Félagsfundur 25 nóvember.

Næsti félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2025 kl. 18:00 að venju í

húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands Ögurvarfi 2

BMI umboðsaðili BMW verður með kynningu á nýju mótorhjóli R12G/S boðið verður uppá hamborgara og gosdrykk frá klukka 18:00 til 18:30.

Gervigreindarkynningin hefst stundvíslega klukkan 19:00

Kominn er tími til að við kynnum okkur gervigreind sem er í hátísku um þessar mundir.

Stefán Atli mun gefa félagsmönnum innsýn í ChatGPT gervigreind. Stefán Atli býr yfir mikilli þekkingu á sviði gervigreindar og miðlar henni á einstaklega skýran, léttan og aðgengilegan hátt. Þrátt fyrir að þátttakendur séu mislangt komnir í þekkingu á efninu, nær hann fljótt að stilla hraðann rétt og tryggja að allir nái að fylgjast með.

ATH. Námskeiðið tekur 2.klst.

Vinsamlegast leggið ekki bifreiðum fyrir framan veitingarstaðinn Skalla !

Næg bílastæði fyrir aftan húsið.

Kveðja

Stjórnin

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑