Þriðjudagsrúntur 14 Maí.

Næsta þriðjudag ætlum við að skoða aðeins öryggi og er dagskráin á þessa leið.  Við skerpum á helstu atriðum sem við kemur akstri í hóp, hvað má og hvað má ekki, hvað ber helst að varast í hópakstri og af hverju vanur maður á mótorhjóli getur verið hættulegri en sá óvani! Hugmyndin er að kíkja... Continue Reading →

1. Maí – Hópkeyrsla með Sniglum

Nú er komið að 1. maí hópkeyrslunni með Sniglunum, í ár verður farin ný leið .Við í BMW klúbbnum ætlum að hittast í Nesradíó, Síðumúla 19 og aka saman að Granda þannig að við verðum saman í hóp. 1. Maí – Hópkeyrsla með Sniglum10:30 – Mæting í Nesradíó 11:15 – Brottför frá Nesradíó12:00 – Hópakstur leggur... Continue Reading →

Árlegur skoðunardagur

Skoðunardagur BMW mótorhjólaklúbbsins verður haldinn hátíðlegur hjá Aðalskoðun Hjallahrauni 4. Hafnarfirði næstkomandi laugardag 27.apríl milli klukkan 10:00 og 13:00 Þar mun Þröstur Magnússon félagi okkar skoða hjólin. Sérstakt verð fyrir BMW félaga (sjá tölvupóst sem sendur var út). Þar sem nokkrir félagar eiga líka aðrar tegundir hjóla eru þeir velkomnir með þau. Stjórnin. 

Fyrsti Þriðjudagsrúntur ársins

Frábær veðurspá í dag (23 Apríl) kallar á fyrsta þriðjudagsrúnt okkar BMW félaga. Lagt verður af stað frá Síðumúla 19 klukkan 18:00 stundvíslega. Við byrjum vorið á léttum nótum.

GPS Námskeið

Næstkomandi þriðjudag 16.apríl klukkan 20:00 verður haldið GPS námskeið að Ögurhvafi 2 (í húsnæði Fornbílaklúbbsins).  Farið veður í gegnum almenna notkun og eru fundarmenn beðnir að hafa GPS tæki með sér. Námskeiðið er undir stjórn Guðmundar Traustasonar og Heiðars Guðnasonar

Jólakveðja frá BMW Mótorhjólaklúbbnum

BMW Mótorhjólaklúbburinn á Íslandi óskar öllum félagsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Beztu þakkir fyrir ferðirnar, fundina, samverustundirnar og almenn skemmtilegheit á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár verða okkur öllum gæfuríkt og gott. -Stjórnin

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑