Nú styttist í Þakgilsferðina. Stjórnin hefur fest kaup á forláta bakpka fyrir samkomutjaldið. Óskum eftir sjálfboðaliða til þess að bera hann á bakinu ! Til þess að geta áætlað matarþörf í grillveisluna á laugardeginum viljum við biðja þá félaga sem hafa áhuga á að koma með í ferðina að skrá sig með því að... Continue Reading →
Afmælishátið BMW Mótorhjólaklúbbsins
Þann 10. júní síðastliðinn fagnaði BMW Mótorhjólaklúbburinn á Íslandi 10 ára afmæli sínu. Klúbbfélagar ásamt fjölskyldumeðlimum komu saman á Þingvöllum þar sem slegið var upp heljarinnar hamborgaragrillveislu. 2017.06.10 BMW Club 10 years from Kristjan Gislason on Vimeo. http://www.facebook.com/SlidingThrough/ http://www.slidingthrough.com/other-videos/
Landgræðsluferðin 2017 – Myndband
Sjötta árið í röð fóru félagar úr BMW mótorhjólaklúbbnum á Íslandi í landgræðsluferð í Mótorhjólaskóginn. Þar var unnið við að dreifa áburði og gróðursetja plöntur. BMW mótorhjólaklúbburinn hefur tekið þátt í þessu verkefni frá árinu 2012 þegar félagar úr nokkrum mótorhjólafélögum hófu samstarf við Hekluskóga um uppgræðslu og trjáplöntun á svæðinu. Verkefnið er sprottið af... Continue Reading →
Þriðjudagsrúntur
Fyrsti þriðjudagsrúntur BMW klúbbsins verður farinn þriðjudaginn 9. maí. Brottför frá RMC í Bolholti kl 18:30 Sjáum vonandi sem flesta. Stjórnin
Skyndihjálparnámskeið BMW klúbbsins
Þriðjudaginn 25. apríl n.k. verður haldið skyndihjálparnámskeið í umsjón öryggisfulltrúa BMW klúbbsins, Guðmundar Björnssonar læknis. Námskeiðið fer fram í húsnæði RMC að Bolholti 4 og hefst klukkan 19:30. Áætlað er að námskeiðinu ljúki kl 22:30 Guðmundur hefur fengið til liðs við sig Þóri Tryggvason sjúkraflutningamann og skyndihjálparleiðbeinanda. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Vonum að sem... Continue Reading →
Stóra ferðin 2016 – Myndband
BMW klúbbfélaginn Guðmundur Björnsson setti saman skemmtilegt myndband í stóru ferðinni 2016. Klúbburinn var með bækistöð á Bakkaflöt í Skagafirði og ekið var m.a. fyrir Tröllaskaga, upp á Kjöl og nágrenni. Einnig var farið í heimsókn í Blönduvirkjun.
Minnum á fyrirlestur með Austin Vince – BMW hópkeyrsla frá RMC
Við minnum á fyrirlesturinn með Austin Vince í Hlöðunni við Gufunesbæinn annað kvöld, miðvikudagskvöldið 29.mars kl 20:00 - Aðgangseyrir er kr. 1.500,- Í tilefni þess að lóan er komin og þar með vorið, ætlar BMW klúbburinn að blása til hópaksturs frá RMC á fyrirlesturinn. Nú er tilvalið að viðra hjólin eftir veturinn og taka smá... Continue Reading →
Fyrirlestur með Austin Vince
KVÖLDSTUND MEÐ AUSTIN VINCE 29. MARS KL 20:00 Slóðavinir standa fyrir fyrirlestri með Austin Vince í Hlöðunni við Gufunesbæinn miðvikudagskvöldið 29. mars n.k. kl 20:00 - Aðgangseyrir er kr. 1.500,- Austin Vince er best þekktur fyrir ævitýraleg ferðalög sín á mótorhjóli. Árið 1995 fór Austin ásamt nokkrum félögum sínum hringinn í kringum jörðina, lengstu leið,... Continue Reading →
BMW R1200 GS Rallye
Nýja BMW R1200 GS Rallye hjólið er komið í salinn hjá Reykjavík Motor Center. Hjólið verður til sýnis næstu daga. Sjón er sögu ríkari.
BMW ferðasumarið 2017
Ferðanefnd BMW mótorhjólaklúbbsins hélt á dögunum kynningarfund þar sem kynntar voru klúbbferðir sumarsins. Þar ber hæst að telja hina árlegu Stóru ferð klúbbsins sem að þessi sinni verður farin vítt og breitt um Vestfirði. Með í för verða félagar úr BMW GS klúbbi frá München í Þýskalandi en sá hópur mun heimsækja Ísland í haust... Continue Reading →



You must be logged in to post a comment.