30. apríl – BMW Skoðunardagur hjá Aðalskoðun
Sunnudaginn 30. apríl milli klukkan 10-13
1. maí – Hópkeyrsla með Sniglum
11:15 – Mæting í Nesradíó
11:45 – Brottför frá Nesradíó niður á Laugarveg
12:30 – Hópakstur leggur af stað frá Laugarvegi
20. maí – Landgræðsluferðin
9:30 – Mæting hjá Olís við Norðlingaholt
10:00 – Brottför frá Olís
26. – 29. maí – Hringferðin
Ferðatilhögun
Föstudagur 26. maí
Reykjavík – Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd
Brottför frá Olís í Norðlingaholti kl 13:00
Gist á Hótel Sveinbjarnargerði.
Laugardagur 27. maí
Sveinbjarnargerði – Möðrudalur
Brottför frá SSveinbjarnargerði kl 9:00
Gist á Fjallakaffi í Mörðudal
Sunnudagur 28. maí
Möðrudalur – Smyrlabjörg í Suðursveit
Brottför frá Möðrudal kl 9:00
Gist á Hótel Smyrlabjörgum
Mánudagur 29. maí
Smyrlabjörg – Reykjavík
Brottför frá Smyrlabjörgum kl 9:00
Sameiginlegur kvöldverður verður á öllum stöðum
Greitt verður fyrir kvöldverðina á hverjum stað fyrir sig.
Heildarverð fyrir gistingu með morgunverði miðað við 2 saman í herbergi kr: 30-35.000,- á mann.
4. júní – Sjómannadagsferð – Vestmannaeyjar
Brottför frá Olís við Norðlingaholt kl 8:00
Farið með Herjólfi
-Landeyjahöfn – Vestamannaeyjar – brottför kl 10:45
-Vestmannaeyjar – Landeyjahöfn brottför kl 19:30
30. júní – 2. júlí – Þakgilsferðin – Landsmót bifhjólamanna Trékyllisvík í Árneshreppi
Föstudagur 30. júní
Lagt af stað frá N1 Mosfellsbæ kl. 17:00. Stefnan tekin norður á Drangsnes. Speedy Gonzales fer Uxahryggina en einnig hægt að rúlla No. 1. Kvöldmatur á leiðinni og gist á Drangsnesi, í tjöldum eða á hinum ýmsu gististöðum að eigin vali.
Laugardagur 1. júlí
Spænt af stað kl 9:00 norður á Strandir og komið við á landsmótinu í Trékyllisvík upp úr hádegi. Tekin staðan á mótorhjóla úrvali landsmanna, grillaðar pylsur, drukknir tveir espresso og síðan farið af stað vestur á Stykkishólm í sund. Gist á tjaldsvæðinu eða á hinum ýmsu gististöðum á svæðinu. Kvöldmatur á Stykkishólmi kl. 20:00.
Sunnudagur 2. júlí
Morgunmatur í bakaríinu kl. 9:00 og þaðan farið eftir vegslóðum yfir nesið og niður í Borgarnes og í bæinn. Áætluð heimkoma kl. 15:00.
Skoðaðir voru nokkrir möguleikar í gistingu, en á þessum tíma er mjög lítið um valkosti fyrir stóra hópa. Einnig er óvissa um fjölda þátttakenda, hvort þeir vilja vera í tjöldum, einstaklings herbergjum o.s.frv. Þeir sem ekki vilja vera í tjaldi þurfa þá sjálfir að sjá um gistingu fyrir sig.
Gert er ráð fyrir að ferðaplanið verði staðfest nokkrum dögum fyrir brottför.
Ef veðurspá er óhagstæð fyrir Vestfirði, þ.e. norðanátt og 4°¨C eins og í dag, þá gæti verið heppilegra að breyta ferða planinu og sigla suður.
15. júlí – Langur laugardagur – Kerlingarfjöll
Nesjavellir, gamla Lyngdalsheiði, Kjalvegur að Kerlingarfjöllum.
Hveravellir ef veður er gott og loks Skjaldbreiðarvegur niður á Geysi í Haukadal.
Brottför frá Olís við Norðlingaholt kl. 8:00
17. – 20. ágúst – Stóra ferðin – Galtalækur
- Fimmtudagur 17. ágúst kl. 17:00, mæting Olís Norðlingaholti. Ekið í Galtalækjarskóg, slegið upp tjöldum og léttur kvöldverður.
- Föstudagur 18. ágúst kl. 9:00. Ferðir eftir veðri og vindum. Sameiginlegur kvöldverður alvöru steikur og meðlæti.
- Laugardagur 19. ágúst, kl. 9:00. Ferðir eftir veðri og vindum. Sameiginlegur kvöldverður alvöru steikur og meðlæti.
- Sunnudagur 20. ágúst, kl. 9:00. Td.Heklu hringur að því loknu verður ekið niður með Þjórsá og farið í vöfflur í Selvogi þaðan Suðurstrandaveg um Krísuvík og heim.
Reiknað er með að gist verði í tjöldum.
Ef einhverjir vilja bóka gistingu á Bakkaflöt þurfa þeir að gera það sjálfir.
26. ágúst – Dagsferð -Snæfellsnes
Laugardagurinn 26. ágúst
Brottför frá N1 Mosfellsbæ kl 9:00
-Jökulháls
-Berserkjahraun
-Kerlingaskarð
9. september – Dagsferð Fjallabak
Föstudagur 9. september
Lagt af stað frá Olís við Norðingaholt kl 21:00
Ekið að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð það sem gist verður um nóttina
Akstur u.þ.b. 110 km
Laugardagur 10. september.
Lagt af stað frá Kirkjulækjarkoti kl 8:00
Ekið upp á Syðra Fjallabak, Emstruleið austur Mælifellssand og niður Öldufellsdal að Skaftártungu.
Þaðan upp á Nyrðra Fjallabak framhjá Hólaskjóli og Eldgjá í Landmannalaugar.
Að lokum verður svo ekin Dómadalsleið að Landvegi og þaðan heim.
Akstur u.þ.b. 370 km


