BMW Öryggis- og akstursnámskeið 19. maí kl 19:30

Næstkomandi þriðjudag, 19. maí verður haldið öryggis- og akstursnámskeið á vegum BMW Mótorhjólaklúbbsins.
Námskeiðið fer fram að Óseyrarbraut 26, Hafnarfirði (staðsetning á korti) og hefst kl 19:30, þar sem farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
-Almenn öryggismál og hópakstur á þjóðvegum
-Æfingaakstur og beygjutækni á malbiki
-Bremsutækni
-Ýmis tæknileg atriði varðandi stillingar á BMW mótorhjólum (Spólvörn, ABS, Driving Modes o.fl.)
Leiðbeinendur verða Guðmundur Björnsson öryggisfulltrúi klúbbsins og Njáll Gunnlaugsson ökukennari.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Hvetjum alla félaga til þess að mæta, byrjendur sem lengra komna.
Hér er hægt að ná í fyrirlesturinn á PDF formi.

Comments are closed.

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: