FUNDARGERÐ
Fundur haldinn mánudaginn 6. mars kl 18:00 í Nesradíó
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Aðalsteinn Jörundsson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund. Kosning gjaldkera og ritara. Formaður lagði til að Einar Halldórsson yrði kosinn gjaldkeri og Björgvin Arnar Björgvinsson kosinn ritari. Það var samhljóða samþykkt.
Ákveðið að Hjörtur L. Jónsson verði tilnefndur af stjórn í ferðanefndina og verði formaður hennar.
Rætt um viðburði ársins eins og t.d. kynningur ferðanefndar, skyndihjálparnámskeið og fleira.
Ákveðið að ferðanefndin kynnir ferðir sumarsins á fundi þann 21. mars n.k.
Rætt um hvort hægt væri að hafa skyndihjálparnámskeið samhliða ferðanefndarkynningunni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn mánudaginn 27. febrúar kl 18:00 í Nesradíó
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Aðalsteinn Jörundsson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Undirbúningur fyrir aðalfundinn sem haldinn verður 28. febrúar í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar sem lögð verður fram á fundinum.
Ákveðið að óska eftir því við Guðmund Björnsson að sjá um fundarstjórn og að ritari stjórnar verði fundarritari
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn laugardaginn 7. janúar kl 10:00 að Ármúla 34
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Aðalsteinn Jörundsson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Rætt um starfið framundan á nýju ári.
Ákveðið að skoða möguleikann á því að halda myndakvöld og fá einhverja félagsmenn til að segja frá ferðum sínum. Stefnt verður á dagsetninguna 24. janúar.
Húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands stendur okkur til boða gegn vægi gjaldi og var ákveðið að klúbburinn muni nýta sér það þegar það hentar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn laugardaginn 12. nóvember kl 10:00 að Ármúla 34
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Aðalsteinn Jörundsson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Rætt um að halda jólafund og bjóða upp á léttar veitingar.
Ákveðið að hann verði haldinn fimmtudaginn 15. desember í húsnæði Nesradíó
Jólakort verða að venju send félagsmönnum fyrir jólin
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 7. september 2022 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Reykjalín, Heiðar Þór Guðnason og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Rætt um fyrirhugaða Októberfest sem haldin verður 7. október á Veitingastaðnum Höfninni
Guðmundur er í sambandi við vertinn á staðnum varðandi frekar i skipulagningu.
Ákveðið að halda verðlagningu óbreyttri.
Farið yfir næstu viðburði fram að áramótum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:45
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 3. ágúst 2022 kl 18:00 í Nesradíó.
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Heiðar Þór Guðnason og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Einnig voru mættir ferðanefndarmennirnir Sigurður Villi Stefánsson, Hermann Halldórsson og Hjörtur L. Jónsson.
Rætt um fyrirhugaða stóru ferð klúbbsins sem að þessu sinni verður farin til Skagafjarðar. Bækistöð ferðarinnar verður á Bakkaflöt og reiknað er með að gist verði í tjöldum en menn geti bókað sér gistingu ef menn kjósa.
Ferðanefndin er búin að teikna upp nokkrar dagsferðir sem farið verður í út frá Bakkaflöt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 9. júní 2022 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Aðalsteinn Jörundsson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Rætt um 15 ára afmæli klúbbsins sem verður þann 14. júní n.k.
Hringferðin heppnaðist í alla staði mjög vel og var vel sótt.
Rætt um næstu viðburði klúbbsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 29. mars 2022 kl 18:00 að Ármúla 34
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Aðalsteinn Jörundsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Einnig voru mættir ferðanefndarmennirnir Sigurður Villi Stefánsson, Hermann Halldórsson og Hjörtur L. Jónsson.
Rætt um fyrirhugaðar ferðir sumarsins og nánari ferðatilhögun hringferðarinnar sem farin verður 3-6 júní.
Ferðanefndin er búin að bóka gistingu á 3 stöðum. Úbúin auglýsing fyrir ferðina sem verður send á alla félagsmenn.
Rætt um þriðjudagsrúnta sumarsins og þá hugmynd að klúbbfélagar skipti á milli sín fararstjórn á þriðjudagsrúntunum. Vel tekið í þá hugmynd og útbúið verður skráningarblað þar sem menn munu geta skráð sig.
Ákveðið að halda opið hús næstkomandi laugardag þar sem ferðir sumarsins verða kynntar og málin rædd.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari.
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 26. febrúar 2022 kl 10:00 að Ármúla 34
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund. Kosning gjaldkera og ritara. Formaður lagði til að Einar Halldórsson yrði kosinn gjaldkeri og Björgvin Arnar Björgvinsson kosinn ritari. Það var samhljóða samþykkt.
Rætt um viðburði ársins eins og t.d. skyndihjálparnámskeið viðgerðarnámskeið og fleira.
Rætt um hjólaferðir erlendis og ákveðið að kanna undirtektir félagsmanna fyrir ferð á mótorhjólanámskeið í Hechlingen.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 12:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 19. febrúar 2022 kl 10:00 að Ármúla 34
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Efni fundarins:
Undirbúningur fyrir fyrirhugaðan aðalfund sem heldinn verður þriðjudaginn 22. febrúar á Ölveri.
Formanni falið að finna fundarstjóra og ákveðið að ritari klúbbsins taki að sér að rita fundargerð.
Rætt um árgjald og voru stjórnarmenn sammála um að hækka gjaldið sem hefur verið óbreytt í 4 ár um 500 krónur.
Lag verður til á aðalfundinum að árgjald næsta árs verði þá 8000 kr.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 12:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 5. febrúar 2022 kl 10:00 að Ármúla 34
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Efni fundarins:
Ákveðið að aðalfundur klúbbsins verði haldinn þriðjudaginn 22. febrúar n.k. á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.
Formaður tekur að sér að panta staðinn og ritari auglýsir aðalfundinn.
Ákveðið að halda annan stjórnarfund laugardaginn 19. febrúar til nánari undirbúnings.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 12:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 22. janúar 2022 kl 10:00 að Ármúla 34
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Efni fundarins:
Almennar umræður um starfsemi klúbbsins, væntanlegt ferðasumar og fyrirhugaðan aðalfund.
Rætt um möguleika á hjólaferð erlendis og hvaða fyrirkomulag gæti hentað.
BMW skoðunardagurinn sem haldinn var í fyrra tókst vel og ákveðið að endurtaka leikinn þann 30. apríl n.k.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 11:30
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 8. september 2021 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Efni fundarins:
Undirbúningur fyrir væntanlega Októberfest.
Ákveðið að hún verði haldin föstudaginn 8. október n.k. á veitingastaðnum Höfninni.
Boðið verður upp á mat að hætti Bæverja og öl með
Fleira ekki gert og fund slitið kl 19:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 9. ágúst 2021 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Frá ferðanefnd mættu: Sigurður Villi Stefánsson, Hjörtur L. Jónsson og Hermann Halldórsson
Forföll boðar: Guðmundur Reykjalín
Efni fundarins:
Rætt um fyrirhugaða Stóru ferð sem farin verður 12.-15.ágúst
Gerð verður tilraun í þriðja sinn til að fara á austurland en fyrirhuguðum ferðum hingað til hefur verið breytt vegna veðurs
Farið yfir drög að ferðaáætlun o.fl.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 19:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 21. júní 2021 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Frá ferðanefnd mættu: Sigurður Villi Stefánsson, Hjörtur L. Jónsson og Hermann Halldórsson
Efni fundarins:
Rætt um fyrirhugaða Þakgilsferð sem vrður á dagskrá helgina 25.-27. júní nk.
Farið yfir drög að ferðaáætlun o.fl.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 19:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 6. apríl 2021 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Einar Halldórsson, Heiðar Þór Guðnason, Jökull H. Úlfsson, Guðmundur Reykjalín, Aðalsteinn Jörundsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund. Kosning gjaldkera og ritara. Formaður lagði til að Einar Halldórsson yrði kosinn gjaldkeri og Björgvin Arnar Björgvinsson kosinn ritari. Það var samhljóða samþykkt.
Rætt um viðburði sem klúbburinn gæti staðið fyrir eins og til dæmis nýliðanámskeið, skyndihjálparnámskeið viðgerðarnámskeið og fleira. Ákveðið að halda sérstakan BMW skoðunardag í maí.
Rætt um húsnæðismál klúbbsins og farið yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni til að halda stærri félagsfundi.
Fleira ekki gert og fund slitið kl 19:00
Björgvin Arnar Björgvinsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 22, mars 2021 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson, Guðmundur Reykjalín, Björgvin A. Björgvinsson og Heiðar Þór Guðnason
Efni fundarins: Undirbúningur fyrir aðalfund
Aðalfundurinn verður haldinn 23. mars og var til hans boðað með tölvupósti á alla félagsmenn sem og með auglýsingu að vef klúbbsins og Facebook þann 9. mars s.l.
Rætt um dagskrá aðalfundarins og farið yfir skýrslu stjórnar. Páll Kári og Guðlaugur Þórðarson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:00
Páll Kári Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Fundur haldinn 20. janúar 2021 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson, Guðmundur Reykjalín, Björgvin A. Björgvinsson og Heiðar Þór Guðnason
Efni fundarins: Ýmis mál
Farið yfir félagatalið og greiðslu árgjalda. Rætt um komandi aðalfund í ljósi samkomutakmarkana. Dagsetning fundarins verður ákveðin síðar með hliðsjón af því.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll Kári Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 10. september 2020 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson, Björgvin A. Björgvinsson og Heiðar Þór Guðnason. Forföll boðaði Guðmundur Reykjalín
Efni fundarins: Ýmis mál
Rætt um fyrirhugaða Októberfest, í ljósi aðstæðna var ákveðið að hún yrði felld niður þetta árið. Vestmannaeyjaferð sem var á dagskrá í júlí var ekki farin, rætt um hvort hægt væri að klára hana fyrir veturinn. Síðasta ferð sumarsins er svo Fjallabak Nyrðra 19. september og verður sú ferð farin ef veður leyfir.
Nýjir félagar halda áfram að bætast í klúbbinn og ber því að fagna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Páll Kári Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 4. maí 2020 kl 19:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson, Guðmundur Reykjalín, Björgvin A. Björgvinsson og Heiðar Þór Guðnason
Jafnframt voru mættir ferðanefndarmennirnir Skúli K. Skúlason og Sigurður Villi Stefánsson
Efni fundarins: Ferðaáætlun sumarsins.
Vegna COVID veirunnar var ekki unnt að halda kynningarfund ferðanefndar eins og undanfarin ár. Ferðanefndin setti saman hefðbundna ferðaáætlun sem var send öllum félgasmönnum í tölvupósti og birt á vef klúbbsins.
Rætt um næstu ferðir klúbbsins sem eru landgræðsluferðin 23. maí og hringferðin um Hvítasunnuna 29. maí til 1. júní. Landgræðsluferðin verður með hefðbundnu sniði, dreifum áburði og gróðursetjum plöntur í BMW skikanum. Áætlað er að hringferðin verði farin rangsælis, þ.e. byrjað á Suðurlandi, formaður ferðanefndar tekur að sé að bóka hentuga gististaði fyrir hringferðina.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 10. mars 2020 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðmundur Reykjalín, Björgvin A. Björgvinsson og Heiðar Þór Guðnason.
Forföll boðaði: Guðlaugur Þórðarson
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund, farið yfir fundargerð aðalfundar og hún samþykkt.
Kosning ritara og gjaldkera
Einar Halldórsson, gjaldkeri
Páll Kári Pálsson, ritari
Skúli Skúlason var skipaður fulltrúi stjórnar í ferðanefnd og verður hann jafnframt formaður nefndarinnar.
Í ljósi aðstæðna var ákveðið að halda ekki sérstakan kynningarfund um ferðir sumarsins, heldur auglýsa ferðirnar vel á heimasíðu klúbbsins.
Reiknað með að ferðaáætlun sumarsins verði tilbúin eigi síðar en í lok mars.
Gjaldkeri tekur að sér að senda út greiðsluseðla fyrir árgjald 2020, eindagi verður 30. apríl.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 24. október 2019 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin A. Björgvinsson.
Forföll boðuðu: Sigurður Sveinmarsson og Guðlaugur Þórðarson
Rætt um jólafundinn 2019, ákveðið að hann verði haldinn föstudaginn 29. nóvember 2019. Hentug staðsetning verður fundin og auglýst síðar.
Rætt um jólakort til að senda félagsmönnum fyrir jólin.
Ákveðið að halda aðalfund þriðjudaginn 18. febrúar 2020 – þarf að finna staðsetningu fyrir fundinn og ákveða dagskrá.
Reiknað með að halda almennan félagsfund 14. janúar þar sem Guðmundur Ragnarsson og Örn Svavarsson segja frá Íransferðalagi sínu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 13. maí 2019 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Guðlaugur Þórðarson, Einar Halldórsson, Páll Kári Pálsson, Guðmundur Reykjalín, Sigurður Sveinmarsson og Björgvin A. Björgvinsson. Jafnframt voru mættir ferðanefndarmennirnir Jón Emil Halldórsson og Sigurður V. Stefánsson.
Rætt um ferðir sumarsins og skipulag. Hringferðin er næst á dagskrá, þarf að finna hentuga gistingu o.s.frv.
Rætt um Stóru ferðina sem að þessu sinni verður farin um Austurlandið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Páll K. Pálsson, ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 15. janúar 2019 kl 19:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson, Guðmundur Reykjalín og Björgvin A. Björgvinsson.
Forföll boðaði: Sigurður Sveinmarsson
Rætt um fyrirhugaðan fund þar sem Guðmundur Bjarnason heimsferðalangur verður gestur og segir frá ferðalagi sínu í máli og myndum.
Þar sem flutningur stendur fyrir dyrum hjá RMC hefur klúbburinn ekki lengur aðstöðu þar til þess að halda fundi. Guðmundur Reykjalín bauð fram húsnæði sitt að Fiskislóð og var það þegið með þökkum. Reiknað með að næstu fundir verði haldnir þar.
Undirbúningur fyrir aðalfund. Ákveðið að halda fundinn þriðjudaginn 19. febrúar og verður hann auglýstur með tilskyldum fyrirvara.
Gjaldkeri gerð grein fyrir efnahag félagsins og lagði fram ársreikning til endurskoðunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:45
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 29. október 2018 kl 18:00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson og Björgvin A. Björgvinsson.
Forföll boðuðu: Guðlaugur Þórðarson, Sigurður Sveinmarsson og Guðmundur Reykjalín
Rætt um fyrirkomulag félagsfundar sem haldinn verður 30. október þar sem stofnandi Touratech Herbert Scwarz verður gestur fundarins.
Ákveðið að boða til hins árlega jólafundar þann 30. nóvember n.k. kl 18:00
Reiknað með að fá Kristján Gíslason til þess að kynna nýútkomna bók sína, Hringfarann.
Rætt um hugmyndir að hjólaferðum erlendis. Verður sett í hendur næstu ferðanefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 18. júní 2018 kl 18.00 í Nesradió
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Guðlaugur Þórðarson, Einar Halldórsson, Páll Kári Pálsson, Guðmundur Reykjalín, Sigurður Sveinmarsson og Björgvin A. Björgvinsson. Jafnframt voru mættir ferðanefndarmennirnir Jón Emil Halldórsson og Sigurður V. Stefánsson.
Rætt um ferðasumarið, helgarferð í Bjarkalund og Stóru ferðina sem farin verður um Norðurland með bækistöð á Hrafnagili á Akureyri
Fleira ekki fert og fundi slitið kl 19.25
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 6. mars 2018 kl 18.00 í Nesradíó
Mættir:
Guðmundur Ragnarsson, Guðlaugur Þórðarson, Einar Halldórsson, Páll Kári Pálsson, Guðmundur Reykjalín, Sigurður Sveinmarsson og Björgvin Arnar Björgvinsson.
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund, farið yfir fundargerð aðalfundar og hún samþykkt.
Kosning ritara og gjaldkera
Einar Halldórsson, gjaldkeri
Páll Kári Pálsson, ritari
Guðlaugur Þórðarson var skipaður fulltrúi stjórnar í ferðanefnd.
Ákveðið að ferðanefndin haldi kynningarfund um ferðir sumarsins þriðjudaginn 20 mars n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn 23. janúar 2018 kl 18:00 að Síðumúla 19
Á fundinn eru mættir: Guðmundur Ragnarsson formaður, Guðmundur Traustason, Guðlaugur Þórðarson, Páll Kári Pálsson og Einar Halldórsson ásamt varstjórnarmönnunum Guðmundi Reykjalín og Björgvini A. Björgvinssyni.
Efni fundarins er fyrirhugaður aðalfundur félagsins sem haldinn skal í febrúar ár hvert.
Ákveðið að fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 27. febrúar kl 19:00 í húsakynnum RMC. Auglýsing þess efnis verður send félagsmönnum í tölvupósti og síðar á heimasíðu félagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Páll K. Pálsson
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn 3. október 2017 kl 18:00 að Síðumúla 19
Á fundinn eru mættir allir stjórnar og varastjórnarmenn
Rætt um fyrirhugaða Októberfest klúbbsins sem haldin verður þann 6. október.
Hátíðin er að venju haldin á veitingastaðnum Höfninni við Geirsgötu.
Formaður tók að sér að ganga frá öllum atriðum varðandi veitingar og þess háttar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn 8. ágúst 2017 kl 18:00 í húsakynnum Nesradíós
Á fundinn eru mættir allir stjórnar og varastjórnarmenn ásamt ferðanefndarmönnum.
Efni fundarins er undirbúningur fyrir Stóru ferðina sem farin verður 17. – 20. ágúst.
Ferðanefndin hefur borið hitann og þungarnn af skipulagningu ferðarinnar sem að þessu sinni verður farin um Vestfirði ásamt þýska BMW Club International.
Ákveðið að hefja ferðina að þessu sinni við N1 í Mosfellsbæ þar sem hún hefst að morgni til, þegar umferð er hvað þyngst í Ártúnsbrekku og Miklubraut.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:10
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn 26. júní kl 18:00 í húsakynnum Nesradíós
Á fundinn eru mættir: Guðmundur Ragnarsson formaður, Guðmundur Traustason, Guðlaugur Þórðarson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðmundur Reyjalín og Björgvin Arnar Björgvinsson
Rætt um fyrirhugaða Þakgilsferð sem átti að vera helgina 23. – 25. júní
Mjög dræm skráning var í ferðina og var henni þess vegna frestað.
Ferðin er hefur nú verið auglýst helgina 31. júní – 2. júlí í von um betri þátttöku.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 7. júní 2017 kl 18:00 í húsakynnum Nesradíós
Á fundinn eru mættir allir stjórnar og varastjórnarmenn ásamt Ragnari Sigurðssyni veitingastjóra klúbbsins.
Lokaundirbúningur fyrir afmælishátíðina
Farið yfir ýmis praktísk mál varðandi veitingar og fleira.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 15. maí 2017 kl 18:00 í húsakynnum Nesradíós
Á fundinn eru mættir allir stjórnar og varastjórnarmenn ásamt Ragnari Sigurðssyni veitingastjóra klúbbsins.
Rætt um fyrirhugaða afmælishátíð í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins.
Reiknað er með að hátíðin verði haldin á Þingvöllum þann 10. júní n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 6. mars 2017 kl 18:00 í húsakynnum Nesradíós
Á fundinn eru mættir allir stjórnar og varastjórnarmenn.
Farið yfir drög frá ferðanefnd yfir ferðir komandi sumars.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 27. febrúar 2017 kl 18:00 í húsakynnum Nesradíós
Á fundinn eru mættir: Guðmundur Ragnarsson formaður, Guðmundur Traustason, Guðlaugur Þórðarson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson og Björgvin Arnar Björgvinsson
Guðmundur Reykjalín boðaði forföll.
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund, farið yfir fundargerð aðalfundar og hún samþykkt.
Kosning ritara og gjaldkera
Guðmundur Traustason, gjaldkeri
Páll Kári Pálsson, ritari
Einar Halldórsson var skipaður fulltrúi stjórnar og formaður í ferðanefnd.
Rætt um fyrirhugaða heimsókn BMW GS klúbbs frá Munchen í Þýskalandi til Íslands í ágúst næstkomandi.
Þýski klúbburinn mun koma að hluta til inn Stóru ferðina okkar og mun ferðanefndin útfæra það nánar og kynna þegar þar að kemur
Reiknað með að ferðanefndi haldi undirbúningsfund 6. mars og kynni ferðadagskránna 14. mars.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjornarfundur 14. febrúar
Fundurinn er haldinn á Red Chili veitingastaðnum og hófst kl 19:00
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson formaður, Páll Kári Pálsson ritari, Guðmundur Traustason Gjaldkeri, Einar Halldórsson og Guðlaugur Þórðarson ásamt Guðmundi Reykjalín og Björgvini A. Björgvinssyni varamönnum.
Rætt um undirbúning komandi aðalfundar og framboð til stjórnar.
Þeir stjórnarmenn sem eru að ljúka kjörtímabili sínu gefa allir kost á sér eftur.
Klúbburinn verður tíu ára á árinu og rætt um með hvaða hætti væri skemmtilegt að halda upp á það.
Ákveðið að leggja til á aðalfundi að skipuð verði sérstök afmælisnefnd til þess að sjá um það.
Samþykkt uppástunga þess efnis að leggja til að Ragnar Sigurðsson verði skipaður formaður nefndarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:00
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 17. janúar 2017
Fundurinn er haldinn að Síðumúla 19 og hófst klukkan 18.00
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson formaður, Páll Kári Pálsson ritari, Guðmundur Traustason Gjaldkeri, Einar Halldórsson ásamt Guðmundi Reykjalín og Björgvini A. Björgvinssyni varamönnum.
Rætt um fyrirhugaðan aðalfund sem haldinn verður þann 15. febrúar n.k.
Ákveðið að leggja fram eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins:
4. gr. Stjórn og verkaskipting stjórnarmanna
Á eftir málsgreininni “Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi” kemur eftirfarandi málsgrein:
“Framboðum til stjórnar skal skilað til sitjandi stjórnar eigi síðar en 16 dögum fyrir auglýstan aðalfund og skulu þau birt í aðalfundarboði”
6. gr. Nefndir
Málsgreinin “Nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum hver og skal hver nefnd skipa/kjósa einn fulltrúa sem er tengiliður við stjórn og er sá jafnframt formaður nefndarinnar” breytist þannig: “Nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum hver, tveir skulu kosnir á aðalfundi og stjórn skipar einn fulltrúa og er sá jafnframt formaður nefndarinnar”
Fleira ekki gert
Fundi slitið klukkan 19:30
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 26 júlí kl 18:00 í húsakynnum Nesradíó
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson formaður, Páll Kári Pálsson ritari, Guðmundur Traustason Gjaldkeri, Einar Halldórsson og Guðlaugur Þórðarson ásamt Guðmundi Reykjalín og Björgvini A. Björgvinssyni varamönnum.
Rætt um undirbúning fyrir Stóru ferðina sem að þessu sinni verður á Norðvestur-landi mað bækistöð á Bakkaflöt í Skagafirði.
Ákveðið að senda samkomutjaldið með flutningabíl norður og það þarf að finna aðila til þess flytja það frá Varmahlíð til Bakkaflatar.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 3. maí 2016 kl 19:30 í húsakynnum Nesradíó
Á fundinn eru mættir: Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Traustason, Guðlaugur Þórðarson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðmundur Reykjalín, Björgvin Arnar Björgvinsson
Rætt um vordagskrá klúbbsins, Hugsanlega þarf að fresta skógræktarferðinni þar sem 14. maí ber upp á Hvítasunnuhelgi.
Umræður um hentuga tímasetningu á öryggis og akstursnámskeiði. Formaður hefur samband við öryggisfulltrúa varðandi það.
Fyrsti þriðjudagsrúntur var farinn síðasta þriðjudag, rætt um mikilvægi þess að halda þessum rúntum gangandi.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Páll K. Pálsson ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 8. mars 2016 kl 19:30 í húsakynnum Nesradíó
Á fundinn eru mættir: Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Traustason, Guðlaugur Þórðarson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson, Guðmundur Reykjalín, Björgvin Arnar Björgvinsson
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund, farið yfir fundargerð aðalfundar og hún samþykkt. Verður sett á vef klúbbsins.
Kosning ritara og gjaldkera
Guðmundur Traustason, gjaldkeri
Páll Kári Pálsson, ritari
Skipan fulltrúa stjórnar í ferðanefnd = Björgvin Arnar
Inga Birna Erlingsdóttir og Einar Halldórsson voru kosin í ferðanenfnd á aðalfundi.
Umræður um innheimtu félgagsgjalda.
Innheimta félagsgjalda verður í gegn um innheimtukerfi banka.
Guðmundur Björnsson og Inga Birna Erlingsdóttir verða með aksturnámskeið með vorinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:00
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 4. júní 2015
Fundurinn er haldinn að Síðumúla 19 og hófst klukkan 18.30
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson formaður, Guðlaugur Þórðarson,Guðmundur Traustason, Einar Halldórsson og Guðmundur Reykjalín varamaður í stjórn.
Rætt var um þriðjudagsrúntana, en lítil þátttaka hefur verið í þeim að undanförnu, sennilega vegna veðurs. Stefnt er að fara á Þingvelli og tjalda nýja tjaldinu, þegar veðurútlit er gott.
Þakgilsferðin verður 3. júlí n.k. Ákveðið að halda fund í RCM þriðjudagskvöldið áður um nánara skipulag ferðarinnar. Stefnt er að því að fara í Þakgil á föstudagskvöldið og tjalda nýja tjaldinu og gista tvær nætur. Á laugardag verðu keyrt um nágrennið og ræðst það af færð á vegum hvert verður farið.
Fleira ekki gert
Fundi slitið klukkan 19:30
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur 28.febrúar 2013
Fundurinn er haldinn að Síðumúla 19 og hófst klukkan 18.00
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson formaður,Páll Kári Pálsson Guðlaugur Þórðarson,Guðmundur Traustason, Ragnar Sigurðsson og Guðmundur Reykjalín varamaður í stjórn.
Fyrsta verkefni stjórnar er kosning gjaldkera og ritara. Guðmundur Traustason var kjörinn gjaldkeri og Páll Kári ritari voru þeir einróma kjörnir. Gjaldkera var falið að ganga frá prókúru fyrir félagið í samráði við Axel Eiríksson fráfarandi gjaldkera. Ennfremur að ganga í innheimtu félagsgjalda sem fyrst. Guðlaugi Þórðarsyni var falið að halda stjórnarfund í ferðanefnd sem fyrst og hafa tilbúna dagskrá í byrjun maí mánaðar.
Fundi slitið klukkan 19.00
Páll Kári Pálsson Ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur hadinn miðvikudaginn 5.september
Fundurinn hófst klukkan 18.oo stundvíslega.
Mættir voru Axel,Ragnar,Guðmundur Traustason og Ragnarsson.
Hólmar Svansson hefur boðað forföll.
Ritari tók við fundarstjórn í forföllum formanns.
Eina mál fundarins var skipulagning árlegrar Októberfestar klúbbsis.
Búið var að ganga frá samningi við Brynjar veitingamann á veitingastaðnum
Við Höfnina. Kostnaður fyrir hlaðborð er 4.500 krónur á mann og mun félagið níðurgreiða fyrir hvern félagsmann um 2.500 kr. Gestir munu greiða fullt gjald. Félagið mun greiða bjór og gos eins og áður. Ákveðið var að senda út póst til allra félagsmanna og tilkynna hátíðina og fá menn til að senda inn
myndir. Nýr félagi Kristján Gíslason mun frumsýna bíómynd sem tekin var í
Vestfjarðartúrnum í síðasta mánuði auk margra ljósmynda sem hann tók.
Fundi slitið.
Guðmundur Ragnarsson
Ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 13.júní.2012
Fundurinn hófst klukkan 18.15.
Mættir voru Hólmar,Axel,Ragnar,Páll Kári Guðmundur Traustason og Ragnarsson.
Hólmar setti fundinn og fór yfir alla þá hluti sem yrðu að vera í lagi á morgun
þegar afmælið yrði haldið. Upp hafa komið smá vandamál vegna kranabjórs.
Því var ákveðið að kaupa frekar bjór á flöskum eða dósum.
Ragnar Afmæliseinvaldur tjáði okkur að allt væri í góðu lagi og þyrftum við ekki að hafa neinar áhyggjur hvorki af veitingunum né bolunum né öðru.
Eina vandamálið var hvað fáir höfðu tikynnt komu sína, endaði fundurinn því að hringja maður á mann. Stórnin þakkaði Ragnari sérstaklega fyir alla hans vinnu í sambandi við undirbúning að afmælinu.
Fundi slitið.
Guðmundur Ragnarsson
Ritari
FUNDARGERÐ
Fundargerð stjórnar.
Stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 23.mai að Síðumúla 19.
Fundurinn hófst stundvíslega klukkan 18.00
Á fundinn mættu Hólmar,Ragnar,Páll Kári,Axel,Guðmundur Traustason og Guðmundur Ragnarsson.
Hólmar setti fundinn og fór yfir undirbúning að afmæli klúbbsins.
Axel tjáði okkur að innheimta félagsgjalda gengi vel og væru því til nægir peningar til að standa undir þeim kostnaði sem til yrði stofnað.
Axel kom með þá hugmynd að Hilmar Jónsson tæki hópmynd af okkur fyrir framan Höfða áður en veizlan hefðist.
Ragnar tjáði okkur að allur undirbúningur að fimm ára afmælinu væri á áætlun hann væri búinn að finna réttu pylsurnar,bjórinn og finna bakara til að baka afmælistertuna. Guðmundur R. tók að sér að útvega sauerkraut með pylsunum. Framleiðsla á afmælisbolum er í höndum Ragnars og verða þeir tilbúnir um mánaðarmótin.
Fundi slitið .
Guðmundur Ragnarsson
Ritari.
FUNDARGERÐ
Fundargerð stjórnar.
Stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 17.apríl 2012 á Olís Restaurantinum við Rauðavatn.
Fundurinn hófst stundvíslega klukkan 18.30.
Á fundinn mættu Hólmar,Ragnar,Guðmundur Traustason og Guðmundur Ragnarsson. Theodór Kjartansson boðaði forföll.
Ragnar tjáði okkur að undirbúningur afmælisnefndar væri í fullum gangi verið væri að undirbúa öflun veitinga svo sem Þýzkar pylsur og bjór. Ennfremur væri verið að hanna afmælisból sem yrði til sölu hjá nýja BMW umboðinu.
Guðmundur Traustason tjáði okkur að GPS námskeið sem hann væri að
undirbúa yrði væntanlega í byrjun mai mánaðar.
Ákveðið var að hvetja BMW hjólafólk til að mæta í hópkeyrslu Sniglanna þann fyrsta mai. Hólmar kvaðst setja það inná heimasíðu okkar.
Ragnar áminnti Hólmar að gamla stjórnin væri enn á heimasíðu klúbbsins.
Hólmar kannaðist ekki við að svo væri en lofaði að skoða það eins fljótt og auðið væri. Vegna góðviðris hafði verið boðaður hittingur kl.19.00 frá Olís.
Fundi slitið klukkan 19.00
Guðmundur Ragnarsson
Ritari.
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 29.febrúar 2012. að heimili Axels gjaldkera. Fundurinn hófst stundvíslega klukkan 20.00
Á fundinn mættu Hólmar, Axel, Ragnar, Guðmundur Traustason, Páll Kári og
Guðmundur Ragnarsson.
Í upphafi skipti stjórnin með sér verkum, Axel gjaldkeri og Guðmundur Ragnarsson ritari.
Ákveðið var að félagsgjald yrði sett strax í innheimtu.
Á Fimm ára afmæli félagsins þann 14 júní verður haldin vegleg veizla og er meiningi að fá alla BMW félaga í hópakstur sem síðan liki með
grillpartýi . Ákveðið var að láta útbúa sérstaka afmælisboli.
Fyrsti hittingur sumarsins verður 2.mai og síðan á tveggja vikna fresti eftir það fram að októberfest klúbbsins sem haldin verður 5.október í veitingahúsinu Við Höfnina eins og á síðasta ári.
Staðsetning miðvikudags hittings verður í samstarfi við nýtt BMW mótorhjólaumboð. Verður það auglýst síðar.
Ferðanefnd heldur sinn fyrsta fund þann 15.marz að Tangarhöfða 2 kl.2
Fundurinn verður opinn öllum félögu.
Guðmundur Traustason kemur til með að halda GPS námskeið á næstu vikum.
Páll Kári tók að sér að undirbúa námskeið í utanvegaakstri og finna
vanann leiðbeinanda.
Hólmar tók að sér undirbúning að námskeiði í dekkjaviðgerðum í samstarfi við
einhvern sölu eða innflutningsaðila.
Fundi slitið.
Guðmundur Ragnarsson
Ritari.
FUNDARGERÐ:
Stjórnarfundur haldinn 25.janúar 2012 að Síðumúla 19.
Fundurinn hófst klukkan 18.30
Á fundinn voru mættir Axel, Hólmar Eyþór og Guðmundur Ragnarsson.
Á dagskrá voru eftirtalin mál.
1. Aðalfundur 2012
2. Ferðasaga fyrir blað BMW eiganda rituð á ensku.
3. Stofnun 5.ára afmælisnefndar.
Ákveðið var að aðalfundur yrði haldinn þann 9. febrúar að Langholtsvegi 113 klukkan 20.00. Hólmar tók að sér að sjá um boðun fundarins með tölvupósti og SMS sendingum.
Heildarsamtök BMW mótorhjólaeiganda óskaði eftir því að fá grein um ferðir og starfsemi klúbbsins á Íslandi. Þar sem Njáll hefur séð um þessi
erlendu samskipti var ákveðið að fá hann til að rita þessa grein fyrir okkur.
Ákveðið var að á næsta aðalfundi yrði kosin afmælisnefnd þar sem klúbburinn á 5. ára afmæli þann 14.júní næstkomandi.
Að lokum bauð Eyþór klúbbnum aðstöðu til hittingsfunda á nýrri starfsstöð Biking Viking að Grensásvegi. Ákveðið var að kynna það nánar á aðalfundi félagsins.
Fundargerð ritaði Guðmundur Ragnarsson
FUNDARGERÐ:
Stjórnarfundur haldinn 28. september 2011 að Tangarhöfða 2.Reykjavík.
Fundurinn hófst klukkan 18.30
Á fundinn voru mættir Hólmar,Axel,Guðmundur Traustason, Eyþór og Guðmundur Ragnarsson.
Á dagskrá voru eftirtalin mál.
1.Októberfest.
2.Haustferð.
3.Evrópuferð 2012
Samþykkt var að Guðmundur Ragnarsson og Axel gengju til samninga við Veitingarstaðinn Við Höfnina um að árleg októberfest klúbbsins. Yrði hún haldin þann 14.október klukkan 20.00. Ákveðið var að félagið greiddi niður hvern miða um 3000 krónur auk þess sem bjór og gosdrykkir yrðu á kostnað klúbbsins. Aðgangseyrir yrði því 2000 krónur á hvern félagsmann en gestir greiddu 5000 krónur.
Hólmar og Guðmundur Traustason tóku að sér að senda SMS og tölvupóst á félagsmenn.
Ákveðið var að þann 7.október klukkan 10.00 yrði farin Línuvegsferð.
Ferðin yrði auglýst með SMS skilaboðum og tölvupósti.
Tikynna skal þáttöku inná info@bmwhjol.is fyrir föstudaginn 6.október.
Stefnt skal að Evrópuferð 2012
Voru allir sammála því að þetta yrði fyrsta verk á nýju starfsári.
Fundi lauk 19.40
Guðmundur Ragnarsson
Ritari
FUNDARGERÐ:
Stjórnarfundur 23 mars 2011. Haldinn að Síðumúla 19 kl.18.15
Mættir Hólmar, Guðmundur Traustason, Axel og Guðmundur Ragnarsson.
Eyþór boðaði forföll.
Umræða að kalla saman fund ferðanefndar, Guðmundur T boðar til fyrsta fundar og verður hann opinn fyrir alla. Fundurinn verður annaðhvort 6. eða 13.apríl.
- Undirbúningur að GPS kynningarfundi sem yrði í byrjun mai.
Guðmundur Traustason tók að sér undirbúning. - Breyta fundartíma hittings yfir á miðvikudaga.
- Fá Odd til að halda skyndihjálparnámskeið um miðjan apríl.
Hólmar tók að sér að hafa samband við Odd. - Hafa samband við Njál vegna aksurs á æfingasvæði Ökukennarafélagsins.
Guðmundur R. hefur samband við Njál - Samþykkt var að taka óbreytt upp merki félagsins eftir hugmynd
BMW Evrópusamtakanna. - Hólmar tekur að sér að ganga frá samtengingu á facebook við heimasíðu félagsins.
Fundi slitið kl.19.30
Guðmundur Ragnarsson
Ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur þann 13. jan. 2011. Fundarstaður Nesradíó, Síðumúla 19, Reykjavík.
Fundarmenn: Hólmar Njáll Gunnlaugsson, Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Traustason og Eyþór Örlygsson.
- Netið:
Stefna skuli að að koma meira lífi á netiðsíðu klúbbsins. Kenna þarf stjórnarmönnum að setja efni inn á vefsíðuna.
- Félagaskrá:
Þörf er á að yfirfara félagaskrána. Fela á gjaldkera að sjá um tiltekt í félagaskránni.
- Ferðamál:
Fela Guðmundir T að afla upplýsinga um þær ferðir sem farnar voru á síðast sumri og koma umfjöllun um þær inn á vefinn.
- Myndefni á aðalfundi :
Fela Guðmundi R safna saman myndefni til að sýna á fundinum.
- Fræðsla / Námskeið:
Stefna að því að halda námskeið í skyndihjálp, viðhaldi hjóla og GPS fræðum.
- Stjórnar og aðalfundur :
Stefna skal að því að halda aðalfund 24. febrúar 2011. Fundarboð verði sett á vefinn strax og félagsmönnum jafnframt sent boð í tölvupósti. Næsti stjórnarfundur verði haldinn hjá Capacent.
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur þann 23. sept. 2010. Fundarstaður Nesradíó, Síðumúla 19, Reykjavík.
Fundarmenn: Hólmar Njáll Gunnlaugsson, Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Traustason og Eyþór Örlygsson.
- Haustferð:
Hólmar kom með hugmynd að haustferð. Ákveðið var að bíða átekta fram yfir Októberfest.
- Októberfest:
Vegna forfalla skemmtinefndar var Hólmari og Guðmundur R falið að finna veitingastað. Þeir lofuðu að ganga strax í málið.
- Fjármál:
Hólmar greindi frá því að staða bankareiknings félagsins væri kr. 232þús skv. upplýsingur Axels gjaldkera.
- Myndefni á Októberfest:
Eyþór tók að sér að sjá um myndefni fyrir hátíðina.
- Færeyjaferð:
Stefna skuli að því að halda kynningu meðal félagsmanna á væntanlegri Færeyjaferð.
- Fræðsla / Námskeið:
Guðmundur Traustason lýsti sig tilbúinn til að halda námskeið með félagsmönnum í GPS fræðum.
Athugandi væri að halda “Basic” námskeið í viðhaldi á hólunum t.d. í mars 2011
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn 18. ágúst 2010 að Síðumúla 19, 108 Reykjavík.
Mættir voru: Hólmar, Axel, Eyþór, Guðmundur T og Guðmundur R.
- Mál félagsgjöld.
Axel upplýsti um stöðu félagsgjalda þ.e. greidd og ógreidd gjöld. Ógreidd félagsgjöld eru í raun óveruleg og ekki verður aðhafst frekar fyrr en seinna í haust.
- Octoberfest félagsins.
Á síðasta aðalfundi voru Oddur og Njáll kosnir til þess að sjá um “Octorberfest”.
Eyþór og Hólmar verða í sambandi við þá svo málið komist í gang.
- Norðurferð undirbúningur.
Ákveðið var að Guðmundur T og Hólmar sjái um að boða í ferðina með SMS og tölvupósti.
- Póstlisti.
Hólmar og Axel tóku að sér að yfirfara og útbúa tvo póstlista. Listi 1 eru félagsmenn sem hafa þegar greitt félagsgjöldin en Listi 2 verður allir félagsmenn hvort sem þeir eru í skilum með félagsgjöldin eður ei. Guðmundur T upplýsti að á SMS boðunarlista hjá sér væru 45 félagsmenn.
Fundi slitið.
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 19. mai 2010. Fundarstaður Síðumúli 19.
Á fundinn mættu Hólmar,Axel,Eyþór,Guðmundur T. Guðmundur R. og sérstakur gestur
fundarins Erling Elís Erlingsson vefsíðu stjórnandi klúbbsins. Fundurinn hófst kl.18.15.
Dagskrá.
A. Bréf með félagsskírteinum-Eyþór kynnir.
B. Staða á innheimtu félagsgjalda og tímasetning útsendingu félagsskírteina.
C. Ferðamál. BMW hjóladagur nánari útfærsla – staða á öðrum ferðum.
D. Vefmál; sérstakur gestur Erling E. Erlingsson.
E. Næsti almenni félagsfundur – ákveða – boða með tölvupósti og SMS tækni.
F. Önnur mál.
Í upphafi spunnust umræður um heimasíðuna, Erling óskaði eftir því að menn yrðu duglegri að senda inn greinar og myndir frá starfi félagsins. Sérstaklega óskaði hann eftir því að að fá innsendar myndir í jpg. og texta í word skjali til að auðvelda sér
alla eftirvinnslu.
Ákveðið var um að fá Hilmar Jónsson fararstjóra til að taka saman ferða og myndasögu af Skotlandsferðinni sem nokkrir félagsmenn tóku þátt í.
Ennfremur hvatti Erling menn til að senda inn myndir af hjólum sínum til að setja inn á síðuna.
Eyþór tók að sér að sjá um innsetningu á myndum og texta frá Skotlandsferðinn.
Eyþór upplýsti að frágangur á félagsskírteinum væri á lokaprettinu og væri hann tilbúinn að ganga frá netfangalista yfir alla félagsmenn og halda utan um hann. Eyþór og Hólmar græja þessi mál næstu daga.
Ferðamál virðast vera í góðum höndum og er þess farið á leit við umsjónarmenn ferða að þeir halda lista yfir ferðafélaga og hann komi fram á heimasíðu klúbbsins.
Vegna BMW hjóladagsins tók Guðmundur R. að sér að fá Grindvíkingana þá Hermann og Jón Emil til að sjá um veitingar í Grindavík þennan dag.
Sett var saman dagatal yfir ferða og fundartíma og mun Eyþór sjá til þess að koma dagatalinu inná heimasíðuna sem fyrst.
Ákveðið var að upphafsstaður funda í sumar yrði hjá OLÍS stöðinni Norðlingaholti.
Næsti fundur verður haldinn 3. júní klukkan 19.00 að OLÍS Norðlingaholti.
Fundi slitið kl.20.10
Guðmundur Ragnarsson
Ritari
Fundargerð
Stjórnarfundur haldinn fimmtudaginn 8. apríl 2010. Fundarstaður Tangarhöfði 2. Á fundinn mættu Hólmar,Eyþór,Axel Guðmundur Traustason og Guðmundur Ragnarsson. Fundurinn hófst klukkan 19.30.
Dagskrá:
1. Félagsaðild-bréf og ákvörðun hvort við sendum það á alla BMW hjólaeigendur á landinu.
2. Gerð félagsskírteina
3. BMW hjóladagur útfærsla.
4. Boðun til ferða með SMS tækni.
5. Vefmál sérstakur gestur Erling Erlingsson.
#1
Í upphafi var gengið frá umboði til Axels vegna prókúru á bankareikning félagsins.
#2
Ritari félagsins gerði grein fyrir kostnaði við gerð félagsskírteina sá kostnaður lág í kringum 20 þúsund krónur miðað við 100 stk. Hólmar og Guðmundur Traustason tóku að sér að sjá um að láta útbúa skírteinin og Eyþór að semja bréf með því.
#3
Ákveðið var að láta skírteinið gilda frá mai til mai ár hvert. Ennfremur yrði séð til þess að nöfn þeirra fyrirtækja sem veita félagsmönnum afslátt yrðu sett inná heimasíðu okkar.
#4
Hólmar lagði fram uppkast að bréfi til allra BMW hjóla eiganda og er meiningin að senda það í pósti til ófélagsbundinna eigenda en aðrir fá það í tölvupósti.
Eyþór tók að sér að senda Logo félagsins til Hólmars í tölvupósti.
#5
Ákveðið var að halda ferðadag fyrir alla BMW eigendur laugardaginn 5.júní kl.13.00
#6
Félagið keypti lista yfir alla eigendur BMW hjóla af Umferðarstofu og kostaði hann 5.995 kr.
#7
Guðmundur Traustason kynnti lausn að sendingu smáskilaboða með sms tækni og reyndist kostnaður vera á bilinu frá 18-20 þúsund krónur á ári. Ákveðið var að ganga frá samkomulagi við Símann. Fast mánaðargjald væri 490kr.og hvert sms 5kr.
#8
Eyþór óskaði eftir að fá að auglýsa sérstakan Biking Viking dag á heimasíðu okkar og voru allir sammála.
Sérstakur gestur fundarins var upptekinn og mætti því ekki.
Fundi slitið klukkan 20.00
Guðmundur Ragnarsson
Ritari
Fundargerð
haldinn að Síðumúla 19. klukkan 20.20, þann 11. mars 2010
Mættir á fundinn voru Hólmar, Guðmundur Traustason, Eyþór, Axel og Guðmundur Ragnarsson.
Dagskrá:
- Ákvörðun um framhaldsaðalfund vegna kjörs á varamanni í stjórn
2. Stjórn skiptir með sér verkum. Ritari og gjaldkeri
3. Ferðanefndarmál – skipun ferðanefndar (í ljósi ákvörðunar í lið 1 ) hvort við eigum að taka ferðanefndarkjör inn á framhaldsaðalfund eða tilnefna ferðanefnd beint úr stjórn.
4. Ýmsar hugmyndir sem beint var til okkar af fundinum:
a. Félagakort
b. Öflun nýrra félaga – bréf og eða viðburður
c. Ástæður fyrir að vera félagi í klúbbnum – afslættir, tæknilegur stuðningur, félagskapur, ferðir eitthvað annað.
d. Efling vefsins – hvernig getum við stutt við Erling og starfið með .
5. Önnur mál sem á okkur brenna og geta bætt klúbbinn
#1
Fyrsta mál var verkaskipting stjórnar Axel Eiríksson gjaldkeri ,Guðmundur Ragnarsson ritari,
Eyþór Örlygsson og Guðmund Traustason meðstjórnendur.
#2
Stjórnin kaus Guðmund Traustason ábyrgðarmann ferðanefndar og aðalfararstjóra ársins en fyrsti fundur ferðanefndar verði að Tangarhöða 2 þann 8. apríl klukkan 20.00. Sá fundur yrði ennfremur félagsfundur mánaðarins.
#3
Biking Viking bauðst til að halda kynningarfund þann 15.apríl og var það þegið með þökkum.
#4
Hugmyndir að nýjum fundarstað voru ræddar en engin ákörðun tekin.
#5
Ritara var falið að athuga kostnað við gerð félagsskírteina og ætlar Eyþór að verða honum innanhandar með að fá sýnishorn frá BMW í Svíþjóð.
#6
Ákveðið var að gera allt til að efla starfsemi klúbbsins meðal BMW eigenda með sérstökum BMW hjóla degi.
#7
Ritari tók að sér að athuga kostnað við útskrift frá Umferðarstofu um BMW hjólaeign.
#8
Ennfremur tók ritari að sér að fá B&L til að gefa félaginu barmmerki sem B&L létu gera fyrir klúbbin við stofnun hanns.
#9
Áveðið var að bjóða Njáli að sinna störfum með L.Í.M.
#10
Axel var falið að ganga frá fimm ára félagsgjaldi til Njáls sem greiðslu fyrir bókina „Þar riðu hetjur um héruð“
#11
SMS boðun á félagsfundi er nýjung en Eyþór og Guðmundur Traustason taka að sér umsjón þeir áætla að ljúka undirbúningi fyrir næsta fund.
#12
Ákveðið var að boða Erling með okkur á næsta stjórnarfund og fara aðeins í gegnum heimasíðuna.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn 8.apríl kl.19.00
Fundi slitið 21.45.
Guðmundur Ragnarsson.
Ritari
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur þann 22. apríl 2009. Fundarstaður heimili Axels Eiríkssonar. Fundurinn hófst kl. 20:30. Fundarmenn: Njáll Gunnlaugsson, Guðmundur Ragnarsson, Hjörtur Stefánsson, Axel Eiríksson og Eyþór Örlygsson.
Dagskrá fundarins:
Verkaskipting stjórnar
Atriðir er varða lagabreytingar, praktískir hlutir eins og flutningur lögheimilis o.sv.frv.
Ferðaáætlun
Heimasíða
Stofnun LÍM (Landssamband Íslensks Mótorhjólafólks)
Erlend málefni
Önnur mál
Verkaskipting stjórnar:
Njáll Gunnlaugsson formaður stjórnar setti fundinn. Hjörur Stefánsson var einróma kosinn gjaldkeri. Talsverð umræða varð um embætti ritara og að lokum var Guðmundur Ragnarsson kosinn ritari. Þar af leiðandi eru þeir Axel Eiríksson og Eyþór Örlygsson meðstjórnendur.
Lagabreytingar o.sv.frv.:
Er varðar flutning lögheimilis klúbbsins frá Laugateig 33 í Nökkvavog 18 sér Njáll um. Prókúruhafar klúbbsins eru skv. ákvörðun fundarins formaðurinn Njáll Gunnlaugsson og gjaldkerinn Hjörtur Stefánsson.
Formanni var falið að fá fundargerð aðalfunar hjá Hólmari Svanssyni fundarritara.
Njáll tilnefndi Erling Erlingsson og Oddur Eiríksson í skemmtinefnd það var samþykkt einróma.
Ferðaáætlun:
Fundarmenn lýstu ánægju með störf ferðanefndar.
Njáll setti fram hugmynd um að skipuleggja eina utanlandsferð á næsta ári. Til dæmis á BMW klúbbmót eða stóra BMW mótið í Garmisch-Partenkirchen sem haldið er fyrstu vikuna í júlí ár hvert.
Umræða var um eftirmiddags- og kvöldferðir sem nefndin skipulegði hverju sinni og yrðu kynntar á heimasíðunni og með tölvupósti.
Nýr upphafspunktur eða fundarstaður í nánustu framtíð var ræddur. Í ljósi væntanlegra breytinga og nýju húsnæði Sniglanna var ákveðið að fresta þessu máli. Það er inni í myndinni að eiga samvinnu við Sniglana. Verður því félagsheimili Sniglanna í Skerjafirðir enn um sinn okkar bækístöð.
Heimasíða:
Fundurinn ákvað að fá Andrés Hafberg og Erling Erlingsson til að taka að sér umsjón með heimasíðu klúbbsins. Ritara var falið að hafa samband við Andrés og formaður verður í sambandi við Erling. Eyþór sér um samskipti við netfyrirtækið Allar áttir ehf þannig að Andrési og Erlingi sé tryggður fullur aðgangur að heimasíðunni svo og allir stjórnarmenn.
Stofnun LÍM:
Formaðurinn lýsti því að frá 2006 hafi staðið til að stofna heildarsamtök mótorhjólaklúbba. Tilgangurinn að taka á stærri málum bifhjólafólks. Til stendur að stofna LÍM 23. apríl 2009. Stjórnin var einróma sammála um að BMW klúbburinn yrðu stofnfélagar. Formaðurinn lýsti því að fundir LÍM færu aðalleg fram á netinu og ekki yrði um að ræða félagsgjöld.
Erlend málefni:
Fundarmenn voru sammála um að formaðurinn ritaði grein inn á heimasíðu BMW klúbbsins þar sem lýst væri starfsemi FEBC og hvað þýðingu samtökin hefðu fyrir okkar klúbb.
Önnur mál:
Axeli var falið að láta útbúa mynjagripi svo sem borðfána eða drykkjarkrúsir. Tilgangurinn er að geta skilið eftir hjá gestgjöfum okkar í ferðunum.
Eyþór tók að sér að fá BMW merkin frá B&L helst gefins.
Fundurinn frestaði til næsta félagsfundar umræðu um meðferð félagatals.
Innheimta félagsgjalda var ákveðin. Félagsgjaldið eru kr 5.500 með eindaga 1. júlí 2009 eftir eindaga er innheimt 500 króna vanskilagjald. Viðskiptabanka félagsins verður falin innheimtan.
Næstkomandi laugardag 25. apríl 2009 kl. 15:00 mun fromaðurinn verða með akstursæfingar í tvær klukkustundir á Skarfabakka félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Næstir stjórnarfundur var ákveðinn þann 27. maí 2009 fundarstaður Sólrún 5 kl. 20:00.
Fundarritari/Guðmundur Ragnarsson
FUNDARGERÐ
Fundur nr. 2/2009
Stjórnarfundur þann 2. júní 2009. Fundarstaður heimili Guðmundar Ragnarssonar.
Fundurinn hófst kl. 20:00. Fundarmenn: Njáll Gunnlaugsson, Guðmundur Ragnarsson, Hjörtur Stefánsson, Axel Eiríksson og Eyþór Örlygsson.
Engin formleg dagskrá lá fyrir fundinum.
Fundargerð síðasta fundar:
Guðmundur Ragnarsson las fundargerð síðasta fundar. Hún var samþykkt samhljóða með óverulegum breytingum. Umræður voru um hvernig standa skyldi að frágangi fundargerða í ljósi þess að engin regla hafði skapast. Ákveðið var að fundargerð yrði send stjórnarmönnum rafrænt innan þriggja daga frá fundi. Ef engar athugasemdir berast innan tveggja daga skoðaðist hún samþykkt og yrði sett inn á heimasíðu klúbbsins.
Stofnfundur LÍM:
Njáll greindi fundarmönnum frá stofnfundi LÍM sem haldinn var 23. apríl 2009. LÍM er ekki stýrt af formlegri stjórn. 2/3 félagsmanna þarf til að málefni fái framgang hjá félaginu. 7.700 félagsmenn um það bil eru innan regnhlífasamtaka LÍM. Fyrsta málefni sem LÍM beitir sér í er hættuleg hraðahindrun við Garðakirkju í Garðabæ. Dúllarar báru máið upp.
Vegmerkingar:
Umræða var um bættar merkingar úti á vegum þar sem bundnum slitlagi sleppir. Njáll benti á heimasíðu Vegagerðarinnar en það er línkur til að koma á framfæri ábendingum. Ákveðið var að setja línkinn inn á heimasíðu klúbbsins svo auðveldara væri að senda inn athugasemdir til vegagerðarinnar.
Þýzki sendiherrann:
Ákveðið var að bjóða þýzka sendiherranum Dr. Karl Heinz Müller í mótorhjólaferð með klúbbnum. Dr. Müller er reynslumikill BMW hjólamaður. Njáli og Guðmundi var falið að hafa samband við Dr. Müller.
Otradalsferðin:
Ákveðið var að fá Hilmar til að skrifa grein um Otradalsferðina á heimasíðuna. Ferðin var farin helgina 22 – 25 maí s.l. Ásamt því að setja inn myndir úr ferðinni inn á heimasíðu.
Könnur:
Í framhaldi af síðasta stjónarfundi voru framleiddar 14 könnur með merki félagsins og var kostnaður af því krónur 31.723. Þegar hafa verið gefnar þrjár könnur, 2 að Stúfholti og ein að Otradal.
Önnur mál:
Næstir stjórnarfundur var ákveðinn þann 16. júlí 2009 fundarstaður í Sníglaheimilinu á undan félagsfundinum.Fundurin hefst stundvíslega klukkan 19.00.
Fundarritari / Guðmundur Ragnarsson
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur þann 28.september 2009.
Fundarstaður heimili Hjartar Stefánssonar. Fundurinn hófst kl.20.30.
Mættir voru Njáll Gunnlaugsson, Axel Eiríksson, Hjörtur Stefánsson og
Guðmundur Ragnarsson.
Engin dagskrá lá fyrir fundinum.
Njáll setti fundinn og sagði okkur frá samskiptum sínum við Erling
formann skemmtinefndar vegan fyrirhugaðrar haustgleði klúbbsins. Allur undirbúningur væri á áætlun og ætlunin að halda haustgleðina á
t.d. loftinu á Lækjarbrekku eða Hótel Holti.
Stjórnin var sammála því að Erling sæi alfarið um alla skipulagningu og
allir stjórnarmenn yrðu honum innanhandar ef hann óskaði eftir.
Allir voru sammála að félagið niðurgreiði kostnað allt að 4500 kr. á
hvernfélagsmann. Aðrir gestir greiði fullt gjald að undanskildum fordrykk í boði félagsins fyrir alla.
Hjörtur upplýsti að 41 félagi hefði greitt félagsgjald og hann hefði
nýlega sent lista á þá Erling og Njál til að uppfæra á netinu.
Ennfremur óskaði Hjörtur eftir því að menn reyndu að safna saman myndum
fyrir haustgleðina annaðhvort á diskum eða lyklum.
Tillaga kom fram á fundinum að ganga til samninga við formann klúbbsins
og kaupa mótorhjólabókina “Þá riðu hetjur um héruð” til jólagjafa handa skuldlausum félagsmönnum.
Fundi slitið kl.21.45
Fundarritari/Guðmundur Ragnarsson
Fundargerð stjórnar september 2013
Fundur haldinn þann 4.september 2013.
Fundurinn hófst klukkan 20.oo
Á fundinn voru mættir Guðlaugur Þórðarsson,Guðmundur Ragnarsson,
Guðmundur Traustason og Ragnar Sigurðsson. Guðmundur Reykjalín boðaði forföll.
Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla gjadkera um stöðu fjármála þar kom í ljós að alls höfðu 39 félagar greitt félagsgjald staða á reikningi félagsins er uppá rúmar 300þúsund krónur sem er vel viðunandi.
Annað mál á dagskrá var októberfest félagsins. Ákveðið var að hún yrði haldin
á veitingarstaðnum Við Höfnina. Félagið mun niðurgreiða verðið á veitingum um 3oookr auk þess sem bjór verður á kostnað félagsins. Óskaði Ragnar Sigurðsson sérstaklega að hafður yrði Tuborg Classic bjór.
Þriðja mál á dagskrá var skipulagning fimmtudagshittings. Ákveðið var að halda þeim út þennan mánuð og jafnvel að færa þá jafnvel fram á laugardag
Með t.d. að fara dagsferð um Snæfellsnesið þann 14.september ef veður leyfir.
Berlínarferð sem Axel og Hilmar standa fyrir verður kynnt á næsta fimmtudagsfundi. Alls hafa 10.skráð sig í ferðina sem farin verður
31.október.
Fundi slitið klukkan 21.30
Páll Kári Pálsson
Ritari
—————————————————————–
Fundargerð stjórnar
30.september 2013
Fundurinn hófst klukka 18.00 mættir voru Guðlaugur, Ragnar, Guðmundur Ragnarsson Guðmundur Traustason og Guðmundur Reykjalín. Páll Kári boðaði forföll. Farið var yfir allan undirbúning að Októberfest klúbbsins áætluð mæting er að rúmlega tuttugu félagar mæti.Búið að ganga frá öllum lausum endum varðandi hátíðina svo sem bjór,mat og myndefni.
Fundi slitið klukkan 18.30
Fundaritari Guðmundur Reykjalín
————————————————————————————————————————————
Fundargerð stjórnar.
Þriðjudaginn 14.janúar 2014
Fundurinn settur klukkan 18.00 að Síðumúla 19. Á fundinn mættu Ragnar, Páll Kári, Guðlaugur Þórðarson, Guðmundarnir Reykjalín, Ragnarsson og Traustason.
Ákveðið var að aðalfundur félagsins yrði haldinn fimmtudaginn 20.febrúar klukkan 20.oo hjá RMC.
Ennfremur að fenginn yrði fulltrúi frá tryggingarfélag til að kynna tryggigar mótorhjólamanna á ferðum erlendis. Tók Ragnar Sigurðsson að sér að finna sérfræðing í tryggingarmálum.
Umræða var um fyrirhugaða ferð til Spánar og kom í ljós að mönnum fannst gistikostnaður hár og tók Guðmundur Ragnarsson að sér að leita ódýrari leiða.
Fundi slitið klukkan 19.00
Páll Kári Pálsson
Ritari
———————————————————————————————————————-
Stjórnarfundur haldinn 3.marz að Síðumúla 19.
Fundur settur klukkan 18.30.
Mættir eru Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Reykjalín, Guðmundur Traustason,Guðlaugur
Þórðarson, Einar Halldórsson og Páll Kári Pálsson. Ragnar Sigurðsson boðaði forföll.
Formaður setti fundinn. Fyrsta mál á dagskrá er kosning gjaldkera og ritara. Guðmundur
Trausason var kosinn gjaldkeri og Páll Kári ritari stjórnar.
Næst á dagskrá var undirbúningur að starfi félagsins. Guðmundur Björnsson læknir hefur
tekið að sér sem sérstakur öryggisfulltrúi að halda öryggisnámskeið með Guðna Sveini
Theodórssyni ökukennara. Þar sem einhver kostnaður er af svona námskeiði var ákeðið að
halda það með HOG félögum og skiptist kosnaður jafnt á milli félaga. Fundurinn verður haldinn
þriðjudaginn 18.marz hjá RMC klukkan 19.30. Fyrsti opni fundur ferðanefndar verður 25.marz
og mun Einar Halldórsson stjórna honum. Guðmundur Traustason mun halda GPS námskeið
þann 8.apríl. Fimmtudagsrúnta hefjast fyrsta þriðjudag í mai og verða þeir fram að októberfest
Árlegur BMW dagurinn verður haldinn 14.júní. Gjaldkeri mun senda út félagsgjöld næstu daga
eindagi þeirra er 15.mai. Fundi slitið klukkan19.30
Páll Kári Pálsson
Ritar
————————————————————————————————
Stjórnarfundur 8. maí 2014 kl. 18:30
Mættir: Guðmundur Ragnarsson, Ragnar, Einar, Gulli málari og Guðmundur Reykjalín.
Eyþór í RMC mun leiða hóp félagsmanna á sýninguna RAFTA í Borganesi n.k. laugardag. Brottför frá RMC kl. 12:30
Mótorhjólaskógar 17. maí n.k. Bottför frá Olís við Rauðavatn kl. 09:00. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að mæta. Boðið verður upp á veitingar að loknu starfi.
Stefnt á að halda framhaldsnámskeið í aksturleikni með sömu leiðbeinendum í haust.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:30
Fundaritari: Guðmundur Reykjalín
——————————————————————————————————————-
Stjórnarfundur 7.júlí 2014
Mættir Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Reykjalín, Einar Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson og Páll Kári Pálssson.
Fyrsta mál á dagskrá var undirbúningur að ferð klúbbsins að Grettislaug um Kjalveg. Guðlaugur tók að sér undirbúning og leiðarlýsingu svo hægt væri að setja upplýsingar um ferðina á vefinn.
Annað mál á dagskrá voru þriðjudagsferðir klúbbsins. Léleg mæting síðustu þrjá þriðjudaga markast af lélegu veðri. Næstkomandi þriðjudaga stendur til að fara um Kaldadal, Grindavík og um Mýrarnar. Er það von manna að veður skáni og mæting líka.
Þriðja mál fundarins var að fela formanni félagsins að láta útbúa merki félagsins í taui og álímt.
Fundi slitið 19.20
Páll Kári Pálsson
Ritari
—————————————————————————————————————————
Stjórnarfundur 8.desember 2014 klukkan 19.30
Jólafundur stjórnar var haldinn að heimili Gulla málara.
Á fundinn mættu Guðmundur Ragnarsson Guðmundur Reykjalín Guðmundur Traustason
Einar Halldórsson Páll Kári Pálsson Ragnar Sigurðsson og Guðmundur Björnsson öryggisfulltrúi.
Farið var yfir starfsemi félagsins á árinu sem er að líða. Voru menn ánægðir með starfið þrátt
fyrir að veður hafi sett sitt strik í þriðjudagskeyrslurnar. Gulli bauð síðan upp á stórsteik eins og
honum einum er lagið.
Fundi slitið klukkan 23.30
Páll Kári
Ritari
————————————————————————————————————-
Stjórnarfundur 20.janúar 2015
Fundur settur klukkan 19.30
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson, GuðmundurTraustason, Guðmundur Reykjalín,
Einar Halldórsson, Páll Kári Pálsson og Guðlaugur Þórðarson. Ragnar Sigurðsson boðaði
forföll.
Á fundinum var farið yfir fjármál klúbbsins sem er í góðu lagi. Guðmundur Traustason er með
frágengið uppgjör fyrir aðalfudinn sem Ragnar Guðmundsson endurskoðandi á eftir að
skrifa upp á.
Ákveðið var að halda aðalfundinn þann 17.febrúar 2015 staðsetning er ekki ákveðin.
En formaður mun sjá um það í samvinnu með stjórnarmönnum.
Tölvupóstur um lagabreytingar verður sendur út fyrir vikulok.
Páll Kári Pálsson
Ritari
——————————————————————————————————————————
Stjórnarfundur 28. febrúar 2015
Fundur setur af formanni stundvíslega klukkan 11.00
Á fundinn eru mættir Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Traustason, Ragnar Sigurðsson,
Guðlaugur Þórðarson, Páll Kári Pálsson, Einar Halldórsson og Guðmundur Reykjalín.
Sérstakur gestur er Björgvin Björgvinsson.
Fyrsta verk var að skipa í stjórn. Páll Kári var kjörinn ritari og Guðmundur Traustason gjaldkeri.
Í ferðanefnd voru kosnir þeir Einar Halldórsson formaður, Guðlaugur Þórðarson og Björgvin
Björgvinsson auk þess voru þeir Guðmundur Árni Guðmundsson og Birgir Bjarnason kosnir
á aðalfundi. Stefnt er að halda opinn fund fyrir félagsmenn fyrir lok mánaðarins.
Formaður tók að sér að skipuleggja fund með Sverri Þorsteinssyni innan tveggja vikna.
Björgvin Björgvinsson kom og kynnti hugmyndir að nýrri heimasíðu klúbbsins var honum
alfarið treyst til að endurnýja heimasíðuna enda er hún löngu úr sér gengin.
Fundi slitið 12.15
Páll Kári Pálsson
Ritari