26 félagsmenn úr þýska BMW GS Club International er komnir til landsins. Ætlunin er að ferðast vítt og breitt um Ísland í 2 vikur. Dagana 17. til 20. ágúst munu þeir svo slást í för með BMW Mótorhjólaklúbbnum á Íslandi þar sem Vestfjarðahringurinn verður farinn. Hóparnir hittast á Búðardal á fimmtdagsmorgun og ekið verður sem leið liggur til Tálknafjarðar. Á föstudeginum verður síðan ekið til Ísafjarðar og síðasti áfangastaðurinn verður síðan Norðurfjörður á ströndum. Á sunnudeginum skilja síðan leiðir þar sem íslenski klúbburinn heldur áleiðis til Reykjavíkur en þýski klúbburinn heldur áfram för sinni um landið norðanvert.
BMW GS Club International e.V. kominn til landsins
