Fundur vegna Marokkóferðar – Laugardaginn 18.nóvember kl 12:00

Sælir félagar.

Fundur vegna fyrirhugaðrar Marokkóferðar verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl 12:00 hjá RMC að Bolholti 4.

Mikilvægt er að þeir sem eru ákveðnir að fara í ferðina og hafa skráð sig til þátttöku mæti á fundinn, þar sem að á fundinum verður gengið endanlega frá skráningu til ferðaskrifstofunnar sem sér um ferðina.
Einnig verður rætt nánar um hjólaleigu á Spáni og fleiri praktísk atriði.

Þeir félagar sem enn hafa ekki skráð sig geta einnig mætt á fundinn og skráð sig á staðnum, en eftir þennan fund verður svo lokað endanlega fyrir skráningar í ferðina.

Frekari upplýsingar um ferðina og ferðatilhögun veitir Guðmundur Ragnarsson í síma 892-5588 eða í tölvupósti nesradio@simnet.is

Ferðakveðjur,
Stjórnin

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: