Ferð BMW mótorhjólaklúbbsins í Jökulheima verður farin 1. – 2. september n.k.
Ferðatilhögun:
– 1. september
Brottför frá RMC klukkan 9:00
Ekið austur fyrir Hellu, að Gunnarsholti og áfram Heklubraut til norðurs. Síðan verður Landmannaleið/Dómadalsleið ekin til austurs að Landmannalaugum. Þaðan verður svo ekið til norðurs í átt að Hrauneyjum þar sem haldið verður til austurs eftir Veiðivatnaleið/Jökulheimaleið þangað til að komið verður að Jökulheimum, skála Jöklarannsóknarfélag Íslands þar sem gist verður um nóttina.
– 2. september
Brottför frá Jökulheimum eigi síðar en kl 10:00
Sama leið að Landmannalaugum ekin til baka en síðan til austurs eftir Fjallabaksleið Nyrðri sem leið liggur niður í Skaftártungur.
Einhverjir útúrdúrar gætu þó verið teknir á leiðinni – fer eftir veðri og færð.
Þar sem panta þarf gistingu í skálanum og greiða fyrirfram, þurfa áhugasamir að skrá sig í ferðina með því að senda póst á bmwhjol(at)gmail.com eigi síðar en mánudaginn 27. ágúst n.k.
Gjald fyrir gistingu í skálanum er kr. 4.500,- pr. mann fyrir nóttina. Til staðar eru rúm og dýnur þannig að aðeins þarf að hafa meðferðis svefnpoka og tlheyrandi.
Kveðja,
Ferðanefndin