Aðalfundur 2025 – 18. febrúar kl. 19:00

Aðalfundur BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar 2025 kl. 19:00 í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands Ögurvarfi 2

Mæting kl. 19:00 og aðalfundurinn sjálfur hefst klukkan 19:30

Boðið verður uppá hamborgara og gos.

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara.

2. Ritari fer yfir fundargerð síðasta aðalfundar.  

Fundargerð síðasta aðalfundar er aðgengileg á vefsíðu klúbbsins: https://bmwhjol.is/klubburinn/adalfundargerdir/

3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

4. Skýrslur nefnda og umræður um þær.

5. Endurskoðaðir reikningar klúbbsins lagðir fram og umræður um þá.

6. Lagabreytingar ef einhvejar eru, en tillögur um breytingar á lögum félagsinns þurfa að berast stjórn 14. dögum fyrir aðalfund. 

7. Ákvörðun um árgjald, tillaga frá stjórn og umræður um hana.

8. Kosning stjórnar og nefnda.

9. Önnur mál

Menn eru hvattir til að bjóða sig fram til starfa fyrir klúbbinn og þeir sem hafa áhuga að taka þátt í stjórn eða nefndum klúbbsinns geta haft samband við stjórnina.

Stjórnin

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑