Aðalfundur 2023

Aðalfundur BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2023, kl 19:00 í húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi.

Dagskrá fundarins:

  1. Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar.
  3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  4. Skýrslur nefnda og umræður um þær.
  5. Endurskoðaðir reikningar klúbbsins lagðir fram og umræður um þá.
  6. Lagabreytingar.
  7. Ákvörðun um árgjald, tillaga frá stjórn og umræður um hana.
  8. Kosning stjórnar og nefnda.
  9. Önnur mál

Stjórn klúbbsins leggur til að gerðar verði 2 breytingar á samþykktum félagsins og fylgja þær tillögur hér með í viðhengi ásamt fundargerð síðasta aðalfundar.

Þegar aðalfundarstörfum lýkur mun Kristján Gíslason segja okkur ferðasögu þeirra hjóna um Suður Ameríku í máli og myndum.

Vonumst til að sjá sem flesta.
-Stjórnin

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: