Nú styttist í Þakgilsferðina.
Stjórnin hefur fest kaup á forláta bakpka fyrir samkomutjaldið.
Óskum eftir sjálfboðaliða til þess að bera hann á bakinu !
Til þess að geta áætlað matarþörf í grillveisluna á laugardeginum viljum við biðja þá félaga sem hafa áhuga á að koma með í ferðina að skrá sig með því að senda tölvupóst á bmwhjol@gmail.com.
Dagskrá ferðarinnar er eftirfarandi:
-Föstudagur 30. júní
Brottför frá RMC kl 18:00
Ekið eftir þjóðvegi 1 til Víkur í Mýrdal og þaðan í Þakgil
Slegið upp tjöldum í Þakgili
-Laugardagur 1. júlí
Lagt af stað í leiðangur dagsins um nágrennið
Nánari tilhögun ræðst af veðri og færð. Hugsanlega inn að Laka.
Grillveisla um kvöldið (Áætlaður kostnaður um 2-3000 kr pr. mann)
-Sunnudagur 2. júlí
Heimferð – 2 valmöguleikar
#1 – Þjóðvegur 1 til Reykjavíkur
#2 – Fjallabak Nyrðra – Frá Hólaskjóli í Landmannalaugar og þaðan í Hrauneyjar og svo Þjórsárdal, Jafnvel Flúðir eða Skálholt, Laugarvatn, Þingvellir, Reykjavík ( Ekki er búið að opna Dómadalinn ennþá)
Kveðja,
Ferðanefndin
You must be logged in to post a comment.