Aðalfundur BMW mótorhjólaklúbbsins á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar n.k. kl 19:00 í húsakynnum RMC að Bolholti 4.
Dagskrá fundarins:
1. Formaður setur fundinn / kosning fundarstjóra og ritara.
2. Ritari les aðalfundargerð síðasta aðalfundar.
3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4. Skýrslur nefnda og umræður um þær.
5. Endurskoðaðir reikningar klúbbsins lagðir fram og umræður um þá.
6. Lagabreytingar.
Ein lagabreytingartillaga hefur borist frá Hólmari Svanssyni og fylgir hún með hér fyrir neðan.
7. Ákvörðun um árgjald, tillaga frá stjórn og umræður um hana.
8. Kosning stjórnar og nefnda.
Kosið er um embætti formanns, 2 sæti í aðalstjórn og 1 sæti í varastjórn
Í framboði eru eftirtaldir aðilar:
Formaður: Guðmundur Ragnarsson
Aðalstjórn: Einar Halldórsson og Björgvin Arnar Björgvinsson
Varastjórn: Sigurður Sveinmarsson
9. Önnur mál
Að fundi loknum höfum fengið góða gesti, þau Anne og Anthony Speed frá Brisbane í Ástralíu.
Þau hafa ferðast hringinn í kringum jörðina í tvígang og munu segja okkur aðeins frá ferðalögum sínum.
Ævintýri þeirra má finna á vefsíðunni https://2slowspeeds.com/
– Lagabreytingartillaga
11 gr. Árgjald
Árgjald skal innheimt einu sinni á ári. Árgjaldið skal innheimt eftir aðalfund sem ákveður upphæðina fyrir yfirstandandi ár. Hver sem gengur í klúbbinn, borgar fullt árgjald, hvenær ársins sem hann gengur í klúbbinn.
verði svohljóðandi eftir breytingu:
11 gr. Árgjald
Árgjald skal innheimt einu sinni á ári. Árgjaldið skal innheimt eftir aðalfund sem ákveður upphæðina fyrir yfirstandandi ár. Árgjald er tvískipt annars vegar fullt árgjald fyrir félagsmenn búsetta í sveitarfélögum innan 100km fjarlægðar frá miðborg Reykjavíkur. Aðrir félagsmenn búsettir í öðrum sveitarfélögum eða erlendis borgi hálft árgjald en enda er þeim síður mögulegt að taka þátt í uppákomum klúbbsins. Hver sem gengur í klúbbinn borgar samsvarandi fullt árgjald, hvenær ársins sem hann gengur í klúbbinn.
-Stjórnin