Landgræðsluferð – Fimmtudaginn 31. maí

Landgræðsluferðin í Hekluskóga verður farin fimmtudaginn 31. maí n.k. Brottför frá Olís við Rauðavatn kl 18:00. BMW landgræðslureiturinn er í ca 125 km fjarlægð frá Reykjavík. Hér má sjá leiðarlýsingu: https://www.google.com/maps/dir/64.103197,-21.766007/64.1572308,-19.5839664/@64.0216106,-21.2072943,9z/am=t/data=!3m1!4b1 Vonumst til að sjá sem flesta þar sem margar hendur vinna létt verk. Veðurspáin er með allra besta móti á fimmtudaginn ​ Kveðja, Stjórnin

1. maí akstur

1. maí akstur með Sniglunum. Mæting í RMC, Bolholti 4 kl 11:30 Brottför frá RMC kl 12:00 - Ökum saman niður á Laugaveg þar sem hjólalestin mun svo leggja af stað kl 12:30. Vonumst til að sjá sem flesta.   ​

Kynningarfundur ferðanefndar

Þriðjudaginn 20. mars n.k. kl 20:00 verður ferðanefndin með kynningarfund um ferðir sumarsins. Fundurinn verður haldinn í húnsæði RMC, Bolholti 4. Vonumst til að sjá sem flesta. Ferðanefndin

Aðalfundur 2018

Aðalfundur BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar n.k. kl 19:00 í húsakynnum RMC að Bolholti 4. Dagskrá fundarins: 1. Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara. 2. Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar. 3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana. 4. Skýrslur nefnda og umræður um þær. 5. Endurskoðaðir reikningar klúbbsins lagðir... Continue Reading →

Jólakveðja frá BMW Mótorhjólaklúbbnum

BMW Mótorhjólaklúbburinn á Íslandi óskar öllum félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Beztu þakkir fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum fulla ferð áfram og hæfilegar bremsur. -Stjórnin   ​

Jólafundur BMW Mótorhjólaklúbbsins

Hinn árlegi jólafundur BMW Motorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn næstkomandi föstudag 8. desember milli kl 17 og 19 í húsakynnum RMC að Bolholti 4. RMC verður með kynningu á 2018 árgerðum af BMW hjólum. Léttar veitingar verða í boði klúbbsins. Allir klúbbfélagar hjartanlega velkomnir.

Kynningarfundur vegna Marokkóferðar

BMW GS Club International klúbburinn sem kom með okkur í stóru ferðina stendur fyrir mótorhjólaferð til Marokkó í apríl á næsta ári og áhugasömum meðlimum í okkar BMW klúbbi stendur til boða að slást í för með þeim. Haldinn verður kynningarfundur vegna ferðarinnar þriðjudaginn 7. nóvember í húsakynnum RMC að Bolholti 4.  Fundurinn hefst kl... Continue Reading →

Þriðjudagsrúntur breytist í fimmtudagsrúnt

Farið verður upp í Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum og heilsað upp á þýska hópinn sem áætlar að koma suður Sprengisand seinni part fimmtudags. Brottför frá RMC fimmtudaginn 24. ágúst kl 18:00 Áætluð heimkoma um miðnættið. Frábær veðurspá framundan. Vegalengdin frá Reykjavík í Hrauneyjar er u.þ.b. 150 km. ef farið um Þjórsárdal, malbik alla leið. Tilvalið að... Continue Reading →

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑