Fyrirlestur með Austin Vince

KVÖLDSTUND MEÐ AUSTIN VINCE 29. MARS KL 20:00

Slóðavinir standa fyrir fyrirlestri með Austin Vince í Hlöðunni við Gufunesbæinn miðvikudagskvöldið 29. mars n.k. kl 20:00 – Aðgangseyrir er kr. 1.500,-

Austin Vince er best þekktur fyrir ævitýraleg ferðalög sín á mótorhjóli. Árið 1995 fór Austin ásamt nokkrum félögum sínum hringinn í kringum jörðina, lengstu leið, á Susuki DR350 mótorhjólum. Ferðin kallaðist Mondo Enduro og um hana var gerð þekkt heimildarmynd sem allir ættu að sjá.

Austin er hress og skemmtilegur karakter. Hann er 52 ára gamall englendingur og starfaði lengst af sem stærðfræðikennari en er í dag vinsæll fyrirlesari.

Hér er á ferðinni hvalreki fyrir alla þá sem elska að ferðast og hafa í sér smá ævintýraþrá. Austin gefur mikið af sér og hefur stórskemmtilegan frásagnarstíl og lifandi framkomu. Það verður engin svikin af kvöldstund með þessum meistara.

Slóðavinir bjóða þig velkomin(n) og hlakka til að sjá þig.

 

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: