Dagsferð um Vesturland

Félagar úr BMW Mótorhjólaklúbbnum fóru í dagsferð um Vesturlandið síðastlðinn laugardag. EKið var að Þingvöllum og þaðan upp Uxahryggi og Kaldadal til Húsafells. Þegar þangað var komið var mönnum boðið í kaffi til Helga Eiríkssonar sem jafnan er kenndur við Lumex, en hann hefur af myndarskap staðið að uppbyggingu og framkvæmdum á jörð sinni, Kolsstöðum í Hvítársíðu síðastliðin tæplega 20 ár, þar sem m.a. er komið notkun glæsilegt ljósmenningarhús. Það var virkilega gaman að staldra þar við og eru Helga færðar kærar þakkir fyrir höfðinglegar mótttökur.
Síðan var ekið vestur Hvítársíðu, suður Borgarfjarðarbraut og inn Lundarreykjardal, Uxahryggi aftur á Þingvelli.

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: