Stefna ferðanefndar er sú að í sem flestum ferðum félagsins verði boðið upp á hjáleiðir framhjá malarvegum eða erfiðum leiðum.

Þriðjudagar kl 18:00 – Mæting í Nesradíó Síðumúla 19.
Á hverju þriðjudagskvöldi yfir sumartímann þá er farið í þriðjudagsrúnt og fer það eftir veðri og vindum hvert er farið, reynt er að hafa ferðirnar við hæfi sem flestra möl/malbik.
26. Apríl – BMW Skoðunardagur hjá Aðalskoðun Hafnarfirði
10:00 til 13:00 sérstök opnun fyrir eigendur BMW mótorhjóla.
1. Maí – Hópkeyrsla með Sniglum
11:00 – Mæting í Nesradíó
11:30 – Brottför frá Nesradíó
12:00 – Hópakstur leggur af stað frá Granda – Endastöð er Háskólinn í Reykjavík.
11 Maí. Menningarferð.
Farið verður í vöfflukaffi til Rafta í Varmaland í Borgarfirði, brottför kl. 10.00 frá N1 Háholti Mosfellsbæ.
31. maí til 1. júní. Sjómannadags-helgar ferð til Vestmannaeyja.
Tvennslags ferð: Annarsvegar að fara út í Eyjar á laugardagsmorgni og gista á Gistiheimilinu Hamri (Þann 8 Mars voru 6 tveggja manna herbergi laus og er síminn þar 694-2598 og 659-3400, tveggja manna herbergi kostar 32.900 nóttin með morgunmat netfang: infohamar@gmail.com ), hinsvegar að fara í dagsferð að morgni Sjómannadags og koma til baka seinnipartinn.
Í þessa ferð þarf hver og einn að panta fyrir sig því það er ekki hægt að panta fyrir hópa í Herjólf og ef á að gista þá pantar hver fyrir sig (a.t.h. 60 ára og eldri fá 50% afslátt í Herjólf).
6 – 9 Júní – Hvítasunnuhringferð
6. Júní. Reykjavík – Sveinbjarnargerði.
Gisting, tveggja manna herbergi er á 22.000 (11.000 á mann) og eins manns á 15.000, eigum pöntuð 11 tveggja manna og 3 eins manns. Kvöldmatur er hlaðborð og kostar 7.500 á mann.
7. Júní. Sveinbjarnargerði – Möðrudalur.
Gisting er á mann 12.500 (miðast við 2 í herbergi á hóteli), kvöldmatur er eftir matseðli.
ATH: Ef einhver ætlar að fá eins manns herbergi þá er það í gámahúsunum um 300 metra frá hótelinu og er það herbergi á sama verði, 12.500)
8. Júní. Möðrudalur – Árnanes.
Tveggja manna herbergi 32.000 (16.000 á mann) og eins manns á 30.000, kvöldmatur er hópmatseðill, Lambaskanki og eftirréttur á 7.600.
9.Júní. Árnanes – Reykjavík.
Gisting í tveggja manna herbergi er þá fyrir allar 3 næturnar 39.500 og í eins manns 57.500.
21-22 Júní. Jónsmessurúntur.
Gaman væri að keyra eitthvað inn í nóttina hér eftir veðri. Nánari upplýsingar síðar
27-29 Júní. Landsmót Bifhjólamanna Varmalandi
4-6. Júlí – Þakgils-ferð
Horfum á Kirkjubæjarklaustur (breytist ef veður á suðurlandi er vont).
4. Júlí. Föstudagur, Reykjavík – Klaustur
13:00 – Brottför
5. Júlí. Laugardagur, ferðir um nágrenið.
6. Júlí. Sunnudagur, Klaustur– Reykjavik
10:00 – Brottför heim.
(a.t.h. Að við höfum ekki fundið neina gistingu, en þessi ferð hefur yfirleitt byggst upp á að sofa í tjöldum).
17. Júlí – 21. júlí ferð til Þýskalands.
Nánar upplýsingar gefa Arngrímur og Heiðar
17. Júlí. Flogið út til Munich og hjól tekin á flugvellinum.
21. Júlí. Hjólum skilað og flogið heim.
14–17. Ágúst – Stóra ferðin
Gert út frá Kiðagili Bárðardal (gist í tjöldum- hugsanlega er gisting í boði á hótelinu, búið er að taka frá aðeins fyrir okkur).
14. Ágúst Fimmtudagur – Reykjavík – Bárðardalur (möl og malbik í boði).
13:00 – Brottför.
15. Ágúst–Föstudagur – Dagsferðir eftir veðri og vindum
16. Ágúst–Laugardagur – Dagsferð eftir veðri og vindum
17. Ágúst–Sunnudagur – Bárðardalur – Reykjavík
10:00 Brottför, heimferð með útúrdúrum í boði möl og malbik
30. Ágúst Dagsferð um Snæfellsnes
Annars vegar malarvegir og hins vegar malbik, en hóparnir hittast á ákveðnum stöðum.
Möl = Jökulháls, Berserkjahraun, Kellingaskarð, en malbik verður út fyrir Jökul í Hellissand (um 430-450km).
09:00 Brottför frá N1 Mosfellsbæ (vantar fararstjóra)
6. September – Dagsferð Fjallabak (vantar fararstjóra)
09:00 – Brottför frá Olís Rauðavatni
Með fyrirvara um breytingar ferðanefnd/stjórn.



You must be logged in to post a comment.