Ferðaplan 2019

Ferðanefnd BMW Mótorhjólaklúbbsins hélt kynningarfund um ferðir sumarsins 2019. Fundurinn var mjög vel sóttur en alls mættu um 40 félagsmenn til fundarins. Nýju BMW GS 1250 hjólin voru til sýnis fyrir utan fundarstaðinn. Ferðaplan sumarsins má finna hér

Þakgil 2017

Þakgilsferðin var farin helgina 30. júní - 2. júlí.  Alls voru um 10 félagar skráðir til leiks. Ferðin hófst á föstudeginum þar sem safnast var saman við RMC og lagt af stað kl 18:00.  Ekið var eftir þjóðvegi til til Víkur í Mýrdal þar sem kvöldmatur var snæddur á veitingastaðnum Syðri-Vík.  Síðan var ekið sem... Continue Reading →

Stóra ferðin 2016 – Myndband

BMW klúbbfélaginn Guðmundur Björnsson setti saman skemmtilegt myndband í stóru ferðinni 2016. Klúbburinn var með bækistöð á Bakkaflöt í Skagafirði og ekið var m.a. fyrir Tröllaskaga, upp á Kjöl og nágrenni.  Einnig var farið í heimsókn í Blönduvirkjun.

BMW ferðasumarið 2017

Ferðanefnd BMW mótorhjólaklúbbsins hélt á dögunum kynningarfund þar sem kynntar voru klúbbferðir sumarsins. Þar ber hæst að telja hina árlegu Stóru ferð klúbbsins sem að þessi sinni verður farin vítt og breitt um Vestfirði. Með í för verða félagar úr BMW GS klúbbi frá München í Þýskalandi en sá hópur mun heimsækja Ísland í haust... Continue Reading →

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑