Fyrir stuttu fengum við hjá RMC þær leiðinlegu upplýsingar frá BMW að innkalla öll R1200GS og GS Adventure af árgerðum 2013-2017 vegna galla í framdempurum. Á sama tíma var okkur gert að setja sölubann á ný BMW R1200GS og GS Adventure fram að viðgerð.
Við tökum þessa innköllun mjög alvarlega þar sem við erum nokkuð vissir um að hafa lent í þessu með okkar leiguhjól s.l sumar.
Samkvæmt okkar upplýsingum og reynslu, þá eru þau hjól sem notuð eru við hefðbundnar íslenskar aðstæður þ.a.e.s grófa malarvegi og slóða í mestri hættu.
Við munum senda bréf á alla eigendur þeirra hjóla sem málið varðar innan skamms til að bóka tíma í skoðun og viðgerð á framdempurum.
Nánari upplýsingar:
https://www.youtube.com/watch?v=f09PYYBIMXo
Með kveðju,
Eyþór
Reykjavík Motor Center