Samþykktir fyrir BMW Mótorhjólaklúbbinn á Íslandi
1 gr. Nafn og tilgangur
Nafn klúbbsins er; BMW MÓTORHJÓLAKLÚBBURINN Á ÍSLANDI (e. BMW Motorcycle Club Iceland) og er tilgangur þess að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda BMW mótorhjóla á Íslandi sem og að vera samstarfsvettvangur allra áhugamanna um BMW mótorhjólamenningu.
- gr. Félagsaðild
Allir eigendur BMW mótorhjóla geta gengið í félagið, einnig allir áhugamenn um BMW mótorhjólamenningu.
- gr. Markmið
Félagið mun auk hagsmunagæslu, standa að félagsstarfi, upplýsingamiðlun, fræðslustarfi, sýningarhaldi, ferðalögum og öðru því er telst félaginu til framdráttar.
- gr. Stjórn og verkaskipting stjórnarmanna
Stjórn klúbbsins er skipuð 5 mönnum og 2 varamönnum; formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum og tveimur varamönnum. Kjörtímabil formanns er eitt ár, og skal hann kosinn sérstaklega. Kjörtímabil annarra stjórnarmanna og varamanna er 2 ár. Annað árið ganga úr stjórn annar aðalmanna, annar meðstjórnenda og annar varamanna.
Skoðandi reikninga klúbbsins skal kosinn úr hópi félagsmanna, árlega og áritar reikninga. Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi. Framboðum til stjórnar skal skilað til sitjandi stjórnar eigi síðar en 16 dögum fyrir auglýstan aðalfund og skulu þau birt í aðalfundarboði. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
- gr. Stjórn
Formaður boðar til stjórnarfunda ef þörf krefur. Tryggt skal að stjórn geti komið saman með stuttum fyrirvara.
Forfallist aðalmaður í stjórn eða hættir störfum skal kalla til varamann. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Stjórn hefur á hendi allar framkvæmdir milli aðalfunda, hefur eftirlit með nefndum og kemur fram fyrir hönd klúbbsins.
Eigi má skuldbinda klúbbinn fjárhagslega nema að það sé í þágu hans, fyrir liggi samþykkt stjórnar og skal það vera innan ramma samþykkta félagsins.
Ritari skal skrá fundargerðir stjórnarfunda og skulu fundargerðir settar inn á heimasíðu klúbbsins innan viku frá stjórnarfundi.
- gr. Nefndir
Nefndirnar skulu skipaðar þremur félögum hver, tveir skulu kosnir á aðalfundi og stjórn skipar einn fulltrúa og er sá jafnframt formaður nefndarinnar.
Fjármál nefnda skulu vera að öllu leyti á höndum gjaldkera klúbbsins. Verksvið nefndanna vísast til nafns þeirra og skulu þær starfa eftir bestu getu og hafa hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.
Ritari hverrar nefndar fyrir sig skal skrá fundargerðir nefndanna og skulu þær birtar á heimasíðu klúbbsins innan viku frá fundi og þar aðgengilegar öllum félagsmönnum
- gr. Rekstur/umsýsla
Dagleg umsjón er í höndum stjórnar klúbbsins sem annast öll málefni hans milli aðalfunda í samræmi við samþykktir klúbbsins. Stjórnin skal halda fundi að jafnaði einu sinni í mánuði og boðar formaður til funda.
Stjórn skal koma til fundar á öðrum tímum ef tveir af fimm stjórnarmönnum krefjast þess og skal þá boðað til fundar með dagskrá með minnst viku fyrirvara.
- gr. Starfstímabil og aðalfundur
Starfstímabil klúbbsins er almanaksárið. Aðalfundur skal haldinn í febrúar ár hvert og boðaður með að lágmarki 14 daga fyrirvara, af stjórn klúbbsins, á heimasíðu klúbbsins og með tölvupósti. Rétt til setu á fundinum hafa allir félagsmenn. Atkvæðisrétt hafa skuldlausir við félagið.
Dagskrá aðalfundar skal vera þannig:
- Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara
- Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana
- Skýrslur nefnda og umræður um þær
- Endurskoðaðir reikningar klúbbsins og umræður um þá
- Lagabreytingar
- Ákvörðun um árgjald tillaga frá fráfarandi stjórn og umræður um hana
- Kosning stjórnar og nefnda
- Önnur mál
Lögmætur aðalfundur hefur ákvörðunarrétt í öllum málum klúbbsins, innan þeirra marka sem samþykktir hans setja.
- gr. Aukaaðalfundur
Stjórn kveður til aukaaðalfundar þegar þess er þörf eða a.m.k. 1/5 hluti skuldlausra félaga óski þess. Til aukaaðalfundar skal boða á sama hátt og til aðalfundar.
- gr. Félagsfundir
Stjórn klúbbsins er heimilt að boða til sérstakra félagsfunda með að lágmarki 7 daga fyrirvara. Tilgreina skal fundarefni í fundarboði. Allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt.
- gr. Árgjald
Árgjald skal innheimt einu sinni á ári. Árgjaldið skal innheimt eftir aðalfund sem ákveður upphæðina fyrir yfirstandandi ár. Hver sem gengur í klúbbinn, borgar fullt árgjald, hvenær ársins sem hann gengur í klúbbinn.
12 gr. Rekstrarhagnaður
Hagnaði af rekstri klúbbsins skal varið í þágu þess og starfseminnar.
- gr. Lagabreytingar
Lagabreytingar verða aðeins samþykktar á aðalfundi, hafi tillögur að breytingum borist til stjórnar í síðasta lagi 16 dögum fyrir boðaðan aðalfund og birtar í aðalfundarboði. 2/3 hluta atkvæða þarf til að samþykkja breytingar á lögum klúbbsins.
- gr. Slit á félaginu
Ákvörðun um slit á félaginu, skal tekin á löglega boðuðum aðalfundi og gildir reglan um 2/3 hluta atkvæða. Komi til slita á félaginu, skal fjármunum þess varið til Grensásdeildar Landspítala-Hskólasjúkrahúss /endurhæfingadeildar.
- grein. Heimili og varnarþing
Klúbburinn skal hafa sama heimilsfang og formaður klúbbsins hverju sinni.
Varnarþing félagsins er í Reykjavík.