Félagsfundur þriðjudaginn 13. Janúar 2026 kl. 20:00

Fyrsti félagsfundur ársins verður  haldinn að Ögurhvarfi 2  ì húsnæði Fornbílaklúbbsins þriðjudaginn 13. janúar og hefst klukkan 20:00 stundvìslega. Gestur fundarins verður Krisján Gíslason tvöfaldur hringfari sem segir frá ferðalagi sínu um Stanlöndin og Kína ferðalag sem hann lauk haustið 2025  Nú mætum við allir hressir og kátir og fögnum nýja árinu og hlustum á... Continue Reading →

Félagsfundur 25 nóvember.

Næsti félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2025 kl. 18:00 að venju í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands Ögurvarfi 2 BMI umboðsaðili BMW verður með kynningu á nýju mótorhjóli R12G/S boðið verður uppá hamborgara og gosdrykk frá klukka 18:00 til 18:30. Gervigreindarkynningin hefst stundvíslega klukkan 19:00 Kominn er tími til að við kynnum okkur gervigreind sem er... Continue Reading →

Októberfest 2025

Hin árlega Októberfest BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldin föstudaginn 3 október á veitingastaðnum Höfnin, Geirsgötu 7, Reykjavík. Boðið verður upp á alvöru þýzkan mat og öl eins og hver getur í sig látið. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 20:00 Verðinu er stillt í hóf eða kr. 4.000 fyrir félagsmenn og kr. 8.000 fyrir gesti. Nauðsynlegt... Continue Reading →

Fjallabaksferð felld niður…..

Fjallabaksferð felld niður vegna vatnavaxtaVegna vatnavaxta þurfum við því miður að fella niður dagsferðina um Fjallabak sem var á dagskrá laugardaginn kemur þann 6. september.  Hugmyndir eru uppi að finna annan dag í slíka ferð næstu helgar þ.e ef það verður á annað borð hægt að keyra þar um á móturhjóli.  Ef þú ert game... Continue Reading →

Dagsferð um Snæfellsnes 30 ágúst 2025 kl. 09:00

Minnum á dagsferð um Snæfellsnes á laugardaginn kemur kl. 09:00 Boðið verður upp á bæði malarvegi og malbik þannig að götuhjól eru velkominn. Gert er ráð fyrir að hóparnir hittast á ákveðnum stöðum yfir daginn. Möl = sem dæmi; Jökulháls, Berserkjahraun, Kellingaskarð, en malbik verður út fyrir Jökul í Hellissand (um 430-450km). Lagt verður af stað kl.... Continue Reading →

Stóraferðin 2025

Nú styttist í Stóruferðina og hefur verið sendur út póstur varðandi hana, félagar eru hvattir til að skrá sig. 14–17. Ágúst 2025Gert út frá Kiðagili Bárðardal (gist í tjöldum- hugsanlega er gisting í boði á hótelinu, búið er að taka frá aðeins fyrir okkur).14. Ágúst Fimmtudagur – Reykjavík – Bárðardalur (möl og malbik í boði).13:00 – Brottför.... Continue Reading →

ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Sú breyting verður á morgun 1.mai að lagt verður af stað frá Síðumúla 19 klukkan 11:00. Æskileg mæting er klukkan 10:30 Ekið verður frá Nesradíó vestur Miklubraut /Hringbraut/Ánanaust og þaðan útá Granda. Klukkan 12:00 verður lagt af stað frá Granda að endastöðinni sem er Háskólinn í Reykjavík. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin.

1 Maí Hópkeyrsla.

Síðustu sautján árin hefur klúbburinn tekið þátt í hópakstri Sniglanna þann 1.mai. Þessi akstur minnir okkur á samstöðu bifhjólafólks og boðar sumarkomu. Mæting er klukkan 10:30  að Síðumúla 19. Lagt verður af stað klukkan 11:00 og ekið útá Granda. Endastöð er Háskólinn í Reykjavik í Nauthólsvík.  Hvetjum alla BMW eigendur til að mæta.  Stjórnin

Félagsfundur 15. apríl 2025 kl. 20:00

Næsti félagsfundur verður haldinn á þriðjudaginn 15. apríl 2025 kl. 20:00  Staðsetning: Húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands Ögurvarfi 2, Kópavogi. Dagskrá: Magnús Jónsson fyrrverandi Veðurstofustjóri kemur og kennir okkur að lesa í vind og veður.  Algengt er að útafkeyrslur og óhöpp megi rekja til sviptivinda. Ennfremur kemur Eisi umboðsmaður BMW með fróðlegar upplýsingar um undirbúning og viðhald... Continue Reading →

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑