Laugardaginn 20. júlí n.k. verður farin dagsferð.
Ekið verður inn í Hvalfjörð, yfir Dragháls og í Skorradal. Þaðan verður ekið eftir línuvegi upp á Uxahryggi, framhjá Skjaldbreiði og niður Haukadal að Geysi.
Á Geysi tökum við svo stöðuna og ákveðum einhverja skemmtilega leið heim.
Brottför frá N1 Mosfellsbæ kl 9:00
Vestmannayjaferð sem fyrirhuguð var á þessum degi verður farin síðar.
Vonumst til að sjá sem flesta.
-Ferðanefndin