Þakgilsferðin var farin helgina 30. júní – 2. júlí. Alls voru um 10 félagar skráðir til leiks.
Ferðin hófst á föstudeginum þar sem safnast var saman við RMC og lagt af stað kl 18:00. Ekið var eftir þjóðvegi til til Víkur í Mýrdal þar sem kvöldmatur var snæddur á veitingastaðnum Syðri-Vík. Síðan var ekið sem leið liggur í Þakgil og tjöldum slegið upp.
Á laugardagsmorgninum vöknuðu menn hressir enda léttskýjað og sólin byrjuð að skína. Ákveðið að leiðangur dagsins yrði inn að Laga og Lakagígum og byrjað var á að keyra til Kirkjubæjarklausturs þar sem menn fylltu bensíntanka og nestuðu sig upp. Síðan var lagt af stað áleiðis upp Lakaveg. Stutt nestisstopp við skálana í Blágiljum og síðan var haldið af stað og stoppað við skála landvarða í Laka. Sama leið síðan ekin til baka og endað með glæsilegri grillveislu í Þakgili.
Á sunnudeginum gátu menn valið um að fara þjóðveginn heim eða yfir Fjallabak Nyrðra, þeir sem fóru þá leið óku af stað austur fyrir, framhjá Hrífunesi og stoppuðu stutt við í Hólaskjóli. Síðan var Fjallabaksleiðin ekin þangað til að komið var að gatnamótum inn að Dómadal en sú leið var lokuð og því ekkert annað í stöðunni en að fara norður í Hrauneyjar. Síðan var komið við í Gjánni, ekið niður Þjórsárdal, framhjá Skálholti og yfir gömlu Lyngdalsheiðina að Þingvöllum og loks til Reykjavíkur.
Frábær ferð með góðum félögum.
Hér má sjá myndband úr ferðinni: