Helgina 29. júní til 1. júlí verður farin helgarferð vestur í Bjarkalund.
Dagskrá ferðarinnar er eftirfarandi:
-Föstudagur 29. júní
Brottför frá RMC kl 17:00 – Ekið eftir þjóðveginum vestur í Bjarkalund
Samkomutjaldið sett upp sem og önnur tjöld
-Laugardagur 30. júní
Lagt af stað í leiðangur dagsins.
Reiknað er með að menn geti valið á milli tveggja valkosta.
1 – Ferð um Vestfirzkar heiðar
Þar er af nægu að taka og má meðal annars nefna Kollafjarðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði,
2 – Ferð vestur á Barðaströnd og hugsanlega út á Rauðasand/Látrabjarg og aftur til baka.
Sú ferð yrði að mestu ekin á bundnu slitlagi.
Nánari tilhögun varðandi báðar ræðst af veðri og færð.
Í lok dags geta menn svo skolað af sér ferðarykið í Grettislaug á Reykhólum.
Ef verður leyfir verður svo slegið upp grillveislu um kvöldið.
-Sunnudagur 1. júlí
Heimferð með útúrdúrum (t.d. Skarðsströnd og Fellsströnd)
Fínasta tjaldstæði er á Bjarkalundi þar sem við munum setja upp samkomutjald klúbbsins. Þar geta klúbbmeðlimir slegið upp tjöldum sínum gegn vægu gjaldi, kr. 1.300,- pr. nótt
Jafnframt er þar ágætis gistiaðstaða í herbergjum og smáhýsum og geta þeir sem ekki treysta sér til að gista í tjöldum haft samband þangað sjálfir og pantað gistingu.
Á Bjarkalundi er veitingastaður þar mönnum gefst kostur á að kaupa veitingar.
Bjarkalundur:
-Heimasíða: http://thomsenapartments.is/page/32/Thomsen-Bjarkalundur.html
-Símanúmer: 434-1312
Þeir sem hafa áhuga á að fara með í ferðina eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta þátttöku með því að svara þessum pósti sem fyrst, helst eigi síðar en mánudaginn 25. júní n.k. en þá verður haldinn stuttur undirbúningsfundur í húskynnum RMC í Bolholti. Á fundinum geta svo þeir sem vilja skráð sig í ferðina – þess vegna er um að gera að mæta á fundinn þótt menn séu ekki endilega ákveðnir í fara í ferðina.
Fundurinn hefst klukkan 18:00 og strax eftir fundinn verður haldið af stað í þriðjudagsrúnt sem að þessu sinni verður á mánudegi þar sem Ísland á leik gegn Króatíu á þriðjudeginum 26. júní.
Hvetjum félaga að koma með í skemmtilega ferð sem ætti að henta öllum.