjörnir í aðalstjórn og Sigurður Sveinmarsson kjörinn sem varamaður í stjórn.
Tveir félagar, Jón Emil Halldórsson og Sigurður V. Stefánsson voru kjörnir í ferðanefnd og mun stjórnin tilnefna formann á fyrsta fundi sínum.
Ragnar Guðmundsson var kjörinn endurskoðandi.

Önnur mál
Rætt um halda öryggis og akstursnámskeið við fyrsta tækifæri.  Guðmundur Björnsson öryggisfulltrúi klúbbsins mun taka það mál að sér.Almennt rætt um ferðir og fleira.
BMW klúbburinn þakkar RMC og Eyþóri Örlygssyni fyrir veitta þjónustu og aðstoð við klúbbinn.

Fundi slitið klukkan 20:00
Páll Kári Pálsson, ritari.


Aðalfundur  2017
Fundurinn er haldinn þann 15. febrúar 2017 í húsnæði RMC í Bolholti klukkan 20.00 stundvíslega.

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar flutti Guðmundur Ragnarsson formaður

Þetta er tíundi aðalfundur félagsins.  Stjórnin hélt sex stjórnarfundi á tímabilinu og mæting stjórnarmanna á stjórnarfundi var mjög góð.  Á fyrsta fundi sínum skipti stjórnin með sér verkum, Guðmundur Traustason var kosinn gjaldkeri og Páll Kári Pálsson ritari.  Aðrir í stjórn eru þeir Guðlaugur Þórðarson og Einar Halldórsson meðstjórnendur.
Í varastjórn eru þeir Guðmundur Reykjalín og Björgvin Björgvinsson en Björgvin hefur haft veg og vanda af Facebook og heimasíðu klúbbsins.  Björgvin hefur verið haukur í horni með margvísleg önnur verkefni og hefur hann þökk fyrir það.
Með fyrstu verkum nýkjörinnar stjórnar var að skoða  kaup á kamínu og fortjaldi fyrir til þess að bæta við samkomutjald klúbbsins fyrir Stóru ferðina.
Það lá ljóst fyrir að Guðmundur Traustason væri sjálfskipaður í þessi viðskipti fyrir okkar hönd og  hann kláraði þau með sóma.  Kostnaðurinn var um 100 þúsund krónur.
Fyrsti fundur ársins var á vegum ferðanefndar.  Þar kynnti nefndin mjög metnaðarfulla dagskrá sem gekk frábærlega vel upp.  Einar Halldórsson formaður nefndarinnar fer yfir ferðir síðasta sumars í skýrslu sinni hér á eftir.  Þetta árið urðu engin teljandi óhöpp.  Ekki vil ég skrifa það á að akstursnámskeiði var frestað vegna veðurs og utanlandsferða okkar ástsæla sjálfskipaða Öryggisfulltrúa.  En að öllu gamni slepptu munum við halda skyndihjálpar og akstursnámskeið nú í vor.  Öll vitum við að það er aldrei of varlega farið.
Fyrsti þriðjudagsrúnturinn var í lok apríl.  Þessir rúntar gengu vel, auk þess voru laugardagsferðirnar vinsælar.  Fyrsta maí keyrsla félagsins er orðinn fastur liður í samstarfi við Sniglana.
Árleg landgræðsluferð í Hekluskóga var farin um miðjan maí.  Eins og venjulega mættir harðasti kjarni klúbbsins eða alls tíu félagar og er það besta mæting frá upphafi.  Dreift var 500 kg. af áburði og gróðursettar nokkur hundruð plöntur.  Veitingar voru í boði klúbbsins í Háfjallamiðstöðinni að Hrauneyjum.  Ég vona að fleirri félagar sjái sér fært að mæta nú í vor.
Októberfest klúbbsins klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.  Alls mættu 30 félagar.  Þetta er hápunktur í skemmtanalífi klúbbsins.  Veitingarstaðurinn Við Höfnina er orðinn fastur punktur.  Þar fáum við alveg einstaka þjónustu og frábæran mat á hagstæðu verði.  Upp á einsdæmi hef ég látið taka salinn frá fyrir næstu Októberfest föstudaginn 6.október 2017.
Í byrjun nóvember kom Guðmundur Björnsson á fund.  Hann tók þátt í Madagascar ferðalagi Touratech “United People Of Adventure”.  Guðmundur sýndi okkur  frábærar ljósmyndir  og myndbönd af svaðilförum ferðalagsins og svaraði fyrirspurnum.  Ég þakka Guðmundi enn og aftur fyrir þennan glæsilega fund.
Í ár var haldinn jólafundur í fyrsta skipti og  mæting var til fyrirmyndar.  Sérstakar þakkir vil ég færa Sigurði Sveinmarssyni og fyrirtæki hans VÍN-TRÍÓ fyrir frábæra bjór og vínkynningu.  Þetta verður vonandi fastur liður í dagskrá klúbbins framvegis.
Félögum sem greiddu félagsgjöld hefur fækkað á milli ára um tvo.  Alls greiddi 81 félagi félagsgjöld ár árinu 2016.  Það sem af þessu ári hafa tveir nýjar félagar bæst í hópinn.  Engin kona er lengur félagsmaður.  Ekki get ég gefið haldbæra skýringu á því aðra en að prógram félagsins sé of karlvænt. Félagsstarf GS girls sem stofnað var í fyrra hefur ekki verið áberandi svo vitað sé.
Samkvæmt fundarboðinu og dagskrá fundarins eru lagðar til lagabreytingar. Breytingarnar hafa verið lengi í deiglunni og felst í því að skerpa á reglum um kjörgengi í félaginu.  Ég mæli með því að þær verði samþykktar.
Í ár verða tíu ár liðin frá stofnun félagsins.  Ég legg til að haldið verði uppá afmælið með eftirminnilegum hætti.  Við ræðum þetta undi liðnum önnur mál hér á eftir.
Stóra ferðin á þessu ári verður öðruvísi.  Ástæðan er að  BMW GS Klúbburinn frá Munchen ætlar að slást í för með okkur í tvo daga.  Þetta mun vonandi opna okkur leiðir og kynna okkur fyrir Þýskum félögum.
Á síðasta aðalfundi nefndi ég að þetta væri fjórða kjörtímabil mitt sem formaður.  Ég er nú samt tibúinn að taka slaginn eitt ár til fái ég stuðning ykkar hér á eftir.

Ég vil þakka eigendum og starfsmönnum RMC en þó sérstaklega Eyþóri fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir okkur.  Takk fyrir að fá að vera hluti af BMW hjólasamfélaginu.

Skýrsla ferðanefndar
Einar Halldórsson formaður ferðanefndar fór yfir ferðir ársins sem allar tókust með prýði.
Ferðasumarið hófst með 1. maí keyrslu á vegum Sniglanna.
Dagsferðir á laugardögum voru 5 talsins:
•    28. maí 2016          – Dagsferð Reykjanes
•    11. júní 2016         – Dagsferð Dalasýsla og nágrenni
•    9. júlí 2016         – Dagsferð Uxahryggir – Skjaldbreiðarvegur
•    27. ágúst 2016         – Dagsferð Landmanalaugar
•    10. september 2016    – Dagsferð Snæfellsnes

Þakgilsferðin er fastur liður í starfi klúbbsins og var farin helgina 24-26 júní og tókst með miklum ágætum.
Stóra ferðin var svo farin 11-15. ágúst um norðurland.  Bækistöð var á Bakkaflöt í Skagafirði og eknar dagsferðir m.a.út fyrir Tröllaskaga, Blöndulón og nágrenni með viðkomu og skoðunarferð um Blönduvirkjun svo eitthvað sé nefnt.  Þetta var almennt vel heppnuð ferð og allir þátttakendur ánægðir með góða helgi.

Reikningar félagsins
Guðmundur Traustason gjaldkeri kynnti reikninga félagsins fyrir síðasta starfsár. Afkoman var góð síðasta ár og jákvæð innstæða á bankareikningi um áramót.

Lagabreytingar
Stjórn BMW Mótorhjólaklúbbsins lagði til eftirfarandi lagabreytingar:

4. gr. Stjórn og verkaskipting stjórnarmanna
Á eftir málsgreininni “Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi” kemur eftirfarandi málsgrein:
“Framboðum til stjórnar skal skilað til sitjandi stjórnar eigi síðar en 16 dögum fyrir auglýstan aðalfund og skulu þau birt í aðalfundarboði”

6. gr. Nefndir
Málsgreinin “Nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum hver og skal hver nefnd skipa/kjósa einn fulltrúa sem er tengiliður við stjórn og er sá jafnframt formaður nefndarinnar” breytist þannig: “Nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum hver, tveir skulu kosnir á aðalfundi og stjórn skipar einn fulltrúa og er sá jafnframt formaður nefndarinnar”

Báðar lagabreytingarnar voru samþykktar samhljóða

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald – kr. 7.500,-  fyrir starfsárið 2017 var samþykkt.

Kosning stjórnar
Kosning stjórnar og formanns.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Páll Kári Pálsson og Guðlaugur Þórðarson voru endurkjörnir í aðalstjórn og Guðmundur Reykjalín endurkjörinn sem varamaður í stjórn.

Tveir félagar, Björgvin Arnar Björgvinsson og Jón Emil Halldórsson voru kjörnir í ferðanefnd og mun stjórnin tilnefna formann á fyrsta fundi sínum.

Ragnar Guðmundsson var kjörinn endurskoðandi.

Önnur mál
Formaður greindi frá því að BMW Mótorhjólaklúbburinn verður tíu ára þann 14. júní n.k. og lagði fram tillögu um skipan afmælisnefndar sem myndi hafa það hlutverk að sjá um hátíðahöld af því tilefni.
Ragnar Sigðurðsson var kjörinn formaður nefndarinnar og mun nefndin að öðru leyti vera skipuð sjálfboðaliðum úr klúbbstarfinu.

Einn klúbbmeðlinur, Gísli Jón Þórðarson náði þeim merka áfanga þann 17. júlí s.l. að aka BMW mótorhjóli sínu 100.000 kílómetra.  Hjólið keypti hann nýtt árið 2008.  Fomaður hélt stutta tölu af því tilefni og afhenti Gísla forláta BMW R1200 GS Adventure mótorhjól frá LEGO.

BMW klúbburinn þakkar RMC og Eyþóri Örlygssyni fyrir veitta þjónustu og aðstoð við klúbbinn.

Fundi slitið klukkan 21.30
Páll Kári Pálsson, ritari.


Aðalfundur  2016
Fundurinn er haldinn þann 23. febrúar 2016 í húsnæði RMC í Bolholti klukkan 20.00 stundvíslega.

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar flutti Guðmundur Ragnarsson formaður.  Stjórnin hélt sex stjórnarfundi á árinu.  Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum . Guðmundur Traustason var kosinn gjaldkeri og Páll Kári Pálsson var kosinn ritari. Aðrir í stjórn eru Guðlaugur Þórðarson og Ragnar Sigurðsson meðstjórnendur. Í varastjórn eru þeir Guðmundur Reykjalín og Einar Halldórsson.  Björgvin A. Björgvinsson sá um vefinn og tölvumál klúbbsins.
Eitt af fyrstu verkum stjórnar var að skoða kaup á samkomutjaldi, borðum og stólum.  Eftir nákvæma skoðun var ákveðið að kaupa stóla hjá Rúmfatalagernum og samkomutjald og borð hjá Cebelas í Bandaríkjunum.
Uppsetning á tjaldinu var prófuð á lóð Bandaríska sendiráðsins við Engjateig og síðan notað með góðum árangri í Þakgilsferðinni sem og í Stóru ferðinni.
Fyrsti almenni félagsfundur starfsársins var mynda- og ferðasaga bræðranna Sverris og Einars Þorsteinssona um Suður-Ameríku.  Næst var fundur ferðanefndar þar sem ferðaáætlun sumarsins var kynnt.  Veitingastjórinn Ragnar Sigurðsson töfraði fram grillaðar pyslur og súrkál að hætti þýskra.
Í byrjun apríl var ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson fenginn til þess að halda námskeið fyrir félgasmenn í grunnatriðum ljósmyndunar sem var vel lukkað.
Fyrsti þriðjudagsrúntur ársins var farinn þann 5. maí og gengu ágætlega framan af sumri en þátttaka dalaði í byrjun júlí en komst aftur í gang eftir stóru ferðina.  Það er von stjórnar að þriðjudagsrúntarnir haldi velli og hugsanlega mætti skoða einhverjar breytingar til þess að tryggja að svo verði.
Árleg landgræðsluferð klúbbsins í Hekluskóga var farin í byrjun maí, þar sem harðasti kjarni klúbbsins mætti og gróðursetti plöntur ásamt því að dreifa um 500 kílóum af áburði.  Veitingar voru svo í boði klúbbsins í Háfjallamiðstöðinni í Hrauneyjum.
Árlegt aksturnámskeið var haldið í lok maí og báru þeir Guðmundur Björnsson, Birgir Bjarnason og Eyþór Örlygsson hitann og þungann af því námskeiði.  Vonast er til að slíkt námskeið verði fastur liður í starfi klúbbsins í framtíðinni.
Októberfest klúbbsins klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.  Veitingastaðurinn Við Höfnina er orðinn fastur punktur í starfi klúbbsins og hefur staðurinn nú þegar verið tekinn frá fyrir októberfest 2016 þann 7. október n.k.
Um miðjan nóvember mætti Inga Birna Erlingsdóttir á fund hjá klúbbnum og sagði frá þátttöku sinni í undankeppni BMW GS Trophy þar sem 10 konur víðsvegar úr heiminum öttu kappi um 3 laus sæti í nýju alþjóðlegu kvennaliði sem mun taka þátt í aðalkeppni GS Trophy.  Inga Birna hafnaði í 5. sæti sem er frábær árangur.
Í janúar kom Kristján Gíslason með ferðasögu sína í máli og myndum, en Kristján ferðaðist einn síns liðs umhverfis jörðina á  rúmum10 mánuðum og ók ríflega 48.000 kílómetra á BMW F800 GS Adventure mótorhjóli sínu.
Í lok síðasta árs auglýsti aukahlutaframleiðandinn Touratech eftir þátttakendum í verkefni unir nafninu „United People of Adventure“.  Alls bárust um tvöhundruð umsóknir frá sex heimsálfum og síðan voru valdir tveir þátttakendur frá hverri heimsálfu sem síðar verður fækkað niður í einn.  Svo merkilega vildi til að sem tveir fulltrúar Evrópu völdust þau Guðmundur Björnsson og Inga Birna Erlingsdóttir og munu þau halda af stað til Þýskalands og etja kappi um vera fulltrúi Evrópu í verkefninu.  BMW klúbburinn óskar þeim góðs gengis.

Félögum hefur fjölgað um tólf á milli ára og greiddu 83 félagar árgjaldið í ár.

Skýrsla ferðanefndar
Einar Halldórsson formaður ferðanefndar fór yfir ferðir ársins sem allar tókust með prýði.
Ferðasumarið hófst með 1. maí keyrslu á vegum Sniglanna.
Dagsferðir á laugardögum voru 5 talsins:
•    30/5  Snæfellsnes
•    13/6  Uppsveitir Rangárvallasýslu
•    18/7  Vesturland
•    29/8  Kerlingarfjöll
•    12/9  Suðurnes
Þakgilsferðin er fastur liður í starfi klúbbsins og var farin helgina 4-7 júlí og tókst með miklum ágætum.  Nýja samkomutjaldið kom sterkt inn.
Stóra ferðin var svo farin 13-17. ágúst um Norð-Austurland.  Bækistöðvar voru á Húsavík og eknar dagsferðir m.a. um Þeistareykjasvæðið, Langanes og út á Font svo eitthvað sé nefnt.  Þetta var fjölmennasta ferð á vegum klúbbsins og almennt vel heppnuð ferð.
Tvö óhöpp settu því miður svip sinn á sumarið og minnir okkur á að aldrei er of varlega farið.

Reikningar félagsins
Formaður félagsins kynnti reikninga félagsins í forföllum gjaldkera. Afkoma ársins var neikvæð að þessu sinni sem skýrist af kaupum á tjaldi og tengdum búnaði.  Staða bankareiknings í árslok er jákvæð, þökk sé hagnaði fyrri ára.

Lagabreytingar
Engar lagabreytingar bárust stjórninni fyrir tilskilin tímamörk.

Ákvörðun um félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald – kr. 7.000,-  fyrir starfsárið 2016 var samþykkt.

Kosning stjórnar
Kosning stjórnar og formanns. Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkjörinn sem formaður.
Guðmundur Traustason var endurkjörinn í aðalstjórn ásamt Einari Halldórssyni. Björgvin Arnar Björgvinsson var kjörinn varamaður í stjórn.
Tveir félagar, þau Inga Birna Erlingsdóttir og Einar Halldórsson voru kjörin í ferðanefnd og mun stjórnin tilnefna formann á fyrsta fundi sínum.
Ragnar Guðmundsson var kjörinn endurskoðandi.

Önnur mál
Rætt um þriðjudagsrúnta og hvort ekki væri mögulegt að hafa dagskrá sumarins að einhverju leyti tilbúna fyrirfram.  Jafnframt voru öryggismál ofarlega á baugi og rætt um að stilla hraða í hóf.  Hugsanlega standa fyrir einhvers konar byrjendaferð.
Formaður minntist einnig að á einhverjir félagar hafi verið að mæta í RMC á laugardögum milli 12 og 14 til að fá sé kaffisopa og ræða málin.  Hvatti hann alla félaga til að mæta ættu þeir þess kost.

BMW klúbburinn þakkar RMC og Eyþóri Örlygssyni fyrir veitta þjónustu og aðstoð við klúbbinn.

Fundi slitið klukkan 21.07
Páll Kári Pálsson, ritari.


Aðalfundur  2015

Fundurinn er haldinn þann 17. febrúar 2015 að Fiskislóð 45N klukkan 20.00 stundvíslega.

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna. Alls eru mættir 23.félagar.
Formaður stakk uppá að Guðmundur Björnsson yrði fundarstjóri og að Páll Kári Pálsson ritari.  Var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Skýrslu stjórnar flutti Guðmundur Ragnarsson formaður.  Alls hélt stjórnin sex stjórnarfundi á árinu.  Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum . Guðmundur Traustason var kosinn formaður og Páll Kári Pálsson var kosinn ritari. Aðrir í stjórn eru Guðlaugur Þórðarson og Ragnar Sigurðsson meðstjórnendur. Í varastjórn eru þeir Guðmundur Reykjalín og Einar Halldórsson.  Óskar Torfi Viggósson sá um vefinn og tölvumál klúbbsins. Fyrsta verk stjórnar ar að undirbúa fund um öryggismál en það verkefni tók Guðmundur Björnsson læknir að sér, hann fékk Svein Theodórsson ökukennara í lið me sér. Alls mættu 50. manns á þetta námskeið sem haldið var í samvinnu með HOG félögum. En er þetta fjölmennasti fundur sem við höfum staðið fyrir hingað til.

Ferðanefnd boðaði til fyrsta fundar um miðjan marz þar mættu alls 31. félagi. Þar voru ferðir ársins skipulagðar og mun Einar Halldórsson formaður ferðanefnda fara yfir þær hér á eftir.Ferðir ársins tókust með ágætum að undaskildu óhappi í vestfjarðartúrnum þar sem einn félagi handleggsbrotnaði. Guðmundur Traustason hélt kortanámskeið en þar mættu 21. félagi og sá Ragnar Sigurðsson um veitingar þar að vanda. 1.mai keyrsla Sniglanna var að vanda inná dagskrá okkar en þar mættu alls 15.félagar. Í byrjun mai mánaðr tóku þrír félagar að sér að halda akstursnámskeið og er það von mín að námskeið í þessum anda verði haldið á hverju vori héðan í frá. Þetta voru þeir Gummi læknir Biggi ökukennari og Eyþór Örlygsson sem eiga heiðurinn af þessu glæsilega framtaki.  Árleg landgræðsluferð klúbbsins var farin um miðjan mai. En eins og venjulega mætti þar harðasti hópur félagsmanna og dreyfði 500kg. af áburði. Að því loknu var boðið uppá veitingar í Háfjallamiðstöðinni við Hrauneyjar. Þarna mættu sjö félagar og er það ósk mín að við tvöföldum þennan hóp í vor.

Árleg októberfest klúbbsins var haldin fyrsta föstudag október að vanda. Þar mættu 25. félagar og skemmtu sér fram yfir miðnætti.Formaðurinn vildi þakka RMC fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt klúbbnum með því að skaffa okkur aðstöðu til fundarhalda og ókaði hann þeim til hamingju með nýju aðstöðuna í Bolholti 4.

Skýrsla ferðanefndar
Einar Halldórsson formaður ferðanefndar fór yfir ferðir ársins sem allar tókust með prýði.
Fyrsta ferð ársins var Sniglaferð þann 1. mai. Þann 17.mai var farið í skógræktarferð í Hekluskóga. Árleg ferð í Þakgil var farin í enda júní. Helgarferð um Kjöl að Grettislaug var farin 19.-20. júlí en þar kynntst menn rigningunni og vosbúðinni sem geta fylgt svona ferðum.Stæsta ferð ársins var farin 14.-18.ágúst var það ferð um Vestfirði þar sem allar heiðar kjálkanns voru prófaðar. Gert var út frá Hólmavík og voru allir sáttir við það. Alls tóu 25.félagar þátt í ferðinni. Alls voru eknir rúmir 47þkm í skipulögðum ferðum klúbbsins.
Þei félagar sem fengu viðurkenningu RMC fyrir mesta aksurinn voru í fysta sæti Guðmundur Traustason og í öðru sæti Einar Halldórsson.

Reikningar félagsins
Formaður félagsins kynnti reikninga félagsins í forföllum gjaldkera. Hagnaður var að rekstri félagsins.

Lagabreytingar
Lagabreytingar voru engar.

Ákvörðun um félagsgjöld
Samþykkt var að hækka félagsgjadið í 7.000 krónur.

Kosning stjórnar
Kosning stjórnar og formanns. Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkosinn sem formaður. Þeir Guðlaugur Þórðarson og Páll Kári voru endurkosnir í aðalstjórn. Guðmundur Reykjalín var endurkosinn varamaður í stjórn. Björgvin Björgvinsson var kosinn til að sjá um heimasíðuna okkar. Tveir félagar þeir Birgir Bjarnason og Guðmundur Árni Árnason voru kosnir í ferðanefnd og mun stjórnin tilnefna formann á fyrsta fundi sínum. Ragnar Guðmundsson var kosinn endurskoðandi.

Fundi slitið klukkan 21.20

Páll Kári Pálsson
Ritari.


Aðalfundur  2014

Fundurinn er haldinn að Kleppsvegi 152  þann 20.febrúar 2014

Fundur settur
Guðmundur Ragnarsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Alls eru mættir 25.félagsmenn.
Stungið var uppá Axel Eiríkssyni sem fundarstjóra og Páli Kára Pálssyni sem fundaritara var það einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar.
Skýrslu stjórnar futti Guðmundur Ragnarsson formaður. Alls voru haldnir sex stjórnarfundir á tímabilinu. Á fyrsta fundi stjórnar sipti hún með sér verkum.  Guðmundur Traustason var kosinn gjaldkeri og Páll Kári ritari.
Fyrsti fundur ársins var með Nepal faranum Geir Steinþórssyni sem sagði okkur frá ótrúlegri ferðasögu sinni frá Reykjavík til Nepal en hann endaði ferð sína í Kathmandu þann dag sem Geir Haarde bað Guð um að blessa Ísland.Alls mættu 22. félagar á þennan skemmtilega fund.  Í framhaldi af þessum fundi fengum við Halldór Theodórsson fjallaleiðsögumann til að halda kynningu á akstri yfir óbrúuð vatnsföll.  Ferðanefnd hélt fyrsta fund sumarsins um miðjan mai. Fimmtudagsrúntar gengu prýðilega og farnar voru margar skemmtilegar ferðir. Árleg ferð í Mótorhjólaskóga var 18.mai alls mættu sjö félagar þar. Er það von formannsins að fleiri verði þar þetta árið.  Oddur Eiríksson skyndihjálparkennari  sýndi okkur réttu tökin við skyndihjálp. Þökk sé honum. Alls mættu 40.manns en námskeiðið sem haldið var í samvinnu við HOG.  Októberfest klúbbsins klikkaði ekki frekar en venjulega. Alls mættu 22. félagar.
Berlínarferð þeirra Axel og Hilmars tókst með ágætum eða þar til Hilmar féll af baki og slasaðist.  Ekki er að sjá á Hilmari í dag að nokkuð hafi komið uppá. Ferðin um verksmiðjurnar
í Spandau mun seint gleymast þeim sem þar voru. Alls voru 14 í Berlínarferðinni.Á síðasta ári var samstarf okkar við BCEF aukið til muna  og vonast formaðurinn til að það skili félaginu miklu þegar fram líða stundir. Á síðasta ári greiddi 51. félagi félagsgjald á móti 43. árið áður.  Frá áramótum hefur fjölgað um sex félaga. Guðmundur þakkaði það traust sem honum var sýnt á síðasta aðalfundi. Hann þakkaði Eyþóri og RMC fyrir ánægjulegt samstarf.

Skýrsla ferðanefndar.
Í forföllum Gulla málara flutti Ragnar Sigurðsson skýrslu ferðanefnda. Ragnar fór yfir ferðir ársins. Fyrsta ferð ársins var skógræktarferð að Mótorhjólaskógum  við Sigöldu. Alls mættu þar sjö félagar. Næsta ferð var í Lakagíga og  þaðan í Þakgil og um Heklusvæðið og Þjórsárdalur  Alls eknir 821km og 15. félagar mættu.Stærsta ferð klúbbsins var Austfjarðartúrinn sem var 1900 km. langur og sextán félagar. Ekið var á fimmtudegi að Hrolllaugsstöðum þar sem var gist fyrstu nóttina síðan var sefnan tekon upp firðina og gist á Egilsstöðum í tvær nætur. Fjórði næturstaður var á Mývatni en þaðan var haldið til Reykjavíkur á mánudegi. Síðasta skipulagða ferð ársins var 14.september þá  var farið um Snæfellsnesið eknir voru 360km. og tíu félagar fóru í þá ferð.
Alls voru eknir 57.164km í skipulögðum ferðum. Í fyrstu þremur sætum voru Guðmundur Ragnarsson, Eyjólfur Ísfeld Eyjólfsson og Kristján Gíslason. Guðmundur Ragnarsson  sagði sig frá akstursverðlaunum þetta árið þar sem hann líur á skildu formanns að mæta alltaf. RMC veitti þeim Eyjólfi og Kristjáni  veglega inneignarnótu hjá RMC.

Reikningar félagsins.
Guðmundur Traustason gjaldker lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins.  Ragnar Guðmundsson hafði skoðað þá án athugasemda. Hagnaður var af rekstri félagsins.

Reikningar og skýrsla ferðanefndar voru einróma smþykktar.

Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar hafa borist stjórn félagsins.

Ákvörðun um félagsgjald.
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjald var samþykkt.  Árgjald skal vera 6000-krónur fyrir árið 2014.

Kosning stjórnar.
Guðmundur Ragnarsson var einróma endurkosinn formaður.
Guðmundur Traustason og Ragnar Sigurðsson voru endurkosnir í aðalstjórn.
Úr varastjórn gékk Theodór Kjartansson og í stað hans var Einar Halldórsson kosinn.
Netstjórnandi var kosinn Óskar Viggósson og verður hann stjórninni til hald og trausts.

Önnur mál.
Tillaga um að færa fimmtudagshitting yfir á þriðjudaga var einróma samþykkt.

Fundi slitið klukkan 21.05

Páll Kári Pálsson
Ritari


Aðalfundur 2013

Fundurinn er haldinn að Kleppsvegi 152 í húsnæði RMC ehf. þann 14.febrúar 2013.
Fundur settur
Hólmar Svansson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
26 félagsmenn voru mættir. Njáll Gunnlaugsson var kosinn fundarstjóri og Guðmundur Ragnarsson ritari.

Skýrsla stjórnar.
Hólmar flutti skýrslu stjórnar. Haldnir voru fimm formlegir stjórnarfundir á starfsárinu. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér störfum, Axel Eiríksson var skipaður gjaldkeri og Guðmundur Ragnarsson ritari. Ekki var ráðist í sérstaka markaðssókn á árinu. Fjögurtíu félagar greiidu félagsgjald á árinu sem er svipað og síðustu ár. Helsti viðburður félagsins var fimm ára afmæli félagsins sem haldið var þann 14. júní að Kleppsvegi 152 og tókst það einstaklega vel. Miðvikudags rúntar félagsins gengu ekki að óskum og er það verkefni fyrir næstu stjórn að leysa. Októberfest var haldin fyrsta föstudag í október en þar mættu 19. félagar þar sem árið var gert upp í máli og myndum. Hólmar sagðist sérstaklega ánægður með starf ferðanefndar og þakkaði henni sérstaklega fyrir gott starf.
Skýrsla ferðanefndar.
Guðmundur Traustason kynnti starfsemi nefndarinnar. Fyrsta ferð ársins var gróðursetningarferð að Mótorhjólaskógum í nágreni Sigöldu þar sem nokkrir klúbbar koma að skógrækt. Átta félagar mættu í þessa ferð, eknir voru 280km.
Næst var árleg ferð í Þakgil þann 19.júní ekið var þjóðveg #1 að Landvegamótum þar var tekinn vegur #26 í átt að Búrfelli.
Við Búrfell var ekið inná Landmannaleið og vegur #F225 ekinn að Landmannalaugum. Frá Landmannalaugum var ekin Fjallabaksleið nyðri #208 að þjóðvegi #1 og þaðan í Þakgil sem leið lág. Gist var í tjöldum og skálum. Grillveisla var haldin um kvöldið. Daginn eftir var haldið til Reykjavíkur. Alls tóku sjö félagar þátt í ferðinni og eknir voru 500km.
Stærsta ferð ársins var fimm daga ferð um Vestfirði. Ferðin hóst á fimmtudagskvöldi, ekið var að Bjarkalundi þar sem Gulli málari og Raggi tóku á móti mönnum með glæsilegu grillpartýi. Næsta dag var ekið um Barðaströnd með viðkomu á Rauðasandi og gist var á Bíldudal.
Á þriðja degi var stefnan tekin á Ísafjörð og ekið um Lokinhamra og endað á Hótel Eddu á Ísafirði. Næsta dag var stefnan tekin á Skálavíkog komið við á Bolafjalli. Sóðan var stefnan tekin á Hólmavík með viðkomu í Kaldalóni og Unaðsdal. Þegar komið var að Hrófá þar tók Örn Svavarsson á móti okkur af sýnum alkunna höfðingsskap. Sló Örn upp matarveislu og gistu allir hjá honum. Síðasa dag ferðarinnar var ekið sem leið lág norður Srandir alla leið í Ófeigsfjörð með viðkomu í Norðurfirði. Um kvöldið var ekið sem leið lá til Reykjavíkur.  Þrettán félagar tóku þátt í þessu ævintýri og sáu aldrei ský á himni.. Eknir vor 1700km.
Síðsta skipulagða ferð ársins var marg afboðuð Línuvegsferð klúbbsins. Farið var um Þingvelli sem leið lág framhjá Meyjarsæti að fjallvegi #F338 og ekið norðan við Skjaldbreið og komið niður á #F333 að Geysi í Haukadal. Þrír félagar mættu í þessa ferð og var hún 245km.
Skipulagðar ferðir klúbbsins voru alls fjórar og eknir voru 2725km.
RMC BMW umboðið veitti verðlaun fyrir bestu mætingu í ferðir ársins. Að þessu sinni fengu Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Sigurðsson vegleg verðlaun fyrir góða þáttöku.
Reikningar félagsins.
Axel Eiríksson gjaldkeri félagsins lagði fram reikninga félagsins sem Logi Guðjónsson skoðunarmaður hafði yfirfarið.
Smá tap var á rekstri félagsins, ástæðan er tap á fimm ára afmælisboli klúbbsins.
Reikningar og skýrsla stjórnar voru samþykkt einróma.
Lagabreytingar.
Engar tillögur hafa borist stjórn félagsins.
Ákvörðun um félagsgjald.
Tillaga stjórnar er að hækka árgjaldið í 6000kr. var samþykkt einróma.
Kosning stjórnar.
Hólmar Svansson og Axel Eiríksson gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Guðmundur Ragnarsson var einróma kosinn formaður.
Páll Kári Pálsson og Guðlaugur Þórðarson voru kosnir í aðalstjórn
Guðmundur Reykjalín í varastjórn.
Skoðunarmaður reikninga.
Ragnar Guðmundsson.

Ferðanefnd.
Guðlaugur Þórðarson formaður ,Ragnar Sigurðsson og Einar Halldórsson
Önnur mál.
Guðmundur Ragnarsson þakkaði stuðningin og vonaðist til að félagið mætti vaxa og dafna í náinni framtíð en það væri undir félögunum komið hvernig til tækist.
Axel Eiríksson þakkaði fyrir skemmtilega tíma og sagðist ekki vera hættur að hjóla.
Hólmar óskaði nýrri stjórn til hamingju og óskaði henni velferðar.
Fundi slitið kl 20.45
Guðmundur Ragnarsson
Ritari


Aðalfundur 2012
Fundurinn er haldinn að Langholtsvegi 111-113 Reykjavík.
Klukkan 20.00

Fundur settur.
Hólmar Svansson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Theódór Kjartansson var einróma kjörinn fundarstjóri og Guðmundur
Ragnarsson ritari.

Fundargerð aðalfundar 2011
Ritari las aðalfundargerð síðasta árs og var hún einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar.
Hólmar flutti skýrslu og stiklaði hann á stóru um starfsemi klúbbsins á
liðnu starfsári. Félögum hefur fjölgað um átta frá síðasta ári og væru
þeir nú 43 sem væri ánægjulegt á þessum tímum. Á fyrsta stjórnarfundinum skipti stjórnin með sér verkum, Axel var kosinn gjalkeri og Guðmundur Ragnarsson ritari.Stjórnin hélt fjóra stjórnarfundi á liðnu tímabili. Ekki var ráðist í markaðssókn á árinu en samt fjölgaði félögum sem segir okkur að við séum að gera eitthvað áhugavert fyrir félagsmenn. Fyrir utan skipulagðar ferðir hélt klúbburinn námskeið í skyndihjálp og viljum við sérstaklega þakka Oddi Eiríkssyni fyrir gott námskeið. Miðvikudags rúntar gengu prýðilega
fyrri part sumars. Stærsti viðburður klúbbsins var Októberfest sem er lokapunktur hjólavertíðarinnar. Að þessu sinni hittust 19.
félagar á veitingastaðnum “Við höfnina” þar sem árið var gert upp í máli og myndum. Þýzkur matur og bjór og enginn mætti á hjólum.
Vefsíða var að mestu óbreytt en að mestu notuð til samskipta og upplýsinga til félagsmanna og aðra áhugamanna.
Gengið var frá breytingu á merki félagsins í samræmi við Evrópu reglur BMW klúbba.

Skýrsla ferðanefndar.
Í fjarveru formanns ferðanefndar flutti Ragnar Sigurðsson skýrslu nefndarinnar. Klúbburinn stóð fyrir sex ferðum á liðnu ári.
Fyrsta ferðin var óskipulögð dagsferð þann 4.júní. Ferðin hófst á Höfðanum og var ekið um Hengilssvæðið og eftir gamla Kambaveginum og síðan Suðurstrandarvegur til Grindavíkur þar sem Jón Emil og Hermann tóku á móti okkur. Eftir veitingar var ekið eftir slóðum út á Reykjanes og síðan haldið heim.  Önnur ferð klúbbsins var hefðbundin ferð í Þakgil og tókst hún vel. Þriðja ferðin var Línuvegur en í þá ferð mættu aðeins tveir félagar, báðir á götuhjólum sem sannar það að öll BMW hjól eru GS hjól. Fjórða ferð ársins var hetjuferð Axels og Jóa frá Öndvarðarnesi að Dalartanga.
Axel sagði frá þessari hetjuferð þeirra sem tók heila viku og gekk mjög vel að sögn Axels. Fimmta ferð ársins var Þeystareykir og Norðausturhornið var þetta fjölmennasta ferð ársins farið var út á Font á Langanesi,ekið var um Þeystareykjarsvæðið í bakaleiðinni var ekið um Ásbyrgi Dettifoss og Mývatnssvæðið. Sjötta ferð ársins var Nýjársferð Njáls og Eyþórs. Ragnar þakkaði félagsmönnum fyrir gott samstarf á liðnu ári.

Umræða um skýrslu stjórnar.
Almenn ánægja er með SMS smáskilaboð og tölvupóstsendingar
félagsins. Þar sem Njáll hefur tekið að sér að skrifa grein um starfsemi klúbbsins fyrir Evrópska BMW Fréttablaðið óskaði hann
eftir því að félagar sendu sér línu og myndir úr ferðum ársins.
Skýrsla stjórnar og ferðanefndar samþykkt einróma.

Reikningar félagsins.
Axel Eiríksson gjaldkeri félagsins lagði fram reikninga félagsins sem
Logi Guðjónsson hafði yfirfarið. Alls greiddu 43.félagar árgjald og er fjárhagsstaða félagsins góð. Reikningarnir voru samþykktir samhljóma.

Lagabreytingar.
Engar tillögur hafa borist stjórn félagsins.

Ákvörðun um félagsgjald.
Tillaga um óbreytt félagsgjald krónur 5,500 var einróma samþykkt.

Kosning stjórnar.
Eyþór baðst undan endurkjöri
Hólmar Svansson var einróma endurkjörinn formaður.
Guðmundur Traustason og Ragnar Sigurðsson voru kosnir í aðalstjórn.
Páll Kári Pálsson og Thedór kjartansson í varastjórn.

Skoðunarmaður reikninga.
Logi Guðjónsson

Ferðanefnd.
Guðmundur Traustason, Gísli Jón Þórðarson og Hilmar Jónsson

Önnur mál.
Eyþór upplýsti menn um að nýtt BMW mótorhjólaumboð á Íslandi væri í burðarliðnum.
Hólmar kynnti verkefni Slóðavina um Mótorhjólaskóga var ákveðið vísa því máli til stjórnar.
Axel kynnti bók Jónasar Kristjánsson um reiðleiðir og voru menn misáhugasamir vegna deilna sem upp hafa koið á milli hjóla og hestamanna.
Hólmar þakkaði Eyþóri fyrir góð störf í þágu félagsins.

Fundi slitið kl.21.20

Guðmundur Ragnarsson
Ritari


Aðalfundur 2010

Fundurinn er haldinn að Langholtsvegi 109-111 Reykjavík þann 24 febrúar 2011 kl. 20:00

Fundur settur.
Hólmar Svansson formaður setti fundinn og bauð félaga velkomna.
Njáll Gunnlaugsson var kosinn fundarstjóri og Guðmundur Ragnarsson ritari. Á fundinn voru mættir 13 félagar.

Fundargerð aðalfundar 2010
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Hólmar flutti skýrslu stjórnar og stiklaði hann á stóru um starfsemi klúbbsins á liðnu starfsári. Á síðasta aðalfundi var ekki kosin ferðanefnd og tók Guðmundur Traustason að sér að leiða þá vinnu sem felst í skipulagningu ferða og tókst það ákaflega vel. Axel var kosinn gjaldkeri og Guðmundur Ragnarsson ritari. Stjórnin hélt alls sjö fundi á tímabilinu.

Markaðssókn
Keyptur var aðgang að upplýsingum um eigendur BMW mótorhjóla hjá Umferðarstofu og var þeim sent bréf og var þeim boðið að ganga í klúbbinn. Send voru út félagsskírteini til að staðfesta aðild að klúbbnum.

Viðburðir
Fyrir utan skipulagðar ferðir klúbbsins var ákveðið að standa fyrir nokkrum viðburðum þar má fyrst nefna BMW daginn þar sem boðið var upp á ferð um suðurnesin og uppá fiskrétt á kostnað klúbbsins í Grindavík og viljum við sérstaklega þakka þeim Hemma og Jóni Emil fyrir aðstoðina. Fimmtudagsrúntarnir voru misþétt eftir árstímum.
Októberfest klúbbsins tókst einstaklega vel og verður hún vonandi fastur þáttur í starfsemi klúbbsins í náinni framtíð.

Vefsíða
Erling lét af starfi umsjónarmanns síðunnar fljótlega eftir síðasta aðalfund og var þá ákveðið að stjórnin skipti þeim störfum á milli sín. Síðustu dagar hafa farið í uppfærslu og lagfæringar á síðunni.

Þjónusta við félagsmenn
Í tengslum við vefsíðuna og markaðssókn fórum við að leggja áherslu á betra upplýsingastreymi til félagsmanna en til þeirra sem voru á póstlista. SMS boðunarkerfi var komið upp og hefur það reynst vel.

Skýrsla ferðanefndar
Guðmundur Traustason flutti skýrslu um ferðir ársins kom þar fram að alls hefðu skipulagðar ferðir ársins verið sex og hefðu þær allar gengið mjög vel og slysalaust fyrir sig og þátttaka verið bærileg.

Umræða um skýrslu stjórnar
Njáll vildi benda sértaklega á 1.jan ferð klúbbsins og vildi hvetja fleiri til að mæta.

Reikningar félagsins
Axel Eiríksson gjaldkeri félagsins lagði fram reikninga félagsins sem Jón Örn skoðunarmaður hafði yfirfarið. Alls greiddu 35 félagsmenn árgjald í félaginu og er fjárhagsleg staða góð.
Reikningar félagsins voru samþykktir einróma.

Lagabreytingar
Engar lagabreytingar hafa borist stjórn félagsins.

Ákvörðun um félagsgjald
Tillaga kom um óbreytt félagsgjald 5.500 krónur og var það samþykkt einróma.

Kosning stjórnar
Hólmar Svansson var einróma endurkjörinn formaður.
Axel Eiríksson og Guðmundur Ragnarsson voru endurkosnir í stjórn.
Ragnar Sigurðsson og Theodór Kjartansson varamenn í stjórn.

Kosning ferðanefndar
Guðmundur Traustason, Ragnar Sigurðsson og Páll Kári Pálsson.

Kosning í skemmtinefnd
Njáll Gunnlaugsson og Jóhann Ásmundsson.

Skoðunarmaður reikninga
Logi Guðjónsson

Önnur mál:
Hólmar kynnti nýtt merki félagsins og var ákveðið að stjórn félagsins skoðaði nánari útfærslu á því.

Fundi slitið klukkan 22.00

Reykjavík 24.febrúar 2011
Guðmundur Ragnarsson ritari.


Aðalfundur BMW – Mótorhjólaklúbbsins á Íslandi var haldinn að Langholtsvegi 109-111

þann 4.mars 2010 kl.20:00
FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR
Fundur settur
Njáll formaður setti fundinn og bauð félaga velkomna.
Oddur Eiríksson var kosinn fundarstjóri og Guðmundur Ragnarsson ritari.
Mættir voru 16 félagar.

Fundargerð aðalfundar 2009
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún einróma samþykkt.

Skýrsla stjórnar
Njáll flutti skýrslu stjórnar og stiklaði þar á þar á stóru um ferðir klúbbsins
sem  allar tókust eintaklega vel og vildi hann sérstaklega þakka ferðanefndinni
fyrir vel unnin störf.  Njáll var ósáttur við að árleg haustgleði klúbbsins hafi verið
blásin af og kom með þá hugmynd að klúbburinn myndi halda glæsilega októberfest
að hætti Þjóðverja annan föstudag októbermánaðar þessa árs. Einnig fór Njáll
yfir samstarf við önnur BMW mótorhjólasamtök í Evrópu. Húsnæðismál og heimasíða
félagsins væru verkefni komandi stjórnar ef menn vildu einhverjar breytingar þar um.
En það sem stæði uppúr í félagsstarfinu væru hinar glæsilegu ferðir klúbbsins.
Og að félagsmenn mættu ekki gleyma því að hagsmunir félagsins stæðu
hagsmunum félagsmanna fremri.
Skýrsla stjórnar var einróma samþykkt.

Skýrslur nefnda
Ferðanefnd:
Hjörtur Stefánsson formaður ferðanefndar fór yfir starfsemi nefndarinnar.
Alls voru farnar 11.ferðir á vegum klúbbsins mis erfiðar og mis langar enn alls
voru eknir 5500 kílómetrar í þessum ferðum. Fundir nefndarinnar voru flestir
opnir öllum félagsmönnum og skiptu menn farararstjórn á milli sín og tókst
það ákaflega vel.

Skemmtinefnd:
Erling gerði grein fyrir störfum skemmtinefndar og voru það honum mikil vonbrigði hvað
fáir félagsmenn hefðu sýnt haustgleðinni áhuga að þessu sinni og hefði henni verið
aflýst á síðustu stundu þegar aðeins þrír eða fjórir almennir félagsmenn auk stjórnar
höfðu boðað komu sína. Erling tók vel undir hugmynd að Októberfest yrði haldin þann 8.október
næstkomandi.
Reikningar félagsins
Hjörtur Stefánsson gjaldkeri félagsins lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins
Skoðunarmaður reikninga Jón Örn Brynjarsson hafði samþykkt þá.
Staða félagins er góð og hefur kostnaður heimasíðu lækkað fimmfallt á tímabilinu.
Alls greiddu 44 félagsmenn félagsgjald á árin 2009.
Reikningar samþykktir samhljóma.

Lagabreytingar
Engar lagabreytingar hafa borist stjórn félagsins.

Ákvörðun um félagsgjald
Tillaga um óbreytt félagsgjald frá fráfarandi stjórn var samþykkt einróma.
Félagsgjald verður 5.500 kr.

Kosning stjórnar og nefnda
Stjórn:
Formaður félagsins var kosinn Hólmar Svansson til eins árs.
Meðstjórnendur voru kosnir þeir Eyþór Örlygsson og Guðmundur Traustason til tveggja ára.
Þeim Njáli Gunnlaugssyni og Hirti Stefánssyni sem gengu úr stjórn félagsins voru þökkuð
góð störf í þágu klúbbsins.

Kosning skoðunarmanns
Jón Örn Brynjarsson var einróma kosinn.

Kosning í ferðanefnd
Ákveðið var að ný stjórn myndi skipa í nýja nefnd.

Kosning í skemmtinefnd
Njáll Gunnlaugsson og Oddur Eiríksson voru einróma kosnir.

Vefnefnd
Erling E. Erlingsson var einróma kosinn.

Önnur mál
Hjörtur Stefánsson kvaddi sér hljóðs og hóf umræðu um Skotlandsferð nokkra BMW félaga.
Hjörtur var ósáttur með það hvernig staðið væri að ferðinni.
Hilmar Jónsson skipuleggjandi ferðar svaraði fyrir sig.

Reykjavík 04.03.2010
Guðmundur Ragnarsson ritari


Aðalfundur BMW-Mótorhjólaklúbbsins, þann 16. apríl 2009

FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR

A.      Fundarsetning
Njáll formaður setti fundinn og bauð menn velkomna. Axel Eiríksson
var kjörinn fundarstjóri. Ritari fundarinns var kjörinn Hólmar
Svansson í fjarveru ritara stjórnar. Mættir voru 22 félagar.

B.      Skýrsla stjórnar
Njáll flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starfsemi starfsársins,
fræðslu, ferðir og skemmtanir. Einnig fór Njáll yfir þróun mála í
samtökum BMW mótorhjólafélaga í Evrópu.

C.      Skýrslur nefnda
Ferðanefnd:
Hjörtur formaður ferðanefndar fór yfir ferðir sem farnar voru á vegum
klúbbsins. Alls voru 5 ferðir skipulagðar mislangar, miserfiðar og
misfjölmennar eins og gengur. Mest voru 15 í ferðum klúbbsins en
fæstir fóru 2. Einna stærsti viðburðurinn var Vestfjarðaferð sem var
farin í góðum hópi, lengst af í góðum gír en þó með óheppilegum
uppákomum tengdum fótabúnaði manna og hjóla.

Vefnefnd:
Hóf störf með miklum krafti í upphafi starfsárs en vegna ýmissa
samverkandi þátta, s.s.  forföllum lykilmanna og fleira lognaðist
nefndin út af án afgerandi niðurstaðna um viðkvæm mál s.s.
auglýsingamál á vef og fleira þess háttar.

Húsnæðisnefnd:
Óveruleg starfsemi.

Fjáröflunarnefnd:
Engar upplýsingar liggja fyrir

D.      Reikningar félagsins

Eyþór gjaldkeri lagði fyrir reikninga félagsins.

Samhliða reikningum var lögð fyrir skýrsla skoðunarmanns.

Umræður um reikningana og skýrslu fóru fram samhliða. Nokkrar
athugasemdir komu fram í skýrslunni og farið var yfir ástæður þeirra
vandamála til að mynda dráttarvaxtakostnaðar.

Umræður um form innheimtu félagsgjalda í samræmi við ábendingar
skoðunarmanns.

Umræður um haustgleði bæði hvað varðaði kostnað og tekjur.

Ákveðið var að vísa athugasemdum skoðunarmanns til stjórnar til
nánari úrvinnslu.

Ákveðið var að þátttökugjöld í Haustfagnað BMW mótorhjólaklúbbsins
verði í framtíðinni innheimt samhliða skráningu eða staðgreitt við
innganginn.

Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóða.

E.       Lagabreytingar
Fyrir fundinum lágu 9 tölusettar tillögur að lagabreytingum sem
sendar höfðu verið út samhliða boði á aðalfund.  Hilmar kynnti
tillögur hóps sem hafði verið falið að koma með tillögur að
lagabreytingum og stóð saman af Axel Eiríkssyni, Guðmundi Ragnarssyni
og Hilmari Jónssyni.

Tillaga 1 um 4. gr. Stjórn og verkaskipting stjórnarmanna
Fjallað um varamenn í stjórn.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 2 um 5. gr. Stjórn
Ný grein um stjórnarfundi eftir þörfum,  einnig í anda tíðarandans
gerð krafa um að fundargerðir skulu birtar á vef félagsins viku eftir
fund til að tryggja gagnsæið.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

Tillaga 3 um 6. gr. Nefndir
Ný grein um nefndir til að tryggja virka starfsemi.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 4 um 7. gr. Rekstur/umsýsla
Breytt grein um tíðni stjórnarfunda
Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 5 um 8. gr. Starfstímabil og aðalfundir
Breytt grein um tímasetningu aðalfundar og dagskrá aðalfundar. Var
það gert til þess að koma starfsemi félagsins í gang fyrr að vori
þegar skipuleggja þarf vertíðina.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 6 um 9. gr. Aukaaðalfundur
Grein um að hægt sé að halda aukaaðalfund ef ástæða er til.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 7 um 10. gr. Félagsfundir
Grein um boðun á félagsfundi.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 8 um 13. gr. Lagabreytingar
Grein um samræmi við tilfærslu aðalfundar.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 9 um 15. grein. Heimili og varnarþing
Grein um að heimilisfang klúbbsins fari ávallt saman við heimilisfang
formanns til að fyrirbyggja að póstur skili sér til stjórnarinnar.
Breytingar gerðar. Samþykkt samhljóða

F.       Ákvörðun árgjalds
Tillaga kom fram um að árgjald yrði hækkað um 250 kr. í 5500. kr.
Samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.

G.     Kosning stjórnar

Formaður: Njáll Gunnlaugsson

Aðalstjórn: Axel Eiríksson, Guðmundur Ragnarsson

Varastjórn: Hólmar Svansson, Vígsteinn Gíslason

Úr stjórn gengu Oddur Eírksson og Erling E. Erlingsson og voru þeim
þökkuð góð störf í þágu klúbbsins.

Skoðunarmaður reikninga var endurkjörinn Jón Örn Brynjarsson.

Ferðanefnd:
Hjörtur Stefánsson formaður, Guðmundur Traustason, Ólafur Þ.
Kjartansson, Logi Guðjónsson og Vígsteinn Gíslason.

Skemmtinefnd:
Ákveðið að stjórn myndi taka að sér hlutverk skemmtinefndar.

H.      Önnur mál:
Engin önnur mál.
Reykjavík 22.04.2009
Hólmar Svansson fundarritari.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑