BMW GS Club International e.V. kominn til landsins

26 félagsmenn úr þýska BMW GS Club International er komnir til landsins.   Ætlunin er að ferðast vítt og breitt um Ísland í 2 vikur.  Dagana 17. til 20. ágúst munu þeir svo slást í för með BMW Mótorhjólaklúbbnum á Íslandi þar sem Vestfjarðahringurinn verður farinn.  Hóparnir hittast á Búðardal á fimmtdagsmorgun og ekið verður sem leið liggur til Tálknafjarðar.  Á föstudeginum verður síðan ekið til Ísafjarðar og síðasti áfangastaðurinn verður síðan Norðurfjörður á ströndum.  Á sunnudeginum skilja síðan leiðir þar sem íslenski klúbburinn heldur áleiðis til Reykjavíkur en þýski klúbburinn heldur áfram för sinni um landið norðanvert.

Heimasíða BMW GS Club International e.V.

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: