Þakgilsferðin var farin helgina 30. júní - 2. júlí. Alls voru um 10 félagar skráðir til leiks. Ferðin hófst á föstudeginum þar sem safnast var saman við RMC og lagt af stað kl 18:00. Ekið var eftir þjóðvegi til til Víkur í Mýrdal þar sem kvöldmatur var snæddur á veitingastaðnum Syðri-Vík. Síðan var ekið sem... Continue Reading →
Stóra ferðin 2016 – Myndband
BMW klúbbfélaginn Guðmundur Björnsson setti saman skemmtilegt myndband í stóru ferðinni 2016. Klúbburinn var með bækistöð á Bakkaflöt í Skagafirði og ekið var m.a. fyrir Tröllaskaga, upp á Kjöl og nágrenni. Einnig var farið í heimsókn í Blönduvirkjun.
BMW ferðasumarið 2017
Ferðanefnd BMW mótorhjólaklúbbsins hélt á dögunum kynningarfund þar sem kynntar voru klúbbferðir sumarsins. Þar ber hæst að telja hina árlegu Stóru ferð klúbbsins sem að þessi sinni verður farin vítt og breitt um Vestfirði. Með í för verða félagar úr BMW GS klúbbi frá München í Þýskalandi en sá hópur mun heimsækja Ísland í haust... Continue Reading →