Þriðjudaginn 25. apríl n.k. verður haldið skyndihjálparnámskeið í umsjón öryggisfulltrúa BMW klúbbsins, Guðmundar Björnssonar læknis.
Námskeiðið fer fram í húsnæði RMC að Bolholti 4 og hefst klukkan 19:30. Áætlað er að námskeiðinu ljúki kl 22:30
Guðmundur hefur fengið til liðs við sig Þóri Tryggvason sjúkraflutningamann og skyndihjálparleiðbeinanda.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta, enda góð skyndihjálparkunnátta gulls ígildi.
Stjórnin