Þá styttist í stóru ferðina 2018 sem farin verður 16. – 19. ágúst 2018
Ferðaplanið er óðum að taka á sig endanlega mynd.
Þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 18:30 verður í húsakynnum RMC haldinn stuttur undirbúningsfundur um ferðina þar sem farið verður ítarlega yfir ferðaáætlunina og aðra praktíska hluti.
Eftir fundinn verður svo haldið af stað í þriðjudagsrúnt.
Ferðaplanið er í grófum dráttum eftirfarandi:
-Fimmtudagur 16. ágúst
Brottför frá N1 Mosfellsbæ – Tímasetning endanlega ákveðin á fundinum
Ekið sem leið liggur til Akureyrar – farið yfir söguslóðir á leiðinni norður
Samkomutjaldi og öðrum tjöldum tjaldað á tjaldstæðinu Hrafnagili
-Föstudagur 17. ágúst
Dagsferð – Brottför frá Hrafnagili kl 9.00
Eyjafjörður upp í Laugafell og niður Bárðardal meðfram Skjálfandafljóti.
-Laugardagur 18. ágúst
Dagsferð – Brottför frá Hrafnagili kl 9:00
Farið upp Bárðardal og ekið sem leið liggur í Svartárkot, Suðurárbotna og til baka um Sellönd að Mývatni.
-Sunnudagur 19. ágúst
Heimferð – Brottför frá Hrafnagili kl 10.00
-Þjóðvegur 1, hugsanlega með útúrdúrum fyrir Skaga og/eða Vatnsnes
-Kjölur
-Sprengisandur
Þeir sem áhuga hafa á að koma með í ferðina eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á bmwhjol[at]gmail.com í síðasta lagi sunnudaginn 12. ágúst n.k.
Að lokum er vert að minnast á að sjálfsagt mál er að koma með í ferðina að hluta til, hvort heldur sem er að mæta síðar eða fara fyrr.
Einnig geta þeir sem vilja fara styttri eða léttari dagsferðir á eigin vegum eða í minni hópum að sjálfsögðu gert það.
Vonumst til þess að sjá sem flesta taka þátt í ferðinni.
Beztu kveðjur,
Ferðanefndin