Landgræðsluferðin 2017 – Myndband

Sjötta árið í röð fóru félagar úr BMW mótorhjólaklúbbnum á Íslandi í landgræðsluferð í Mótorhjólaskóginn.  Þar var unnið við að dreifa áburði og gróðursetja plöntur.

BMW mótorhjólaklúbburinn hefur tekið þátt í þessu verkefni frá árinu 2012 þegar félagar úr nokkrum mótorhjólafélögum hófu samstarf við Hekluskóga um uppgræðslu og trjáplöntun á svæðinu.
Verkefnið er sprottið af samstarfi við Slóðavini sem hafa unnið síðastliðin 3 ár að uppgræðslu á Vaðöldu sem er rétt norðan við það svæði sem unnið var á nú.
Mótorhjólaklúbbar sem hafa tekið þátt í verkefninu er ásamt BMW Mótohjólaklúbbnum, Ernir á Suðurnesjum, Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar, HOG chapter Iceland, Ferða- og Útivistafélagið Slóðavinir og Skutlur kvennaklúbbur.

Nokkrir aðilar hafa styrkt samstarfsverkefnið myndarlega og má þar á meðal nefna, Ölgerðin, Íslenska Gámafélagið, Stilling, AB Varahlutir, Skeljungur, og Olís.
Ölgerðin, Skeljungur og Olís hafa gefið árlega stórsekk af áburði síðan 2012 og Stilling og AB í tvö ár.

Hér má sjá myndband sem Kristján Gíslason   www.slidingthrough.com gerði um ferðina

2017.05.20 Planting for Future from Kristjan Gislason on Vimeo.

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: