Aðalfundur BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2023, kl 19:00 í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi.
Dagskrá fundarins:
- Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara.
- Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar.
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Skýrslur nefnda og umræður um þær.
- Endurskoðaðir reikningar klúbbsins lagðir fram og umræður um þá.
- Lagabreytingar.
- Ákvörðun um árgjald, tillaga frá stjórn og umræður um hana.
- Kosning stjórnar og nefnda.
- Önnur mál
Stjórn klúbbsins leggur til að gerðar verði 2 breytingar á samþykktum félagsins og fylgja þær tillögur hér með í viðhengi ásamt fundargerð síðasta aðalfundar.
Þegar aðalfundarstörfum lýkur mun Kristján Gíslason segja okkur ferðasögu þeirra hjóna um Suður Ameríku í máli og myndum.
Vonumst til að sjá sem flesta.
-Stjórnin