Senn líður að stóru ferðinni 2017 en hún verður farin dagana 17. – 20. ágúst.
BMW GS Club International eru að koma frá Þýskalandi og ferðast um Ísland dagana 12. – 27. ágúst. Það eru 27 manns á 25 BMW mótorhjólum.
Þýski klúbburinn ætlar að slást í hópinn með BMW Mótorhjólaklúbbnum á Íslandi í stóru ferðinni okkar.
Það er því ljóst að þarna verður stór og myndarlegur hópur BMW hjóla á ferðinni og vonumst við til þess að sem flestir úr okkar klúbbi sjái sér fært að koma með í ferðina.
Reiknað er með því að trússbíl verði með í för sem ferjar samkomutjaldið okkar ásamt fylgihlutum og verður því tjaldað á þeim stöðum sem við gistum á.
Óhætt er að segja að þetta verði stærsta stóra ferð klúbbsins fyrr eða síðar og svo sannarlega ferð sem enginn má missa af.
Það er mjög áríðandi að allir þeir sem hafa áhuga á að fara með í ferðina skrái sig sem fyrst með því að senda tölvupóst á bmwhjol@gmail.com.
Lokað verður fyrir skráningar í ferðina föstudaginn 4. ágúst n.k.
Dagskrá ferðarinnar er sem hér segir:
-Fimmtudagur 17. ágúst
Brottför frá RMC kl 8:00
Reykjavík – Búðardalur – Bjarkalundur – Flókalundur – Tálknafjörður
Samkomutjaldi og öðrum tjöldum tjaldað á Tjaldstæði Tálknafjarðar
Grillveisla á Tálknafirði í boði BMW Mótorhjólaklúbbsins á Íslandi
-Föstudagur 18. ágúst
Brottför frá Tálknafirði kl 9.00
Tálknafjörður – Bíldudalur – Dynjandi – Svalvogar – Þingeyri – Ísafjörður
Sameiginlegur kvöldmatur í Tjöruhúsinu (Hver og einn greiðir fyrir sig)
Gist á tjaldstæði við Suðurtanga á Ísafirði (25 metra frá Tjöruhúsinu)
-Laugardagur 19. ágúst
Brottför frá Ísafirði kl 9:00
Ísafjörður – Ísafjarðardjúp – Reykjanes – Steingrímsfjarðarheiði – Djúpavík – Norðurfjörður – Ingólfsfjörður – Ófeigsfjörður – Norðurfjörður
Kjötsúpuveisla í Norðurfirði (Hver og einn greiðir fyrir sig)
Gist í tjöldum í Norðurfirði – Bryggjuball
-Sunnudagur 20. ágúst – Heimferð
Norðurfjörður – Hólmavík – Staðarskáli
Þýski klúbburinn fer til Blönduóss
BMW Klúbburinn á Íslandi fer til Reykjavíkur.
Kveðja,
Ferðanefndin
You must be logged in to post a comment.