Ferðanefnd BMW mótorhjólaklúbbsins hélt á dögunum kynningarfund þar sem kynntar voru klúbbferðir sumarsins.
Þar ber hæst að telja hina árlegu Stóru ferð klúbbsins sem að þessi sinni verður farin vítt og breitt um Vestfirði.
Með í för verða félagar úr BMW GS klúbbi frá München í Þýskalandi en sá hópur mun heimsækja Ísland í haust og ferðast um landið.
Þýsku klúbbfélagarnir munu slást í för með okkur í Stóru ferðinni um Vestfirði.
Ennig verður hin árlega Þakgilsferð á dagskránni sem og nokkrar laugardagsferðir.
Ein nýbreytni verður í ár, en þá verður á dagskrá 3ja daga hringferð um Ísland sem eingöngu verður ekin á malbiki.
Þessi ferð hentar öllum tegundum hjóla og er það von ferðanefndarinnar að klúbbfélagar noti tækifærið og viðri gömul BMW hjól ef þeir eiga.
Reiknað er með að trússbíll verði með í för þannig að ekki er nauðsynlegt að vera með farangurstöskur á hjólunum.
Allar ferðir verða nánar tilkynntar þegar nær dregur.
Þátttaka í fundinum var mjög góð og um 30 klúbbfélagar voru mættir til að taka þátt í starfinu.
Yfirlit yfir allar ferðir sumarsins má finna hér: Ferðir 2017
You must be logged in to post a comment.