Um okkur
BMW mótorhjólaklúbburinn á Íslandi er hópur fólks sem ekur um á BMW hjólum. Í flestum tilfellum er um fólk að ræða sem hefur reynslu af hjólaferðum og alveg örugglega áhuga á þeim. BMW hjól eru talin henta vel til ferðalaga og sniðin að þörfum ferðalangsins. Þess vegna er lögð rík áhersla á ferðamennsku innann BMW mótorhjólaklúbbsins.
Klúbburinn leggst í víking a.m.k. einu sinni á ári og er í samstarfi við svipaða klúbba beggja vegna Atlantsála. Nokkrar skipulagðar ferðir innanlands eru á dagskrá á hverju sumri. Félagsfundir eru haldnir aðra hverja viku yfir sumarmánuðina en sjaldnar yfir háveturinn.
Stjórn klúbbsins, starfsárið 2018/2019
Guðmundur Ragnarsson formaður
Björgvin Arnar Björgvinsson ritari
Einar Halldórsson gjaldkeri
Páll Kári Pálsson meðstjórnandi
Guðlaugur Þórðarson meðstjórnandi og formaður ferðanefndar
Guðmundur Reykjalín varamaður
Sigurður R. Sveinmarsson varamaður
Netfang stjórnar/almennar upplýsingar
Netfang vefumsjónar/heimasíðan
Netfang ferðanefndar/upplýsingar og umsjón ferða